Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.11.1950, Síða 7
^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 655 STROKUMAÐUR - STRÍÐSHETJA ÞETTA er einhv'er undarlegasta sagan úr stríðinu. — Hún er af John Martini Sommers, sem komst til hárra metorða í flughernum og hlaut tvö aeðstu heiðursmerki hersins, en var svo stefnt fyrir herrjett af flot- anum, fyrir strok af skipi. Sagan er hjer eins og hann sagði hana sjálfur fyrir herrjettinum. IJAÐ var í septomber 1945. Jeg var þá aðstoðarmaður skipherraus á „Appleby“! Jeg sá um alt bókhaldið fyrir hann. Við höfðum verið í öll- um djöfulganginum á Okinawa. Þegar stríðinu lauk stóð til að skip- ið yrði sent heím til Bandaríkj- anna, en í stað þess var það sent til Manila. Og þarna lágum við í höfn dag eftir dag, og hitinn var óþolandi. Við frjettum að hermenn- irnir í landi væri mjög óánægðir og vildu endilega komast heim. Og jeg var sjálfur orðinn leiður ú lífinu þarna. Svo var það eitt kvöld þegar hit- inn var að drepa okkur, að jeg af- rjeð að fá mjer bað og steypti mjer í sjóinn eins og jeg stóð, í öllum fötum. Og vegna þess að jeg sá ljós í landi afrjeð jeg að synda þangað og skoða mig um í Manila. Jeg hafði heyrt að borgin hefði orðið fyrir miklum skemdum og langaði því til að skoða hana. Jeg gekk nú á land og á götu mætti jeg tveimur liðsforingjum úr flughernum. Þeir sáu krossborðann á treyunni minni og heldu víst að jeg væri leiðsögumaður á einhverju skipi. Annar þeirra sagði: „Nei, þarna kemur þá hafnsögumaður, og er holdvotur frá hvirfli til ilja. Heyrðu fjelagi, komdu með okkur og fáðu þjer hressingu.“ Jeg reyndi að komast undan þeim, en það var ekki hægt, því að þeir voru báðir talsvert kendir og heimtuðu að jeg kæmi með sjer. Við byrjuðum á því að fá okkur nokkra sopa af stút. Svo vildu þeir að jeg kærhi með sjer í liðsfoHngja- klúbbinn. Jeg var ófáanlegur til þess og sagði þeim að jeg væri sjó- maður og mætti ekki koma þar. Annar þeirra sagði þá: „Sjáðu hvað hann er votur, við verðum að út- vega honum þur föt.“ Svo drógu þeir mig inn í baðsal klúbbsins. Einhver var þar í baði og hafði hengt föt sín fyrir után. Jeg fór í föt þessa manns — það var einkennisbúningur yfirliðsfor- ingja — en faldi mín föt í rusli fyrir utan. Svo fórum við inn í klúbbinn og drukkum drjúgum, og þar dó jeg víst. Það næsta sem jeg man, var að jeg heyrði hvin í flugvjel og að tveír hermenn voru að reyna að vekja mig og heldu lyktarsalti upp að nefinu á mjer. „Vaknaðu liðsforingi,“ hrópuðu þeir. „Veistu ekki að þú átt að taka við nýju stöðunni eftir hálftíma?“ „Hvaða stöðu?“ spurði jeg. „Hamingjan sanna, hann man ekki einu sinni eftir því. Hjerna lestu fyrirskipan þína, og þá rifjast það máske upp fyrir þjer.“ Jeg var auðvitað enn í liðsfor- ingja búningnum, og nú fór ann- ar þeirra í vasa minn og dró þar upp skjal nokkurt. Það var stílað til Cbarles Wobbly yfirliðsforingja og var skipan um það að hann ætti að fara til flugvallarins Hobson Field á norðanverðri Luzon. Jeg hugsaði með mjer að best væri að láta sem ekkert væri, og reyna síð- ar með gælni að komast út úr þessu og um borð í skip mitt. Rjett á eftir kemur flugmaður ög segir að við eigum að leggja á stað eftir 15 mínútur og því sje best að jég revni að dubba mig upp áður. Hann ljeði mjer rakáhöld og jeg rakaði mig. Á meðan var jeg að brjóta heilann um það hvernig jeg gæti sloppið. Og jeg komst að þeirri niðurstöðu að best væri að fara til Hobson Field, en segja þar að jeg hefði gleymt öllum farangri mínum í Manila, fá svo leyfi til að sækja hann. Tækist það var jeg viss um að komast aftur í skip mitt. Flugvjelin lenli á Hobson flug- velli og þrír liðsforingjar tóku á móti mjer. Það voru þeir Baker majór, yfii’foringinn þarna, Royal kapteinn og Girak yfirliðsforingi. Hann faðmaði mig og sagði: „En hvað jeg er feginn að þú ert kominn. Jeg hef verið vitlaus í ó- yndi síðan þú fórst frá San Francis- co.“ Baker majór spurði: „Kantu bók- færslu? Það verður aðalverk þitt hjer að annast skrifstofustörfin." Jeg sagði honum að jeg gæti það, og mjer fanst þetta skrítið, þar sem bókfærsla hafði verið aðalstarf mitt á „Appleby“. Svo sagði jeg frá farangri mín- um, að hann hefði óvart orðið eftir í Manila og jeg þyrfti endilega að skreppa þangað til að sækja hanru „Hvaða vitleysa," sagði Girak liðsforingi. „Farangurinn verður sendur hingað eftir nokkra daga. Jeg er á förum hjeðan og þarf ekki á einkennisbúningi mínum að halda. Við erum líkir á stærð. Þú getur fengið hann og öll mín föt.“ „Auðvitað,“ sagði majórinn, „það Frh. á bls. 559.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.