Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 10
Frú Sigríður Hannes- dóttir, Grensásvegi 56 svarar spurningunni. 'UppáhaldómatiAr eiýlnmannóÍFiS — Jæja, mér datt svona í hug að spyrja, hvort maðurinn þinn ætti einhvern sérstakan uppá- haldsmat? — Auðvitað segir Didda. Það mætti vera skrítinn maður, sem ekki hefði það. Að þessu sinni er ég stödd hjá Sigríði Hannesdóttur, sem býr ásamt manni sínum Ottó Péturs- syni og þremur börnum að Grensásvegi 56. Ottó vinnur hjá ■bandaríska sendiráðinu við akst- ur og skrifstofustörf, en Didda, eins og hún er alltaf kölluð, er heima og gætir bús og barna. Eldri börnin tvö, Birgir og Eva, eru bæði í skóla, en Örn, yngsti sonurinn, segist vera í „Ljósa- skóla“, því að mamma hans hef- ur farið með hann í ljósböð und- anfarið. Nú á dögum keppast allir við að vinna aukavinnu, húsmæð- urnar líka. Didda starfar við barnatíma sjónvarpsins, og sam- ræmist það hússtörfum prýði- lega, þar sem ekki er um fastan vinnutíma að ræða. Við tyllum okkur niður í sjálf- um hjartastað heimilisins — eld- húsinu — til þess að spjalla um uppáhaldsmatinn hans Ottós. Didda segir, að það sé náttúr- lega mikils virði að hafa eigin- manninn ánægðan, og er þá ekki alveg tilvalið að gefa honum upp. áhaldsmatinn sinn einu sinni i viku? Og það bregzt ekki, ef hann er á borðum, að báðar augabrúnir húsbóndans lyftast og andlitið með, þó að venjulega lyftist aðeins önnur augabrúnin þegar hann finnur góða matar- lykt. Þessi réttur, sem er bæði ljúf- fengur og auðvelt að matreiða hann, er ofnsteikt medisterpylsa með kartöflusalati. og er upp- skriftin á þessa leið: 750 g af medisterpylsu eru sett í pott með vatni og suðan látin koma upp. Ofninn er stilltur á mjög lágan hita og smjörlíki brætt í ofnskúffunni. Síðan er pylsan færð upp úr pottinum, lögð í ofnskúffuna og látin brún- ast við lítinn hita. Kartöflusalat soðnar kartöflur 50 g smjörlíki 3 matsk. hveiti vatn 2 laukar edik, sykur og salt. Bakaður upp jafningur úr smjör- líki, hveiti og vatni, smábrytjað- ur laukurinn settur út í og kryddað með ediki, salti og sykri eftir smekk. Kartöflunum bætt út í og salatið látið gegnhitna. - YFIRLÆKNIR \NN í AUSCHWITZ Framhald af bls. i A i~».uschwitzréttarhöldin voru um þessar mundir hafin í Frankfurt. Dr. Fritz Bauer, aðal-saksóknar- inn, sagði blöðunum frá því að Jósé Mengele, sem menn héldu að dveldi einhvers staðar í Paraguay, hefði verið „læknir“ eyðingarbúðanna. Bonn- stjórnin gerði nú úrslitatilraun til að fá þennan fyrr- verandi nazista framselilan. Þann 16. júlí 1964 gekk Eckart Briest, þýzki ser diherrann í Asunción, á fund forseta landsins, Stroe! sners, og lagði fram formlega kröfu Bonnstjórnarinnar um það, atf þessi maður yrði framseldur. Stroessner varð ofsareiður cr^ lamdi í borðið. „Ef þér haldið þessu áfram“, öskraði hann, „mun ég slíta öllu stjórnmálasambandi við þýzka Sambandslýð- veldið“. Briest reyndi að skýra, að hann hefði fengið sérstakar fyrirskipanir frá Bonn viðvíkjandi Meng- ele. Forsetinn sagði: „Ekki eitt orð framar, hr. ambassador“. Frásögn af þessum fundi birtist í Der Spiegel. Stroessner sá að hann myndi sennilega hafa gengið of langt. Paraguay hafði um þessar mundir fengið þriggja milljón dala viðreisnarlán frá Bonn, og ekki vonlaust um meira. Það myndi óhyggilegt að angra mjög vestur-þýzku stjórnina. Um vikufcíma stóð allt í járnum viðvíkjandi Meng- ele. Stroessner forseti ákvað, að Mengele skyldi hverfa til Austur-Paraguay. Nú lifir Mengele sem einskonar fangi á.hinu vand- lega gætta herstöðvarsvæði milli Puerto San Vir.cente við Asunción — Saó Paulo-þjóðveginn og landamæravígisins Carlos Atonio Lopez við Paraná- ána. Þar býr hann í litlum hvítum kofa inni í skógar- rjóðri, sem þýzkir landnemar hafa rutt. Það liggja aðeins tveir stígar að þessu afskekkta húsi og beggja er gætt af paraguayskum hermönnum og lögreglu, sem hefur ströng fyrirmæli ium að skjóta alla sem nálgast húsið óboðnir. Og ef svo ólíklega skyldi vilja til, að gæzlan brygðist hjá lögreglunni, þá eru þarna fjórir alvopnaðir verðir méð vasatalstöðvar. Meng- ele borgar þeim úr eigin vasa. V estur-þýzk stjórnarvöld telja sig enn vanta Mengele og enn er héitið 15 þúsund döium til höfuðs honum. - ALDARMINNING Framhald af bls. 2 ferðalag um Bandaríkin og víðar. Hann fékk leiðbeiningar um hvað skoða skyldi á leiðinni og fór ýmsar auka- ferðir á skoðunarstaði. Leiðin lá suð- ur til Mexíkó og norður eftir Kyrra- hafsströndinni til San Francisco og yf- ir fjöllin til baka til Chicago. Hjörtur var síðar mjög hrifinn af ferðalaginu, sagði að það hefði jafnazt á við langt menntaskólanám tekið á fáum vikum. Fannst honum hann fá margar nýjar hugmyndir og aukið víð- sýni. Það sem honum þótti emna minn- isstæðast var hitabeltisgróður og -skóg- ur við Veracrus og Orizaba. Það hefði verið algerlega ólíkt öllu því sem hann hafði áður séð eða ímyndað ser. Þegar Hjörtur kom úr ferðalaginu iréð hann sig til Edisonsfélagsins, en svo nefndist rafveitan þar í fyrstu. Rak félagið viðgerðarverkstæði á rafvélum cg tækjum er menn gátu komið með til viðgerða. Hjörtur hafði áður kom- ið í verkstæðið, þó hálfgert í atvinnu- leit, en honum þótti svo dimmt og ó- þrifalegt þar, að hann hætti við að spyrja um vinnu. En nú bauðst honum yíirmannsstarf þarna og naut sín þar vel við að leiðbeina, stjórna og leysa lýmis vandamál er aðrir réðu ekki við. Þetta varð til þess að styrkja þá hug- mynd hans að gerast sjálfstæður. Þegar leið á árið 1894, hafði hann unnið þarna í um tvö ár og ákvað þá að skýra róða- mönnum félagsins frá fyrirætlun sinnL Fór hann þá frá þeim í fullri vinsemd við árslokin. Eigið fyrirtæki Ujörtur kvæntist 31. des. 1894, sama daginn sem hann hætti störfum hjá Edisonsfélaginu, konu af íslenzkum ættum, Miss Gilson, sem rak myndar- lega saumastofu í borginni. Hún var Júlíana Friðriksdóttir barnakennara á Eyrarbakka Gíslasonar bónda í Miðdal r Mosfellssveit Þorkelssonar. Undir e5r" eftir áramótin opnaði Hjörtur ei0.o verkstæði í götuhæð við Marketstræti, í sama húsi og Edisons- félagið hafði viðgerðarverkstæði á 3. hæð. Setti Hjörtur upp skildi við dyrn- ar hjá sér alveg eins og skildi Edissons- tfélagsins að undanteknum nöfnunum. Var þetta gert í fullu samkomulagi við félagið og sölustjórn þess bauð Hirti að verða hjá þeim í reikningi um allt við- gerðarefni. Hjörtur sagðist sjálfur hafa átt 75 dali og kona hans nokkru meira tfé, sem þau lögðu í fyrirtækið, en mest munaði um tilboð Edisonsfélagið að fá að vera þar í reikningi með allt smíða- efni og geta notið v.erðlags innkaupa- deildarinnar, sem var mun hagstæðara en Hjörtur hefði getað fengið ella. Fyrirtæki Hjartar fór hægt af stað. Meðal þeirra er leituðu til hans var símafélagið í Chicago, sem seinna varð Illinois Bell Telephone Co. og enn síðar Western Electric Telephone and Tele- graph Co. Fékk hann m. a. bjöllur til viðgerðar og ýmislegt þ.l. Félagið rak ekki sjálft neina viðgerðastofu. Forráða- menn félagsins reyndu Hjört nokkurn tfíma, fengu traust á honum og fólu hon- um þá margvísleg störf, þannig að hann Ihafði nóg að gera næstu 3 árin og verk- stæðið þróaðist vel. En þá stofnaði síma- tfélagið eigið verkstæði til viðgerða og varð þá lítið hjá Hirti. Rafmagnið var þá ekki orðið svo almennt notað, sem isíðar varð. Varð þá Hjörtur að snúa sér að öðrum viðfangsefnum. Þá hóf hann smíði á ýmiss konar kennslutækj- um handa háskólum, er þeir gætu notað vicP tilraunir í eðlisfræði og til sýnis við 'kennslu. Fékk hann þá ósk sína upp- fyllta frá unglingsárunum að gera til- raunir þær er hann hafði lesið um í eðlisfræðinni og rættist hún smám sam- an í miklu ríkara mæli en hann hafði órað fyrir. Þessar tilraunir leiddu hann til ýmiss konar nýjunga, er urðu einka- leyfishæfar, og komst hann bráfct inn á þá braut að sækja um einkaleyfi á þeim. Fékk hann þá jafnframt verkefni handa verkstæði sínu. Kynni við háskólakennara egar Hjörtur tók að smiða kennsluáihöldin sýndi hann kennurum háskólanna tæki þessi, ráðfærði sig við þá um smíðina, fékk fram sjónarmið þeirra og álit, þannig að hann gat smíð- að tæki, sem þeir hver um sig töldu sér bezt henta. Flest þessara taekja voru áð- ur kunn og því eigi einkaleyfishæf, en það gat orðið ýmiss konar búnaður þeirra eða samsetning. Þannig varð til tilraunastofutækið, sem Hjörtur kallaði 6V0, 9. einkaleyfi hans, er hann sótti um 17. apríl 1905 og fékk veitt 15. sept. 1908. Er það sérstök sambygging á spól- um og segulrásarkjörnum. Smám saman tókst Hirti að efla svo þessa grein smíða sinna, kennsluáhaldanna, að um tíma var varla til sá háskóli í Bandaríkjun- um, að hann ætti ekki eitthvert áhald tfrá Hirti. Hjörtur komst sjálfur við þetta í kynni við marga háskólakennara. Hann hafði margs að spyrja og náði með því sjónar- miðum þeirra, en hann lærði atf þeim um leið. Hann sagði sjálfur svo frá síð- ar, að hann hefði þroskazt á þessu, jafn- tframt og lært meira af þeim á þennan hátt en þóbt hann hefði notið kennslu þeirra í háskólanum með venjulegum Ihætti. Taldi hann, að þetta hefði orðið sér drýgsti þátturinn til þeirrar háskóla- menntunar, sem hann hafði ávallt þráð. Þetta er þó efamál, því sjálfsmenntun Ihans á þessum sviðum var orðin mikil. En vafalaust hefir þetta veitt honum tneðvitund um góða menntun á sínu Bviði, þótt háskólakennararnir hefðu víðtækari undirbúningsmenntun. Telja 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7. maí 1967

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.