Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 30

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 30
Þennan uppdrátt aí Steinabæjunum gerði Júlíana Sveinsdóttir eftir fyrir sögn greinarhöfundar. 2. sept. 1928: íslenzkt sveitaþorp á 19. öld Steinar undir Eyjafjöllum — Eftir Svein Jónsson egar blöðin geta dauða ein- hvers manns, hvort það er nú heldur karl eða kona, þá er mannsins oft getið nánar, og sér- staklega talað um, hvað hann eða hún hafi verið fyrir þjóðina, sýsl- una, hreppinn eða sveitina, þar sem viðkomandi hafði alið aldur sinn, og þá er vanalega getið þess góða, en hitt látið liggja milli hluta, eins og sjálfsagt er. Myndirnar, sem blöðin sýna af þeim iátnu, eru venjulega af þroskaskeiðinu, eða þegar sólin er í hádegisstað, en hin við sólarlag. Mig langar til að sýna ykkur hér einn meiri háttar öldung. Hann er margra alda gamall, enda féll hann siðastliðinn vetur fyrir nágranna sín- um, og þó undarlegt megi heita, eftir svo langa og góða sambúð; en svona er l'ífið, einn deyr í dag, en annar fæð- ist á morgun. Þessi mynd er af Steinabænum undir Austur-Eyjafjöllum, sem nú er ekki lengur mannabústaður. Síðastliðinn vetur kom mynd af Stein- uni í Lesbók Morgunblaðsins. Þegar ég sá þá mynd, datt mér í hug maður liggjandi á likbörunum úti á víðavangi. Mér datt í hug: Þú mátt muna þína aðra betri daga: Mig tók sárt að sjá Steinabæinn minn svona, því næst Reykjavík þótti mér vænzt um hann Það eru fjörutíu og fimm ár siðan ég fór þaðan alfarinn. Myndin í Lesbók Morgunblaðsins er sólarlagsmynd af Steinum, en þessi mynd, sem nú er sýnd, er eins og Steinabærinn hefir geymzt í huga mín- um í þessi fjörutíu og fimm ár. Hún er sem allra næst hádegis-mynd. Ég er fæddur í Steinum, en fór þaðan 8 mánaða gamall; svo var ég þar eitt ár þriggja ára gamall; fór þangað svo aftur 12 ára og var þar til þess er ég var tuttugu og eins árs. Engan má því furða, þóbt ég beri góðan ihug til Steina- bæjarins. Sambýlið í Steinum Þegar þetta var, bjuggu þar átta bú- endur. Jörðin öll var talin 60 hundraða jörð, svo auðséð er,' að þegar búið var að skipta henni í átta staði, var hvers hlutur ekki stór; en þó framfleytti hún til samans um og yfir 50 manns, án Holtsós, sem var þó að heita alveg þrotin, vegna þess að ósmynnið hafði breytt sér. Nokkrir vinnumenn fóru til sjóróðra í Vestmannaeyjum, sömuleiðis var róið út af Sandinum á vorin, og var afli hvers manns kringum eitt og tvö hundruð. Sórbú var ekki hægt að kalla búskap- inn þar. En ef gerður væri samanburð- ur á ýmsum sextíuhundraða jörðum, með einu búi, við Steinbúskapinn allan, um það, hver jörðin bæri meira, býst ég við, að Steinar þyldu samanburðinn. Þarna á staðnum voru t.d. 50 manns, 50—60 nautgripir, um 500 fjár og um 60 hross. Ég get ekki annað munað, en að sambúðin í Steinum væri yfirleitt góð, og ágæt þegar athugað er, að þarna voru átta búendur, og hópur af böm- um með sínar margvíslegu klaganir. Og eitt má læra af Steinabændunum, og það er það, að venjulega þegar ein- hver þurfti að byggja eitthvað, þá unnu hinir við það eftir þörfum, og þannig hver hjá öðrum, og fengu þeir aðeins fæði fyrir; þannig gekk það kolli af kolli. Er slík samvinna og hjálpsemi eftir- breytnisverð, og myndi víða koma að góðu gagni. Fjallið og lœkurinn Yfir Steinabæinn gnæfði fjallið þver- hnípt, og hrundi iðulega grjót og björg úr fjallinu niður á láglendið. Komu þá steinarnir hoppandi stall af stalli nið- ur brekkurnar, þegar við vorum að smala eða annarra erinda. Ekki fannst okkur nein hætta á ferðum; við bara hlupum áfram eða til baka svo stemn- inn kæmi ekki á okkur; og þegar við fórum upp á fjallið að smala þar, þá var sjálfsagt að ryðja ofan af brún- inni eins miklu og stóru grjóti og unnt var; ekkert var verið að hugsa um hvað neðan undir væri, þó það hefðu verið menn eða skepnur, en sem betur fór varð aldrei neitt slys að þessu. Einu sinni kom skriða úr fjallinu, upp af bænum og afarstór klettur lenti í heygarði Jóns Valdasonar og urðu allir meisar hans undir, og svo stór var kletturinn, að ekki var viðlit að hreyfa hann; ekki var hann meira en svo sem 10 faðma frá rúmi mínu. Þannig getur maður vanizt þessari og þessari haett- unni, að ég svaf jafn vel nóttina eftir, og fann ekki, að hér væri um nokkra hættu að ræða. Þau ár, sem ég átti heima í Stein- um datt engum í hug, að lækurinn myndi verða bænum að grandi. Að vísu gerði hann einhvern usla á hverj- um vetri og var ekki reiðfær fyrr en niðri á miðjum engjum, en hann sneiddi ætíð hjá bænum. En honum hefir „sinnast" og hann fór þar sem sízt var von; fyllti undir sig og gróf sig í gegn- um mjög stórt og hátt moldarbarð og kom svo að bakhlið bæjanna, alveg eins og hermenn í gamla og enda jafn- vel nýja daga. Og þegar þetta gamla, góða virki, moldarbarðið, var farið, var hægðarleikur fyrir annan eins dutl- ungasegg og Steinalækur var, í skamm- deginu, að gjöra út af við bæinn. Dutlungasegg, sagði ég, það var hann — nokkuð líkur Kveldúlfi, illur og uppstökkur þegar dimma fór; en á sumr- in svo blíður og góður eins og bezta barn, alltaf hvítur og fallegur. En á haustin, og sérstaklega í miklum leys- ingum, þá valt hann fram kolmórauður eins og griðungur úr moldarflagi. En þegar bylur og frost var, urðum við að elta hann upp allan hans ójafna íarveg, hamra. Steinabœrinn og Steinafólkið Eins og sést á myndinni eru 20 stafn- ar í húsaröðinni, og mun það vera fimmti partur af öllum húsum jarðar- innar, því að alls munu þar hafa ver- ið 100 hús. Bæjarlínan snýr í austur og vestur eins og Steinafjall. Þess vegna var oft- ast nær sagt t.d. hann Sæmundur i Austurbænum og hann Einar í Vestur- bænum og Simbi upp í bænum, því að hann bjó í bæ, er var baka til. En úr því ég hefi tekið mér penna í hönd til að skrifa um Steinabæinn, þennan öldung, sem lækurinn eyddi, þetta íslenzka sveitaþorp, sem nú er liðið undir lok í þeirri mynd sem ég þekkti það fyrir hálfri öld og meira til, vil ég tilgreina, hvaða hús það eru, sem "sjást á meðfylgjandi mynd, og hvernig bæjarhúsum var skipt milli ábúenda. En um leið rifjast upp ýmsar myndir af fólki því, einkum húsráðendum, er byggðu hinn forna Steinabæ, og nú eru allir, nema ein kona á tíræðisaldri, komnir undir græna toifu. Sex vestustu húsin í röðinni (þau er standa lengst til vinstri á mvnd- inni) átti vesturbæjarbóndinn Einar Einarsson. Vestast var hesthús, þá reiðingahús (áhaldahús), þá fjós og gangur upp í heyið og hlöðuna. — Því næst er baðstofa, þá bæjardyr og að lokum stofuhús. Þessi Einar var maður vel skynsam- ur og fróður um margt. Hann var odd- viti hreppsins, og gerði það vel. Kona hans hét Guðfinna. Áttu þau 8 börn, 5 dætur og þrjá syni. Þau hjón eru dáin fyrir mörgum árum. Tveir synir þeirra eru á lífi, Vigfús bóndi í Árbæ og Bergur sútari í Reykjavík. Um dæturn- ar er mér ekki kunnugt. En þær hétu: Sigurlaug, Arnlaug, Áslaug, Geirlaug og Guðlaug. Ég var hrifinn af slætlin- um hans Einars. Yfirleitt var vel slegið á Steinatúni. Ekki þótti viðlit að láta kvenfólk slá á túni, því að ljáförin þóttu ekki nægilega falleg. Þó margir væru góðir sláttumenn á Steinum, var enginn jafningi Einars. Hvergi hefi ég síðan séð jafnfallegast slátt og þar. Næst í húsaröðinni (nr. 7) eru bæj- ardyr Jóns Valdasonar. En baðstofa hans, búr, eldhús og taðstál var allt bakatil við fremstu húsaröðina. Hann átti þrjá sonu. Sá elzti, Guðjón, er nú gamall og góður formaður I Vestmanna- eyjum, nú einhentur — en formaður samt. — Jón Valdason var nokkuð um- talaður á fyrstu sýslumannsárum Páls Briems, en slapp vel frá því öllu saman. Hann var maður hjálpsamur mjög, og vildi allt fyrir menn gera. Næstu þrjú húsin átti Einar Jónsson. Fyrsta húsið var baðstofa þá bæjardyr og austast tún. Kona Einars var Þór- unn Sveinsdóttir. Þau áttu þrjú böm, einn son og tvær dætur. Önnur þeirra er kona Guðmundar Jónssonar öku- manns að Þóroddsstöðum hér, hin heitir Rannveig, ekkja í Vestmannaeyjum. Ég fór til þessara hjóna, þegar ég var 12 ára, og voru þau mér sem beztu for- eldrar. Einar var maður góðlyndur með afbrigðum, gamansamur og orðvar. Þau 5 ár, sem ég var þar, heyrði ég hann aldrei mæla Ijótt orð. Hann bjó á stærsta jarðarpartinum. Til hans kom prestur- inn, þegar messað var. Næst var gengið upp að uppbænum og voru tröppur í ganginum. Gengið var um gang þenna upp í heygarðinn og hlöðurnar. í uppbænum bjó Síimon og kona hans Guðrún. Þau áttu einn son, er Ólafur hét. Tvö hús voru á þeim bæ, bæjardyr og inn af þeim eldhús og baðstofa. í þess- um bæ var mér sagt, að Jón Sigurðs- 30 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 32. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.