Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.10.1961, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 463 hann verið miklu stærri og verið seinna uppi. Og vegna þess hvað hann var stór, höfðu vísindamenn skírt hann „dinotherium maxi- mus“. Seinna fundust svo í Þýzka- landi leifar að enn stærri fíl af þessari tegund, og voru tennur hans þrjú fet á lengd. Var honum nú gefið nafnið „dinotherium gig- antissimus“. Nöfnin „stækkuðu" eftir því sem stærri og stærri fíl- ar komu í leitirnar. En hvaða „stórt“ nafn geta menn nú fundið handa fílnum, sem fannst hjá Olduvai? Tennur hans eru 5 fet, mældar í beygjunni. Dr. Matthew W. Stirling vill kalla hann „mira- bilis“, eða hinn furðulega. Allt benti til þess að fíll þessi hefði orðið fastur í keldu og frum- mennirnir gengið þar af honum dauðum og brytjað hann niður, því að mikið af steinhnífum fannst á meðal beinanna. Fíll þessi hefir verið furðulega sterkur í kjálkunum. Allar skepnur tyggja á þann hátt að hreyfa kjálkana, en það hefir ekki verið lítið erfiði fyrir þennan fíl með tvær 5 feta langar höggtennur og gildar að því skapi, hangandi við kjálkana. Árið sem leið fannst ógrynni af beinum úr smákvikindum, aðal- lega kjálkar og tennur. Þ?r voru mýs, rottur, fuglar, snjáldurmýs og snákar. Úr sumum þeirra voru kjálkarnir svo litlir, að sex kom- ust fyrir á þumalnögl. Það er bæði seinlegt og vandasamt verk að losa slík bein úr berglaginu, en þó tilvinnandi vegna þess, að þessi bein gefa miklar upplýsing- ar um hvernig veðráttu hefir ver- ið farið á þessum slóðum þegar þessi dýr höfðust þar við. Og þessi bein eru gagnólík beinum sams- konar dýra, sem nú lifa á eyði- mörkum. Það má því telja víst að þarna hafi verið votviðrasamt og mikill gróður á dögum þessara dýra. En í efri berglögum hafa fundizt bein úr sömu dýrategund- unum og þau eru frábrugðin og sýna að þá hefir jörðin verið far- in að sviðna af þurki. Og þetta hefir auðvitað haft mikil áhrif á kjör þeirra manna, sem þarna höfðust við. Þarna hafa fundizt bein úr svíni, sem var á stærð við nas- hyrning, og var með gríðarlega stórar vígtennur. Þarna hafa fundizt bein úr kindum, sem hafa verið sex fet á herðakamb og með horn svo stór, að 4—5 metrar hafa verið milli stiklanna. Þarna fundust bein úr hálsstutt- um og luralegum gíraffa, sem hefur haft greind horn líkt og elgur. Og þar fannst aparisi, sem hefir verið svo stór, að gorillaap- inn mundi vera sem dvergur hjá honum. Nú hefir fundizt þarna haus- kúpa af manni, sem var uppi löngu seinna en Zinjantrophus, og þykir þó merkileg. Hún er af svo- nefndum Chelleanmanni. Það var árið 1846 að fyrstu minjar um steinaldarmennina fundust hjá Chelles í Frakklandi og síðan hef- ir sú menning verið kennd við Chelles. Minjar þessarar menning- ar, allskonar áhöld og vopn úr steini, hafa síðan fundizt víðsveg- ar í Afríku, Asíu og suðvestan- verðri Evrópu, en ekki hafi tekizt að finna nein mannabein frá þeim tíma. Eftir áhöldunum sem fund- ust gátu menn gert sér nokkra grein fyrir því hvernig þessir steinaldarmenn höfðu veriðr en ekki hvernig þeir höfðu verið álitum. Árið 1954 rakst dr. Lea- key þó á tvær mjólkurtennur í Olduvai og taldi víst að þær væri frá þessu tímabili, því að á líkum slóðum hafði hann fundið mikið af stelnáhöldum sem sóru sig í Chellean-ætt. En svo rakst hann af tilviljun á hauskúpu, sem var að blása upp, og hún reynd- ist af Chellean-manni. Ýmsar upplýsingar hafa fengizt um þetta steinaldar mannkyn. Þeir höfðu t. d. fundið upp val- slöngu. Hún hefir verið þannig gerð, að þrír hnullungssteinar hafa verið látnir í skinnpoka og síðan bundnir á löng ólarreipi, en endar reipanna bundnir saman. . Þessari slöngu hefir veiðimaður síðan varpað að veiðidýri og stefnt á fætur þess, en við það sveifluðust steinarnir um leggina og dýrið flæktist í reipunum og var þá auðunnið. Dr. Leakey þyk- ist hafa fundið marga af steinum þessum, sem notaðir voru í þessu skyni, en skinnpokarnir og ólar- reipin eru vitanlega orðin að engu fyrir löngu. Án þessarar veiði- brellu hefði steinaldarmönnum veitzt erfitt að leggja stór dýr að velli með þeim vopnum, sem þeir höfðu, en fornleifarnar þarna sýna, að þeir hafa veitt stór dýr. En það gat Zinjantrophus ekki. Hann varð að lifa á þeim dýrum, sem hann gat náð með höndun- um. Það þykir athyglisvert, að Chellean-maðurinn hefir senni- lega verið byrjaður á því að mála sig. Þarna í bækistöðvum hans fannst hrúga af rauðum leir. En sá leir hefir ekki verið til á þeim slóðum þegar hann var uppi og hefir því verið fluttur að langar leiðir. Hinir merkilegu fornleifafundir á þessum stað og aldursgreining þeirra munu eflaust eiga eftir að gjörbreyta ráðandi skoðunum vís- indamanna, svo sem jarðfræðinga og mannfræðinga, á sögu jarðar og jarðlífs.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.