Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 455 Sir William Craigie maður og hið prýðilegasta skáld. Síra Ólafur Halldórsson, skólameist- ari í Skálholti og prestur á Stað í Steingrímsfirði, hélt einnig áfram verki Magnúsar eftir lát hans, orti tvær rímui1, sem einnig eru nú prentaðar. Báðir eru þeir Pétur og sira Ólafur Magnúsi fremri um hag- mælsku, enda þótt hagmælska hans sé í góðu lagi. Páli Eggert Ólasyni var það kappsmál að sjá þessar rím- ur út gefnar, en ekki auðnaðist hon- um að sjá ósk sína uppfyllta. Þetta bindi, hið tíunda í safninu, er hið stærsta sem Rímnafélagið hef- ir enn látið frá sér fara, eða um 580 síður, enda er inngangsritgerðin bæði mikil og merkileg. Útgefandinn nefnist Grímur M. Helgason, ungur maður, sem við skulum vona að eigi mikið starf óunnið, því ber- sýnilega er þar kominn fram á sjón- arsviðið efnilegur fræðimaður. Feiknamikið starf hlýtur að liggja að baki þessari útgáfu Pontus rimna; handrita-samanburður er svo ítarlegur og orðamunur svo mikill tilfærður að ég held ekki að slíkan sé að finna í neinu hinna bindanna. Því miður verður ekki sama lofsorði lokið á skýringar útgefandans; þær eru alltof knappar, langtof knappar. Vera má að fyrir þessa mállærðu menn sé það torvelt að finna réttan mælikvarða, en þá mundi ég segja að betur væri of en van. Ég verð hér að miða við sjálfs míns þörf. Ég las að vísu ekki textann svo, að ég bryti heilann um merkingar, en ég hygg að það sem í þessu efni er ófullnægjandi fyrir mig, það sé ó- fullnægjandi öllum þorra almúga- manna. Það er þá líka sama og að segja að þarna sé útgáfunni skað- lega áfátt, og vona ég að bendingin verði tekin til greina við útgáfur Rímnafélagsins framvegis. Það tak- mark verður að setja að þær full- nægi sæmilega greindum mönnum ó- lærðum, sem þessa grein bókmennta okkar vilja lesa. Ef til vill hefi ég gerzt brotlegur við mannasiði í þessari grein með því að minnast of snemma á bók þessa á opinberum vettvangi. Hún mun yfirleitt ekki enn komin félags- mönnum í hendur. Það var gert af. góðsemi að láta mig hafa hana fyr en skyldi til þess að stytta mér stundir er ég lá sjúkur í nokkra daga. En ég vona að ekki verði tek- ið hart á því, sem ekki er nema formsatriði. Áttunda bindi, sem vitanlega átti að koma á undan þessu, hefir seink- að nokkuð sökum lasleika útgefand- ans, Dr. Bjöms K. Þórólfssonar, en væntanlegt mun það mjög bráðlega. Eru það Brávalla rímur Árna Böðv- arssonar á ökrum, sem var lærður maður og hefir jafnan verið talinn til öndvegisskálda átjándu aldar (d. 1776). Ég hefi fengið að fylgjast svo með starfi vinar m’ins við út- gáfu bókarinnar að ég veit að út- koma hennar verður ekki lítill við- burður. Þar koma fyrir almennings- sjónir niðurstöður svo grandgæfi- legra rannsókna á verkum og rit- höfundarferli þessa skálds að enn er ekki um slíkar að ræða á neinum öðrum rithöfundi átjándu aldar. Og svo hafa verk Björns reynzt traust að fáa ætla ég munu komast til jafns við hann. Bók hans um Rímur jyrir. Dr. Finnur Sigmundsson 1600 er það undirstöðurit sem mér er nær að ætla að aldrei muni úr- eldast. Um þann hluta Pontus rímna, sem Magnús Jónsson kvað, má segja að útgefandi þeirra standi algerlega á herðum Björns. Ekki er þetta sagt honum til niðrunar, því svo mundi hafa orðið hver sem út hefði gefið. Mikill fengur er það fræðimennsku í landinu þegar slík rit verða tiL Þessa bók virðist mér að óumflýj- anlegt muni að endurprenta áður langir tímar líða, því hún er með öllu ófáanleg, og með öllu ómiss- andi. Ljósprentun er sjálfsögð. Af hinum fyrri bindum safnsins, þætti mér liklegt að ekkert yrði vin- sælla en níunda bindið, Stakar rím- ur frá 16., 17., 18. og 19. öld. Fjöl- breytnin er þar svo mikil. Þorri manna kannast við sumar þessara rímna að nafni til, en naumast öllu meira. Svo er fyrst og fremst um Tímarímu Jóns Sigurðssonar. Hún hafði áður verið prentuð fimm sinn- um, en þessi sjötta útgáfa hennar mun taka öllum hinum fram. Svona oft hefir aðeins ein ríma önnur ver- ið gefin út: Hjálmarskviöa Sigurðar Bjarnasonar, sem hefir verið prent- uð fimm sinnum (þar af tvisvar vest- an hafs) og auk þess einu sinni komið út fjölrituð. Mín útgáfa af

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.