Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 6
Fjögur Ijóð eftir Sigbjörn Obstfelder Sigbjðrn Obstfelder Cuðmundur Arnfinnsson þýddi BARCAROLE Skýlandi skuggi sökktu þér meðan báturinn líður hljótt. Veröldin er hafið — hljóðlát. Alein andar hún. Þey, þið bylgjur, þey. Alein andar hún. Þú ein, Elvi, og stjörnur, haf kossar — við ein, Elvi, í þessari bláu hvelfingu. Hér vil ég liggja — lengi. Meðan báturinn líður hljótt. Hér í djúpri elfi hárs þíns. Og kinn við kinn. Geymdu mín. Hér vil ég sofa — lengi. Meðan máninn líður hljótt. Þú ein, Elvi, og stjörnur, haf kossar. Þið ein vakið svo að sál mín særist ei. NÚ VAKNA VOGARNIR SMÁU Nú vákna vogarnir smáu og velta öldum að sandi. Og galsi er hlaupinn í Golfstrauminn, því góður er vorsins andi. Og glöðu geislarnir litlu slá gliti um höf og lendur, og glöðu geislarnir litlu eru vorsins vinnandi hendur. Nú vakna Ijúfurnar litlu til lífsins og dúðanum fleygja, og hanzkana hlæjandi niður x handraðann lœsir hver meyja. Og fannhvítu fingurnir litlu í fögnuði vettinum týna, á fannhvítu fingrunum litlu dagganna skartgripir skína. Nú vákna ungmeyjar allar og ekkert um böllin skeyta. Og ungmeyjar állar í draumi að óskáblóminu leita. Þær dansa með fótinn fiman, en framar ekki á þiljum, þœr dansa með fótinn fiman á fegurstu rósum og liljum. Nú vákna viðkvœm sem brumin í vorsólargeislunum ungu skjálfandi brjóstin, sem brenna bleik undir kjólunum þungu. Og allar þœr eðla smájómfrúr við opna gluggana bíða, og allar þœr eðla smájómfrúr lystir í lundinn að ríða. Nú vákna vísurnar litlu, nú váknar allt tónanna yndi, nú vakna Ijóðskáldin litlu og langar að kvænast í skyndi. En hann sem er frelsinu firrtur finnur ei vorþyt i blóði, en hann sem er frelsinu firrtur á fjötrana starir í hljóði. NOCTURNE Myllan hljóðnar og hœgir á sér, í hyljum árinnar máni speglast, auðmjúkar bœrast blómanna varir, blœrinn í trjánum hvíslar, hvíslar. Prestarnir kveikja á kertum bleikum, klausturnunnurnar bœnir þylja, börnin syfjuð að svæfli hallast, svanirnir stinga nefi undir vœnginn. Allir þreyttir í blundi blíðum bráðlega hvíla á svœfli mjúkum, sofa, dreyma, sofa, blunda, sœlu fagna og harmi gleyma. Svífur heilög í himinstómi Herrans móðir, María, María, sálnanna augum Ijúf hún lokar, Ijúflega jarðarvöggunni ruggar. HELGA Helga. Með augun bláu og björtu klædd í svart er hún. Geislandi tillitið tælir hjörtu... Létt — svo létt.. . í dansinn fer hún. Helga. Með augun seiðandi svörtu. Seiðandi margra hjörtu. Hver fœr hana fangað? Hún fagnar og hlœr, — ekki þreytt, ekki veik — ekki vitund, hún fagnar og hlær. Heit eins og vor, heit af gleði, ég veit hennar faðmlag er fast og hlýtt. Heit eftir dansinn — hlæjandi og rjóð. Hárið hún strýkur frá vanga. Var heillandi dansinn? Var hjartað með? Nú bíður hún ein með blik í auga. ... Eins og sál sjái svífa regnboga milli hljómandi máls milli brosanna loga. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.