Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 24

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 24
JóIablaS 1929: B ■ LANÐSSO Eítir Einar Benediktsson egar ég var sjálfur orðinn sannfærður um það, að land vort geymir óhrekjanlega vitn- isburði um mannvistir og þekking á íslandi, f jölda alda fyrir svonefnda sögu lands vors, reyndi ég fyrst að athuga nokkur meginatriði sem að þessu lúta. Ég gerði þetta að um- ræðuefni í brezkum vísindalegum félögum og ritaði ýmsar greinir, er að því lutu, hingað og þangað. Kross i helli að Ægissíðu, höggvinn fyrir landnámsöld. Nokkrum árum síðar veittist mér kostur á því að kynna mér hin stórvægilegu mannvirki í Rangár- vallasýslu og síðan hafa smátt og smátt bætzt við sönnunargögnin um eldforna forsögu hins norðvestlæga eylands, ýmis mannvirki, víðs veg- ar um allt ísland, sem öllum vitan- lega stafa frá ævagömlum öldum, löngu fyrr en Rómverjar, Grikkir og Púnverjar vissu deili á Sólar- landinu Tíli. Tala þau nú því hærra um aldur sannsögu vorrar, sem tímar líða lengur. Ég hefi látið þess getið áður, í þeim örstuttu og fáu greinum, sem ég hefi nú fyrir skömmu ritað um forsögu vora, að ég vildi vekja athygli alþjóð- ar á íslandi um hina óheyrilegu van- rækslu, er þetta mál hefir orðið fyrir, einmitt nú þegar efni vor og fjöldi vænlegra fróðleiksmanna meðal vor, gera oSs fært að leggja mikinn skerf til vísindalegrar meðferðar á eldforn- um fræðum vorum. Örsmá sýnishorn hinna forsögulegu minja eru iátin fylgja hér með, til þess að reyna að vekja nokkurn áhuga um þetta stórvægilega málefni söguþjóðar- innar. Væntanlega munu verða birt, inn- an skamms, hin helztu meginatriði er lúta að mikilvægi þessa efnis fyrir land- fræðisögu íslands. Óteljandi sanmndamerki heimsókna og vista í Suðurlandshellum þeim. er ég leit yfir meðan ég bjó á Rangárvöllum, taka allan efa af um það, að hér eru stór feng og frægileg verkefni fyrir rann- sóknir útlendra og ísl. vísindamanna. — Feiknafjöldi munkateiknanna IHS (Jesús freisari mannanna) koima alls staðar fyrir, auk fiskmynda víðs vegar úti um loft og veggi: „Ichþys“ (Jesús Kristur guðs son, frelsari). Þar hafa komið fræðimenn, er b?"ði V u grisku og iatínu. Ennfremur þóttist ég sjá Ogham letur hér og þar sem eðlilegt er, jafnt hér sem á Bretlands- eyjum, þar sem ýmsir hálærðustu menn síns tíma höfðu komið hér út og haft langdvalir á órasvæðum Suðurlands. í^éttlátt virðist að geta þess hér, að óviid og rangfærs'lur um frumþekk- ing á íslandi, og þá að líkindum jain- snemma um Grænland, halda áfram að þróast enn á vorum dögum. Mér hefir jafnan virzt, frá því er ég fór að kynna mér nokkuð þessi efni, að einhver kali ráði hér gegn óhlutdrægri íhugun og ætti sliks þó ekki að vænta í Sögu- landinu. En staðleysur þær og upp- spuni, sem vefjast t.d. um fyrstu land- námssagnir vorar, benda til framhald- andi hlutdrægni. Læt ég mér nægja hér einungis að nefna óreiðuna um frásagn- ir Landnámu. Frithjof Hansen hefir skarplega tekið fram að nafn Vestmannaeyja er dregið af dvöl kristinna flóttamanna frá Bret- löndum. Röstin sem ritsagan falsar í mannsnafnið Faxa, er enn til og rétt nefnd við Eyjarnar. Er hér ekki rúm til frekari skýringa um þessi efni. —• Einungis mætti nefna að enginn efi mun vera í því að „terra glacialis" er Grænland, sem Skáld-Helgi hinn lærði réttnefndi „Jöklajörð“. Hér opnast víð og merkifeg sjón- deild og mun ég leitast við að sjvyra þetta betur á öðrum stað. En engan ætti að undra þótt komizt verði að miklum merkum niðurstöðum, er óhlut- drægar og sannar áreiðir verða gerðar um Suðurland — fyrst og fremst. Inngangur Ás- hellf; á eystri bakka Þjórsár. Rúnarisfur I Áshelli. Efst t.h. tvær mvrdir af fiskum („ichþys“ á grísku). Neðst til hægri eru tvö tákn, sem virðast vera XP og IHS, sem eru fornkristnar skamm- stafanir. leiðslum og spennubreytistöðvum. Eftir núverandi verðlagi mætti víst ekki vænta þess að rafmagnsstöðin með raf- magns-hitaveitu mundi kosta undir 50 milljónum króna. Ef sæmilega tækist til með vatnshitaveituna, ætti hún að fást fyrir lítið brot af þeirri upphæð. Og fyrirtæki, sem á vísa 1 millj. kr. í Ijúflega goldnar árstekjur, og til vill kostar ekki nema örfáar millj. kr„ það er þess vert, að rannsókn sé um það gerð. 5. Nokkrir örðugleikar Því er ekki að leyna, að margir örðug- leíkar hljóta að verða á vegi þeirra verkfræðinga, sem eiga að setja slíka hitaveitu á stofn. Ég skal aðeins nefna nokkra þeirra. Borun eftir jarðhita, ásamt virkjun sjóðandi vatns eða vatnsgufu, er auð- vitao torvelt verk og útheimtir mikið hugvit og umhyggjusemi, til þess að verkinu geti miðað sæmílega greitt og dysalaust áfram. En um þetta er þó ofur lítil reynsla fengin í einstökum stað erlendis, og sýnt að minnsta kosti, að boranir eftir jarðhita eru framkvæman- iegar. í hveravatni og jarðgufu eru einatt ýmis efni, sem gætu reynzt skaðleg pípum þeim, sem vatninu á að veita i, annaðhvort með því beinlínis að skemma pípurnar sjálfar eða efnið í þeim eða þá með því að gefa frá sér sora, sem stíflar pípurnar fyrr eða síð- ar. Þettá atriði þarf nákvæmrar rann- sóknar og getur valdið því, að sérstak- ar kröfur þurfi að gera til efnisins í píp- unum, en annars þekkja menn nú býsna niargar aðferðir til þess að hreinsa skað- leg efni úr vatni, og gæti sú þekking ef til vill komið að haldi. Þá veldur útþensla efnanna við hitn- un og samdráttur þeirra við kólnun rnikJum erfiðleikum. Járnpípur, sem iiggja tómar og kaldar lengjast hér um bil II sm. á hverjum 100 metrum, ef hievpt er í þær allt að því sjóðheitu vatni, og þær dragast saman jafnmikið aítur, ef vatnið kólnar í þeim, eða því er h’eypt úr þeim vegna viðgerða eða annars. Þessi þensla og samdráttur verð ur að fá að gerast án þess að skemmdir hljótist af því á pípunum, og án þess að skemmdir hljótist af. Ráð kunna menn til þessa, en veldur kostn- aðarauka. Ef til vill er mögulegt að búa svo út blýþéttun á sam- skeytum venjulegra járnpípna, að samskeytin eftirláti þessar hreyíing- ar án þess að leki hljótist af. Þótt einangrun pípnanna sé tiltölulega auðveld, eins og að framan var sýnt. 24 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 32. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.