Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 6
458 LESBOK MORGUNBLAÐSINS yfir rímnamálið. Væri æskilegt að sem fyrst yrði unt að hverfa að því að orðtaka þær rímur sem þegar er búið að prenta, og halda þVi verki áfram eftir því sem ny bindi bæt- ast við. Orðabók Finns yrði vænt- anlega tekin upp í þessa miklu yfir- gripsmeiri bók. Hér á landi tíðkast það minna en skyldi að jafnvel fræðimenn láti milliblaða þær bækur, sem á einn eða annan hátt má bæta um. Ein- tak mitt af orðabók Finns hafði ég látið binda milliblaðað til þess að geta innfært í það orð og fá- tíðar kenningar úr öðrum rímum en þeim, sem hann safnaði úr, en ekki var þetta fyr en skömmu áður en ég fargaði bókasafni mínu. Eins fór ég með málsháttasafn hans og var búinn að bæta þar inn tals- verðu, ekki sízt málsháttum er hon- um hafði skotist yfir í fornum rit- um. Eftir fimmtán til tuttugu ár hér frá ætti að mega gefa bókina út, og í síðari útgáfum mundi svo verða bætt um frumútgáfuna. Það á óum- flýjanlega langt í land að rímna- málið verði kannað til fulls, og yfir það verður alla tíð nauðsynleg sér- stök orðabók, alveg eins og yfir hið foma skáldamál. Og vegna orða- bókarinnar er það æskilegt að skýr- ingar við hverjar þær r'imur sem út eru gefnar, séu gerðar sem gleggst ar og nákvæmastar. í orðabókinni mundi oft reynast hentugt að vísa til þeirra. Það kemur löngum fram í seinna verkinu sem gert er í því fyrra. Svo segir gamalt orðtak. Fyrirkomulag það, sem Rímna- félagið hefir haft á útgáfum sínum, má heita hreint ágætt. Það er sá grundvöllur sem Craigie lagði með útgáfu sinni af Skotlands rímum, að viðbættum nafnaskrám, sem í hart- nær hverju tilfelli mega heita nauð- synlegar og sjálfsagðar. Nafna- skrárnar við Pontus rímur. eru til fyrirmyndar. Þó vildi ég leyfa mér að leggja til að framvegis yrði tek- in upp sú umbót að stjörnumerkja í texta þau orð eða þá staði sem fjallað er um í skýringum og at- hugasemdum. Þetta hefir Jón Ey- þórsson gert í sinni merkilegu út- gáfu af Feröabók Þorvalds Thorodd- sens og er til stórkostlegs hagræðis. Þá vildi ég og að aftur yrði tekinn upp sá háttur að prenta innan á kápu nöfn og númer þeirra félags- manna, er við bætast. Ég veit ekki hvers vegna hann -var nokkru sinni lagður niður. Gjama mætti líka prenta þar skrá yfir þá félagsmenn er út ganga. En ég geri ráð fyrir að það yrðu þeir einir er látast. Að endingu tel ég svo það verk- efni hvers félagsmanns að gera sitt ítrasta til þess að efla félagið, og það þá einkum með þvi að draga inn nýja menn. Slíkt er að vinna þjóðinni. Rímurnar eru hluti þess þjóðararfs sem okkur er falið að ávaxta. í BANDARÍKJUNUM er stöðugt eytt meira og meira fé til rann- sókna á því hvernig kjarnorkan geti orðið landbúnaðinum að lið>i. Árið sem leið (1960) var varið 9 miljónum dollara til þessara rannsókna, og gert er ráð fyrir að útgjöldin verði hálfu meiri á þessu ári. Rannsóknir þessar eru fjöl- þættar. Með þeim á að komast að því hvernig hægt muni vera á auðveldastan hátt að auka gróður Hér að framan hefi ég hlífðarlaust átalið það sem ég tel að miður hafi farið um stjórn Rímnafélagsins. Og það munu allir játa að þetta sé harla lítið í samanburði við hitt, sem vel hefir verið, og sumt raunar með ágætum. Rétt er svo að ég láti það verða síðasta orðið að lýsa yfir þeirri skoðun minni, að þegar tekið er tillit til féleysis félagsins og allra hinna mörgu byrjunar-erfiðleika, þá megi í rauninni segja að það hafi þegar unnið þau afrek, sem merki- leg megi kalla, og að ástæða sé til að vænta mikils af því í framtíð- inni. Sumir þeirra manna, er bezt hafa dugað því, taka nú að gerast rosknir, og því er það höfuðnauðsyn að glögglega sé skygnst eftir efni- legum fræðimönnum ungum, er fram á sjónarsviðið koma. Verkefnin sem félagsins bíða eru svo ægilega stór að horfa verður langt fram í tim- ann og, eftir þvi sem unt er, miða starfið við ókomna tíð og þær kyn- slóðir, sem hún kemur með. jarðar, bæta ýmsar tegundir nytjagróðurs, og hefja hernað gegn vágestum þeim, sem stórlega spilla nú uppskeru á hverju ári. En rannsóknir þessar hafa ekki hlotið einskæra ánægju hjá land- búnaðinum. Ýmsir eru svartsýnir og telja að þetta muni síður en svo verða landbúnaðinum til gagns. Þeir segja sem svo: Land- búnaður í Bandaríkjunum er nú þegar kominn á svo hátt stig, að meira er framleitt heldur en Kjarnorka í þágu landbúnaðar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.