Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 16
r 564 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FÁGÆTT SLYS — Þessi mynd er frá London og sýnir betur en löng frásögn hvernig farið getur, þegar ekki er trygffUega búið um vinnupalla. Á Oakley Square var verið að gera við stórhýsi og höfðu verið reistir þar vinnupallar miklir. En alt í einu hrundu þeir. Margir menn slösuðiut og einn fórst. Og auk þess urðu margir bílar undir hinum hrynjandi pöllum og skemdust meira og minna. Fyrirhyggjuleysi. íslendingar hafa aldrei verið fyrir- hyggjumenn. Og þeim ætlar seint að lærast það. Fyrir eitthvað einni öld spá0i útlendingur því, að íslendingar mundu safna i sarpinn nokkur ár eins og rjúpan, en eta svo alt upp á einu eða tveimur hörðum árum. Hefur hann reynst sannspár? Jarðarfarir i Reykjavík Þótt skemtanalíf væri ekki fjölskrúð- Ugt á þessum árum (um aldamótin) samanborið við það, sem menn eiga nú að velja á milli, voru þó ýmsar ókeyp- is skemtanir, sem sumir settu sig aldrei úr færi að taka þátt í. Þar á meðal voru jarðarfarir. Mjer er óhætt að segja, að sumt kvenfólk hafi farið í hverja og eina jaxðarför, sem íram fór i bænum. Gamansöm kona sagði mömmu einu sinni, að hún hefði verið í vist er hún var yngri og þá verið send til að kaupa eitthvað. Þegar hún var komin nokkuð frá heimili sinu, rakst hún á líkfylgd og slóst i förina. Hún gekk góðan spöl við hliðina á annari stúlku og loks snýr hún sjer að henni og segir: „Hvern er verið að jarða?“ Hin svaraði þegar í hálfum hljóðum: „Jeg veit það ekki.“ (Eufemína Waage). Heillnn í litlum sjimpansa vegur ekki meira en 300 grömm, heilinn í stórum górilla uppundir 650 grömm. Heilinn i hinum írumstæðasta steinaldarmanni, Pithe- canthropus erectus, neðan við 1000 grömm. Heili vor, karlmanna, er 1300 til 1500 grömm, heili Neandertahls- mannsins vó 1700 grömm. Heilinn í Ivan Turgenjev vó 2100 grömm. Sjimp- ansaheilinn annars vegar, 300 grömm, en heili hins fræga Rússa hins vegar 2100 grömm. Hinn smái heili er þó að miklu leyti eftirmynd hins stærra. — Sjimpansann skortir einkum þá hluta sem valda því, að vjer höfum hið göf- uga enni vort. (Undur veraldar). Nikulásargjá á Þingvöllum dregur nafn af því, að þar drekti sjer Nikulás Magnússon sýslumaður Rangæinga aðfaranótt 25. júní 1742. Hafði hann sent MagnÚ3Í Gíslasyni lögmanni boð þremur dögum áður, ásamt skjölum og peningum, og beðið hann að sjá um Þorleif son sinn, þvi líf sitt væri brátt á enda. Þegar hans var saknað var fyrst leitað í tjöld- um og síðan hafin dauðaleit. Hjá gjánni fundu menn vasaklút hans og skjal nokkurt, og síðan var lík hans slætt upp úr gjánni. Fyrir 100 árum voru 24 húsasmiðir í Reykjavík og hafði þeim fjölgað um helming sein- asta áratuginn. Af þeim voru 2 stein- smiðir, 14 snikkarar, 9 snikkaranemar og einn timburmaður. Þá voru íbúar Reykjavíkur alls 1149.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.