Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Side 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 487 gefnir voru í tilefni af endurnýun hennar 1951. Þar á meðal er út- skurðarmynd á vegg (táknmynd af bæninni), skírnarfontur, tveir þrí- arma kertastjakar úr silfri og núm- eratafla úrskorin ásamt kassa með talnaspjöldum. Gjafir þessar eru frá sóknarmönnum, og má þá um leið geta þess, að sóknin er nú stærri en upphaflega. Árið 1879 voru Breiðavíkurþing lögð niður sem sérstakt prestakall, kirkjan á Knerri rifin og eiga Breiðvíkingar síðan kirkjusókn að Búðum. Búðakirkja er fremur lítil nú orðið, en hún hefir verið vel við vöxt þegar hún var reist. í henni eru nú 8 bekkir að norðan og ein- um færra að sunnan, því að þar tekur prédikunarstóll úr. Geta 4 setið í hverjum bekk og eru því 60 sæti í framkirkju. í kórnum eru tveir bekkir, sinn undir hvorri hlið. Þar er orgel að norðanverðu, og þar er söngflokkurinn. Við vorum þarna við messu hjá séra Þorgrími Sigurðssyni á Staðarstað; þar voru og nokkrir aðrir sumargestir og var framkirkjan þétt setin. Ung kona lék á orgelið, og þótt það sýndist gallagripur, náði hún úr því fögr- um tónum. Söngurinn var góður og prestur helt skörulega ræðu um óbifanlegt gildi trúarinnar á öld tækni og kjarnorku. Og sólin skein glatt inn í kirkjuna og geisl- ar hennar fellu á altarismyndina, sem enginn veit af hverju er. — ★ — Það eru furðu mörg minnismerki í kirkjugarðinum á Búðum. Eg taldi þar 13 legsteina og auk þess hefir verið steypt umhverfis tvö leiði, en minningartöflurnar ekki komnar á þau. Einn af fyrstu mönnunum, sem grafnir voru í þessum kirkjugarði, ef ekki sá fyrsti, var Guðmundur Bergþórsson skáld, en á leiði hans er enginn minnisvarði og óvíst að það þekkist nú. Guðmundur var bæklaður frá barnæsku eða visinn öðrum megin. Var því um kennt, að móðir hans og fóstra hefði heit- ast svo heiftúðugt yfir vöggu hans að það hefði bitnað á honum á þenna hátt. Og svo kvað hann síðar: Býst eg við að gefnar gulls gustkaldar í orðum, að mér búi enn til fulls ekki síður en forðum. Guðmundur var bráðgáfaður mað- ur og talandi skáld. Er mikið til af ljóðum hans bæði prentuðum og óprentuðum (í Landsbókasafni). Sagt er að Jón biskup Vídalín hafi komið að Stapa meðan Guðmund- ur var þar og setið lengi á tali við hann. Að því loknu á biskup að hafa kveðið þessa vísu: Heiðarlegur hjörvagrér, hlaðinn mennt og sóma, yfir hann eg ekkert ber utan hempu tóma. Guðmundur var seinast skrifari hjá kaupmanni á Búðum og átti þá heima í Klettabúð, (sem sumir nefna Klettakot). Þar andaðist hann 1705. Rétt við suðvesturhorn kirkj- unnar er einkennilegur legsteinn. Er það há hella úr íslenzku bergi, ferhyrnd, og snýr öfugt við alla aðra legsteina, því að í stað þess að leturflötur snúi móti austri, snýr hann gegnt suðri. Sagt var mér að hellan hefði staðið rétt áð- ur, en hún hefði eitt sinn fallið í ofsa veðri. Lá hún svo þannig all- lengi umhirðulaus. þangað til ein- hverjir tóku sig til á þessari öld, steyptu undir hana og reistu hana að nýu, en sneru henni þá öfugt. Þetta er minnisvarði Steinunnar Sveinsdóttur, sem kirkjuna reisti. Efst á bakhlið steinsins er útflúrs- bekkur, en að framan hefir verið stór leturflötur og er mest af því alveg ólæsilegt. En efstu línurnar má lesa: HJER ER LÖGÐ STEINUNN SVEINSDÓTTIR KONA GUÐMUNDAR GUÐ . . . v Allt miðbik steinsins er svo hörmu- lega útleikið, að maður freistast til þess að ætla að fiskur hafi verið barinn á steininum á meðan hann lá flatur. Það er að minnsta kosti áreiðanlegt að vindur, frost og regn hafa ekki getað leikið hann þannig, og allra sízt aðeins nokkurn hluta af honum. Neðstu línurnar hafa ekki orðið fyrr þessum skemmd- um, en þar hafa skófir sezt í staf- ina, svo að þeir verða ekki hreins- aðir nema á löngum tíma. Það er dapurlegt að þannig skuli hafa farið um minnismerki þessarar gagnmerku konu. Skammt austur af þessum steini er legsteinn séra Þorkels Eyólfs- sonar, sem seinast var á Staðar- stað. Hann dó á Búðum hjá Kjartani syni sínum fyrir jólin 1891. Þar fyrir austan er stærsta minnismerki garðsins og var mér sagt að kapella væri þar undir. Þetta er legsteinn Finnboga G. Lárussonar kaupmanns, Bjargar Bjarnadóttur fyrri konu hans og fjögurra barna þeirra, Bjarna, Hólmfríðar, Guðmundar og Þuríð- ar. Þar til hliðar er einkennilegasti legsteinninn í garðinum. Hann er á leiði Einars bónda Magnússonar frá Syrði-Knarrartungu í Breiða- vík, sem lézt 1943. Þetta er íslenzk- ur steinn, óhöggvinn nema fram-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.