Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 457 Ekkl skyldi þess látið ógetið að nokkru eftir að Rímnafélagið var stofnað, gaf Sir William Craigie því það sem þá var óselt af Skotlands rímum. Þau fyrirmæli fylgdu gjöf- inni að bókina mætti ekki selja, heldur skyldi hverjum innlendum félagsmanni gefið eintak af henni, meðan upplagið entist, er hann gengi í félagið. Nú mun þykja nóg sagt um for- tíðina; en ekki er þó sæmilegt að skiljast svo við hana að ekki sé vítt það er víta ber. Lög félagsins skipa svo fyrir skýrt og ótvírætt að aðalfundur þess skuli árlega hald- inn í nóvembermánuði. Ætla mætti að engum kæmi til hugar að víkja þessu ákvæði til hliðar, nema alveg óviðráðanlegar orsakir krefðust þess, t. d. drepsótt eða aðrir válegir at- burðir. Raunin hefir þó orðið önn- ur, þv'i nú um árabil hefir félags- stjórnin hreinlega látið sem sér kæmi þetta ákvæði laganna alls ekki við og jafnvel alveg látið fund- arhald undir höfuð leggjast. Þannig er þegar þetta er ritað, nær septem- berlokum 1961, enn ekki farið að halda fund þann, er haldinn skyldi hafa verið í nóvember 1960. Slík „stjórnsemi" er vitanlega með öllu óþolandi og haldi henni áfram, hlýt- ur þessi háttur að drepa traust félagsmánna á sjálfu félaginu. Fyrir þetta hefir líka árum saman, lengri og skemmri tíma í senn, setið að völdum að nokkru leyti ólögleg stjórn; því lög félagsins mæla svo fyrir að árlega skuli ganga úr stjórninni einn maður, sá er lengst hefir setið í henni. Þetta skynsam- lega ákvæði var tekið í lög til þess að varna því, sem of mjög tíðkast í íslenzkum félögum, að mað- ur eitt sinn kosinn í stjórn sitji í henni meðan hann getur tuggið smjerið. Þetta drepur okkar félög; það er reynslan búin að margsanna. Með því sem þegar yar sagt, er vitanlega ekki verið að gefa í skyn að ólöglega stjórnin hljótí að vera miður skipuð en sú löglega. En lög- um ber að hlýða. Þá er nú að minnast að lokum lítillega á verkefni þau, er bíða að- gerða félagsins. Meginverkefnið er vitaskuld sjálfgefið og augljóst, enda skilgreint í lögum þess: að gefa út rímur, gera sem mest að þvi og að gera það sem bezt. En í rauninni er það ekki svona einfalt. Fleira þarf að gera en að slá og róa. Og það er ekki heldur sama hverjum tökum útgáfustarfsemin er tekin. Ekki er mér kunnugt um fjárhag félagsins; um hann er sennilega engum kunnugt nema stjórninni. En ekki nær það nokkurri átt að með þeim afköstum sem það hefir sýnt (enda þótt við hefðum kosið að þau hefðu verið meiri) geti hann verið öðruvísi en nokkuð þröngur, þrátt fyrir höfðinglegan stuðning Alþing- is. Nú vitum við að á stokkunum er hjá félaginu reglulegt stórvirki þar sem er rímnaskrá sú hin mikla er Finnur Sigmundsson er búinn að vinna að í þrjá áratugi eða lengur. Þegar hún er komin, gerbreytir hún allri aðstöðu til þess að sinna lang- stærsta þætti bókmenta okkar. Það kann því að þykja sýna miðlungs- hollustu að hvenær sem þetta verk hefir borið á góma milli mín og höfundarins, hefi ég heldur latt hann en hvatt að hraða því. En þetta var nú það sem skynsemi mín sagði mér að gera. Að Visu getur verkinu aldrei orðið lokið, eða þó a.m.k. ekki fyr en löngu eftir að öll skáld hafa lagt niður að yrkja rímur; og þess vildi ég óska að enn yrði langt að bíða. En þó að aldrei geti alt komist að sem þarna á heima, þá er þó æski- legt að sem flest mætti nást. Og sífelt er eitthvað að koma í netið. Um annað er vitað meira og minna óljóst, og eftir því er fiskað. Rétt sem dæmi má geta þess, að vitað er að Holta-Þórís rímur eftir þá Jón Sigurðsson og Símon Dalaskáld voru í eigu Pálma bóksala á Akureyri, sonar Jóns, og var Konráð Vil- hjálmsson búinn að ganga frá hand- ritinu til prentunar. En ekki hefir fengist um það vitneskja hvað af þessu handriti varð þegar Pálmi féll frá. Vonandi er að upp á því hafist, og mundi Friðjón Skarphéðinsson bæjarfógeti manna liklegastur til þess að komast til botns í málinu. Nú er skránni svo langt komið að búið er að setja fyrra bindi henn- ar, en ekki trúi ég að ráðlegt væri að prenta það á þessu ári. Hitt er svo annað mál, hvort hugsanlegt kynni að vera að koma öllu ritirm út fyrir árslok 1962. Ég held ekki að vit væri í að hraða verkinu meir en svo að þetta gæti orðið. Það hlýtur að verða Rímnafélag- inu nokkuð erfitt að standa undir þessari útgáfu, og ég fæ ekki séð hvernig stjórnin ætti að geta ráðist í aðrar fjárfrekar útgáfur fyr en rimnaskráin fer að skila aftur nokkru af því fé, sem til hennar fer nú um sinn. Á hinn bóginn væri það neyð- arúrræði að láta með öllu verða hlé á útgáfu rímna (það mundi kæla áhuga félagsmanna), og því eðlilegt og æskilegt að félagið snúi sér að sem kostnaðarminstum útgáfum í svipinn. Það er öllum mönnum ljóst að fyr eða síðar verður að endurprenta hið mikla rímnasafn Finns Jónsson- ar, sem fyrir löngu er horfið af markaðinum og aldrei barst hingað til lands nema í sárfáum eintökum. í þvi eru 28 (eða öllu heldur 30) flokkar. Og ásamt því virðist einsætt að endurprenta útgáfu hans af Hrólfs rímum og útgáfu PálmaPáls- sonar af Króka-Refs rímum. Bækur þessar mundu einfaldlega verða ljós- prentaðar. Eitt af brýnustu verkefnum fé- lagsins verður að sjálfsögðu orðabólt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.