Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1960, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 485 Legsteinn Einars Magnússonar í Buðakirkjugarði. staðurinn er skoðaður, vekur það þegar athygli, að kirkjan stendur svo að segja nyrst í kirkjugarðin- um. Er það óvanalegt, þegar ekki er um útfærða kirkjugarða að ræða. En þegar munnmælasagan er höfð í huga, grunar mann að kirkjan hafi upphaflega verið reist þarna á klapparnefi, og aust- an hennar og sunnan hafi verið hraunkvosin, og hafi hún smám saman verið fyllt með sandi, lík- lega á mörgum árum. Kirkjan var upphaflega torf- kirkja og reisti Bent hana árið 1702 „að mestu á sinn kostnað, með því er kaupmenn og skiparar bættu við, fekk hún skrúða og aðra gripi“, segir í prestatali Sighv. Gr. Borg- firðings. Kirkjan var síðan eign bænd- anna á Búðum. Henni voru lögð 4 kúgildi og skyldu leigur af þeim nægja til prestsgjalda. Þegar Jakob Eiríksson tók þar við búi, var kirkja Bents orðin mjög hrörleg. Jakob reif hana þá og reisti þar nýa torfkirkju, vandaða mjög. Árið 1816 var Búðakirkja af- numin með konungsbréfi, og mun það einkum hafa verið fyrir tilstilli séra Guðmundar Jónssonar, er þá helt Staðarstað. Guðmundur Guð- mundsson verslunarstjóri átti þá kirkjuna og sárnaði honum þetta mjög og svo ýmsum Búðamönnum. Var þrjózkast við að leggja kirkj- una niður og komust Búðamenn að samningum við sóknarprestinn að hann skyldi messa þar tvisvar eða þrisvar á ári. Fór svo fram um hríð og árið 1820 lét Guðmundur gera allsherjarviðgerð á kirkjunni, svo að hún var sem ný. Mun hann hafa vonað að konungsbréfið yrði aftur- kallað, og fór hann þess á leit hvað eftir annað. En það var sem að klappa harðan steininn. Liðu svo enn 12 ár. Þá var Guðmundur orð- inn þreyttur á þessu stímabraki og breytti nú kirkjunni í skemmu. Nokkru sieinna var hún rifin og stóð tóftin eftir og var þar geymd- ur mór. Guðmundur andaðist 1837, en Steinunn kona hans bjó þar eftir. Nú var það á öndverðu vori, skömmu eftir lát Guðmundar, að Steinunn húsfreya fór út í gömlu kirkjutóftina til þess að breiða móinn móti sól, því að frost var í sumum mókögglunum. Meðan hún var að þessu sótti hana svo mikill svefn, að hún gat með engu móti haldið sér vakandi. Lagðist hún svo á tóftarvegginn og sofnaði þegar. Dreymir hana þá, að Bent gamli Lárusson kemur til hennar og segir að sér hafi sárnað það mjög, að maður hennar skyldi rífa kirkjuna, en kveðst treysta henni til þess að reisa kirkjuna að nýu, ef hún sæi til þess nokkur ráð.' Þegar Steinunn vaknaði, íhugaði hún draum sinn vandlega og komst að raun um að hann væri ekki nein markleysa. Bent gamla væri það enn mikið áhugamál, þótt hann hefði nú legið lengi í gröf sinni, að kirkja væri alltaf á Búðum. Og það er sögn manna að hún hafi þá heitið því að reyna að verða við bón hans. Hófst hún síð- an handa um að fá að reisa kirkju á Búðum fyrir sitt fé, en kirkju- stjórnin vildi ekkert sinna málinu. Þá sendi hún og Búðamenn hverja bænarskrána á eftir annari til kon- ungs um að fá kirkju. En þungur var róðurinn og leið svo hvert ár af öðru. Steinunn gafst þó ekki upp, henni var fullkomin alvara að koma upp kirkju á Búðum. Og hér sannaðist hið fornkveðna, að sá hefir sitt fram sem þrástur er. Hinn 9. júní 1847 er gefið út konungs- bréf til stiftsamtmanns og biskups á íslandi um kirkju á Búðum, og var það birt á prestastefnu í Reykjavík í júlí 1848. í bréfi þessu segir Kristján 8. konungur, að kansellí hafi lagt málið fyrir sig, ásamt áliti rentukammers, stift- amtmanns og biskups, og hann hafi ákveðið: að sóknarmenn á Búðum megi endurreisa kirkju þá, sem lögð var niður 1816, með þeim skilyrðum,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.