Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Blaðsíða 12
560 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Wobbly hjer. Þa0 var gaman. Jeg hef ekki sjeð hann síðan við vorum í flugskólanum.“ Um leið og jeg heyrði þetta rauk jeg út um bak- dyrnar og ljet ekki sjá mig fyr en „vinur minn“ var farinn. Nú varð jeg verulega hræddur og ákvað að reyna að komast heim eins fljótt og unt væri. Samt leið nú mánuður svo að mjer gafst ekk- ert tækifæri. Alt gekk vel á flug- vellinum, nema hvað piltarnir vildu komast heim, því að stríðinu væri lokið. Og í útvarpi heyrðum við að ýmsar óspektir höfðu orðið út af þessu annars staðar í Kyrra- hafi. Um vorið rak hver atburðurinn annan. Nýr yfirmaður var settur yfir allan loftflotann í Kyrrahafi. Hann hjet Goodenough og var hers -höfðingi. Fyrsta verk hans var að heimsækja allar stöðvarnar. Majór- inn hafði mikinn viðbúnað til þess að taka honum með kostum og kynjum. En það vildi nú svo illa til, að um leið og hershöfðinginn kom, þá íekk majórinn aðsvif og við urðum að bera hann burt af flugvellinum. Það kom því í minn hlut að taka á móti hershöfðingj- anum. Það var ósköp auðvelt, því að alt var undirbúið. Það var um að gera að gefa honum nóg viský og bölva rækilega, svo að hann heldi að hjer væri karlar í krapinu. Jeg varð að fylgja honum til majórsins. Þá hafði læknirinn fyr- irskipað að hann yrði fluttur í spítala. Majórinn sagði við mig: „Kap- teinn, viltu gera svo vel að ganga fram fyrir. Jeg þarf að tala einslega við hershöfðingjann.“ Nokkrum mínútum seinna var kallað á mig, og hershöfðinginn sagði: „Majórinn hefur sagt mjer frá yður og hann vill að þjer takið við stari'i sínu hjer.“ „Jeg? Nei, jeg heí enga hæíileika til tsss,“ sagði jeg. Og þá kinkaði majóriim kolli og sagði: „Hvað sagði jeg yður, hers- höfðingi?“ Hershöfðinginn brosti og sagði: ,,Já, það er einmitt þetta, hæversk- ah, sem er áríðandi í flugliðinu. Og upp írá þessum degi eruð þjer majór.“ Já, nú var jeg orðinn majór Charles Wobbly, yfirmaður á Hob- son flugvelli. Jeg vissi að þetta mundi enda illa, en jeg afrjeð að reyna að standa vel í stöðu minni. Meðan jeg var einfaldur sjóliði hafði jeg hugsað mjer hvernig yfirmenn ætti að vera. — En eins og þjer vitið þá hafa liðsfor- ingjar yfirleitt ekki hugmynd um það hvemig þeir eiga að koma fram við undirmenn sína. Jeg ætlaði nú að taka til minna ráða og vita hvort þau gæfist ekki betur. Jeg byrjaði á því að gefa mönn- um mínum meira frjálsræði. Jeg skifti þeim í hópa, stjórnborðsvagt og bakborðsvagt, og til skiftis máttu þeir fljúga til Manila á hverj -um mánudegi og vera þar viku- tíma. Þeir urðu eins og aðrir menn fyrir þetta. Um þetta leyti var óánægjan í Kyrrahafsliðinu á hámarki og víða kom til óspekta. Var nú sendur þriggja stjörnu burgeis frá Penta- gon til þess að rannsaka þetta og húsvitja allar stöðvar. Hann hefur víst ekki verið ánægður með það sem hann sá, því að þegar hann kom til okkar var hann hræðilegur ásýndum. „Jeg hef sviít þrjá yfirformgja stöðu sinni, og sett tvo aðra undir herrjett," sagði hann um leið og hann steig út úr flugvjelinni. „Hver er yfirmaður hjer?“ „Hjer er hann,“ sagði jeg. „Jeg er Thistlewhite hershöfð- ingi,“ sagði hann. „llvernig er á- standið hjer?“ „Það er ágætt," sagði jeg. „Þetta hafa þeir allir sagt. Jeg skal nú komast að því... .“ Hann skoðaði refsiskrána og hon- um brá í brún þegar hann sá að síðan jeg tók við hafði engum manni verið refsað. „Verið þjer kyr hjer,“ sagði hann. „Jeg ætla að tala við piltana.“ Hann kom aftur eftir klukku- stund. „Dásamlegt,“ sagði hann, „dásamlegt. Þeir eru allir ánægðir. Þeir segja að hjer sjeu bestu liðs- foringjar hersins og enginn krefst þess að vera sendur heim. En á hin- um stöðvunum....“ Svona ljet hann dæluna ganga lengi. Að lok- um sagði hann: „Þjer eigið skilið að fá heiðursmerki fyrir framúr- skarandi þjónustu. Þjer hafið ekki hugmynd um hvaða framúrskar- andi stjórnsemi þjer hafið sýnt.“ „Jeg er ekki annað en óbreyttur liðsmaður, það er alt og sumt,“ sagði jeg. Hann sagði: „Já, það er einmitt galdurinn. Þjer kunnið að setja yð- ur í spor annara. Þjer þekkið af eigin reynslu hvernig er að ve:a undir aðra geíinn.“ Og svo var mjer afhent heiðurs- merkið með mikilli viðhöfn þá um kvöldið. Litlu seinna afrjeð herstjórnin að selja þær flugvjelar, sem ekki þurfti að nota, tuttugu hjá okkur. Spánverji kom og vildi fá þær. Víð sömdum og jeg setti hæsta verð á flugvjelarnar. Hann borgaði þær út í hönd, Og svo rjetti hann mjer að auki 5000 dollara. „Þjer hafið komið drrngilega fram,“ sagði hann, „og þessar flug- vjelar eru alveg eins og nýar. Þess vegna langar mig til að láta yður fá ofurlitla aukaþóknun.“ Mjer fanst rjett að þiggja þetta. Einhvemtíma kemur að því, sagði jeg við sjálfan mig, að jeg þarf á góðum lögfræðingi að hakla, og þa er gott að eiga þetta. Qg svo datt mjer nýtt í bug.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.