Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Qupperneq 1
1 Frásagnir Jóns Sverrissonar Fjárrekstur í byl á LANDMANNALEIÐ liggur milli Skaftártungu og Landssveitar, fyrir norðan Torfajökul og Heklu, og eru þar um 200 km. milli byggða. Leiðarmerki voru þar fvrr- um og öll tölusett og talið frá austri til vesturs. Voru þau um 800. Var þetta talin 16 stunda reið að sum- arlagi, og því hægt að komast byggða milli á einum degi. Á þessum slóðum er víða ann- áluð náttúrufegurð, enda er Land- mannaleið talin einhver fegursti fjallvegur á íslandi þegar vel viðr- ar. En það er sitt hvað að ferðast þarna um hásumar, sér til skemmt- unar, eða fara þar með fjárrekstur á haustin í snjó og stórhríðarbylj- um. En það urðu Skaftfellingar að gera árum saman og komust þá oft í hann krappan. Fræg er orðin för þeirra bræðra Eyólfs og Runólfs Runólfssona á Maríubakka í Fljóts- hverfi, er þeir fóru þessa leið með fjárrekstur 1858 og voru 10 daga á fjöllum í stórhríðum og frosti. Þótti sú för meir gerð af kappi en forsjá. Margar aðrar haustferðir urðu sögulegar og spurði eg því Jón Sverrisson hvort hann gæti ekki sagt mér eitthvað af þeim. Jú, hann kvaðst geta sagt mér af einni haustferð, er hann fór sjálfur þessa leið með sauðfjárrekstur, og var sú saga á þessa leið; EFTIR að eg var kosinn deildar- stjóri Álftaversdeildar í Sláturfé- lagi Suðurlands, var það eitt af skylduverkum mínum að sjá um að sláturfé kæmist til sláturhúss- ins í Reykjavík í tæka tíð. Það var ákveðið fyrirfram hvenær hver deild skyldi slátra sínu fé, og væri féð ekki komið á vissum degi. gátu af því hlotist árekstrar og óþarfa tafir. Að þessu- sinni höfðum við í Álftaveri samið við Skaftártungu- menn um samrekstur yfir fjöllin. Hafði það verið gert einu sinni áð- ur og gafst vel að því leyti, að þá komst hvor deildin af með einum manni færra við reksturinn, og varð því kostnaður minni, en ef rekið var í tvennu lagi. Samfylgd bregzt Samið hafði verið um að leggja á stað úr Skaftártungu á fimmtu- fjöllum Jón Sverrisson degi. En þar sem við áttum lengr} leið, lögðum við á stað á miðviku- degi, og vorum þrír rekstrarmenn með rúmlega 200 fjár. Þennan fyrsta dag urðum við að fara yfir þrjú vötn, Skálm, Hólmsá og Tungufljót. Það gekk allvel, en er við komum í Skaftárttmgu, frétt- um við að þeir hefði lagt á stað með sinn rekstur a þriðjudag, og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.