Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Side 2
' 550 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS segja af sjer vegna vaxandi á- gengni Rússa. Meðan hann sat á þingi fyrir stríð átti hann sinn mikla þátt í að koma fram hinni lýðræðislegu endurskipun þingsins (sem komst á 1907 og þingið þá gert að einni deild). Hann hafði og heillarík af- skifti af fjármálum landsins, og hann lagði'mikið kapp á það að jafna deilumál Finna og Rússa. En þar mistókst honum, því að Rúss- ar færðu sig æ lengra upp á skaft- ið og ætluðu að innlima Finn- land. Með rússnesku byltingunni 1917 voru innlimunarkröfur Rússa úr sögunni, og hinn 6. desember 1917 lýsti Finnlánd yfir sjálfstæði sínu. Og vorið eftir varð Paasikivi for- sætisráðherra. Hann hafði þá síð- an 1914 verið aðalbankastjóri stærsta bankans í Finnlandi og var ráðinn til þess starfa fram til 1934. En nú var hann kvaddur til æðra starfs, og hefir það haft mikla þýð- ingu fyrir Finnland. Þegar hann tók við stjórnar- taumum var það mól málanna hvaða stjórnskipan Finnland skyldi velja sjer sem sjálfstættríki. Marg- ir vildu að það yrði konungsríki og vildu fá þýskan prins fyrir kon- ung, og var Paasikivi því fylgj- andi. Hann helt því fram að það væri lífsspursmál fyrir sjálfstæði Finnlands að vera í sem nánustum tengslum við Þýskaland. Það væri eina vonin til þess að fá staðist þegar Rússland risi upp að nýju sem stórveldi. En þegar Þýska- land beið ósigur ‘1918 fell þetta um sjálft sig og Paasikivi varð að segja af sjer. Næst skýtur honum upp á sviði stjómmálanna 1920. Þá var hann sendur til Dorpat sem formaður þeirrar nefndar, sem falið var að semja frið við Sovjet-Rússland. Hann hafði nú tekið við banka- stjórastöðunni aftur, en hvað eftir annað fólu næstu stjórnir honum ýms stjórnarstörf. En til dæmis um það hvað hann rækti vel stöðu sína sem bankastjóri, og hverja þýðingu það hefir haft fyrir Finn- land nægir að benda á þessa yfir- lýsingu Kekkonens, núverandi for- sætisráðherra: „Að iðnaður vor nú, eftir tvær styrjaldir, stendur á heilbrigðum grundvelli og er þrólt- mikill, er eirigöngu að þakka fyrir- byggju á fjármálasviðinu“. Árið 1936 hófst nýtt tímabil og lrið örlagarikasta fyrir landið og Paasikivi, sem þá var orðinn 65 ára og hafði dregið sig í hlje. Það, sepi þá gerðist og síðan hefir gerst, er of kunnugt til þess að það sje rakið. En nrinnast ber þess h\’að Paasikivi hefir urnrið fyrir land sitt á þessum tíma, og hvernig skarpskygni hans og gáfur hafa ráðið fram úr hættulegustu vanda- málum. Á árunum 1936—1940 var hann sendiherra í Stokkhólmi og aflaði þar bæði sjálfum sjer og.landi sínu vinsælda. Utanríkispólitík Finna hafði fram að því miðast við sam- vinnu við baltnesku löndin, en 1935 varð á þessu brevting og höll- uðust Finnar nú meir að norræn- um þjóðum. Paasikivi hafði jaínan . viljað vinna að vináttu nrilli Finna og Rússa, og hann þgkti Rússa manna best. Því var þgð nú að stjórmn kallaði hann frá Stokkhólmi haust- ið 1939 til þess að seiida hann til Rloskva að semja við Kússa og um vorið 1940 var hann exm sendur þangað tlí Jpess að undirrita fríð- Fuúkfvi og kcca tuus-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.