Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.05.1967, Blaðsíða 11
sná víst, a8 hæfileiki Hjartar til þeirrar Kjálfsmenntunar, sem hann náði að Iþroska með sér á unglingsárum, hugvit Ihans og sívakandi áhugi á meiri fræðslu, Ihafi verið höfuðatriðið. Hjörtur var sér ávallt þess meðvit- landi, sem stendur í eðlisfræðinni, að 611 vor þekking er í molum og vér ejálfir ófullkomnar verur. Þótt hann »ð sumu leyti stæði háskólakennurunum Jafnfætis eða framar, þá skorti hann þó )ýmis undirstöðuatriði, sem þeir höfðu numið, svo sem stærðfræði, en hún er tómetanlegt hjálpargagn í þessum fræð- Mm. Hógværð Hjartar og lítillæti, sem honum var eðlilegt í umgengni við aðra, háa sem lága, bendir til, að það hafi legið fjarri honum að ofmetnast í vel- gengni sinni. Háskólakennararnir báru Hirti gott trrð og furðuðu sig oft á kunnáttu hans IDg bókfróðleik. Líktu þeir honum stund- um við hinn mikla Michael Faraday K1791—1876), sem einnig var sjálf- snenntaður maður, en reyndist afburða Bnjall tilraunamaður, fyrst í efnafræði, en síðar í rafmagnsfræði. Lagði hann Iþar m. a. undirstöðuna að rafsegulsviðs- íræðum og benti þar á að nota sviðs- kraftana til snúnings seguls. En það •varð undanfari rafsegulvélanna, er síðan feköpuðu raforkuöldina. Hjörtur hafði •einnig af hyggjuviti sínu og með til- raunum gert sér glögga grein fyrir seg- Ulsviðum og síðar rafstöðusviðum. lEinkaleyfisbrautin ótt Hjörtur hefði á fyrri starfs- Ifirum sínum komið fram með ýmsar um- Ibótatillögur, hugsaði hann ekki um einkaleyfi handa sér sjálfum, meðan Ihann starfaði hjá öðrum, en lét hús- bændum sínum í té þær tillögur til Ibóta, sem þeir gátu notað. Það er ekki tfyrr en hann hætti störfum fyrir síma- Ifélagið, þótt í eigin verkstæði væri, að Ihann fer að hugsa til einkaleyfa og þá tverða fyrir honum fyrst þarfir verk- stæðis hans sjálfs. Þetta fyrsta einka- leyfi er hann sótti um árið 1900 var spunavél til að vinda einangrun um víra er hann þurfti mjög að nota í tæki sín. Var að vél þessari mikil afkastaaukning. Einfaldir spunarokkar, sem notaðir Ihöfðu verið áður, þóttu Hirti of sein- Virkir. Hann setti saman slíka rokka, Kaldi hæfilegt að hafa þá 20 í röð, reim- Iknúna frá sama vélarási. Vél þessi hefir breiðzt út frá Hirti og farið sigurgöngu »m allan heim, þar sem unnið er að teinangrun víra. Var þessi fyrsta umsókn Hjartar því góð byrjun á einkaleyfis- Ibrautinni. Hann fékk leyfið veitt þann 80. júlí 1901, eftir 9Vz mánaðar bið. Það Sem nýtt var í þessu einkaleyfi hans var aðallega samsetning margra spunahausa í eina samstæðu og sjálfvirkt eftirlit íneð frágangi spunans með rafstraumi. N i ’ æsta umsókn Hjartar um emka- leyfi var skráð 1902 og fékk hann leyfið Veitt 11 mánuðum síðar þ. 10. febrúar 1903. Það var segulbjalla, sem var eitt af fyrstu viðfangsefnum hans hjá síma- félaginu. Þetta varð dýrari gerð í þess- um bjöllum, en hinsvegar endingarbetri bg stillanleg innan víðra marka. Þriðja leyfið var rafneistatæki, eitt þeirra áhalda, sem Hjörtur hugsaði sér lil notkunar við kennslu í háskólum. Kom það ári síðar en segulbjallan. Hjörtur sótti á sama ári, 1903, um fjögur einkaleyfi. Fékk hann fyrst veitta bjöll- una þ. 9. febrúar, en hin fengust síðar. Þannig er Hjörtur kominn á strik með lumsóknir um einkaleyfi og hélt því láfram í meira en 30 ár, þannig að upp- ttinningarnar urðu alls yfir 80. Voru sum leyfin fengin í öðrum löndum auk Bandaríkjanna. Varð einkaleyfafjöldinn allur upp undir 150 talsins. Á áratuginum 1900 til 1909 sótti Hjörtur um 17 leyfi, 1910—1919 um 34, 1920—1929 um 15 og frá 1930—1932 um önnur 15. Fékk hann þau öll veitt, hið síðasta 1935. Þessar tölur eiga við leyfi veitt í Bandaríkjunum. Meðan á athugunum umsókn'anna ■stóð í einkaleyfastofnun Bandaríkjanna í Washington D. C. var Hjörtur tíður gestur þar á skrifstofunum. Hann sagði síðar svo frá að hann hefði verið þar eins og grár köttur, öllu skrifstofufólki kunnugur og ávallt vel tekið. Sat hann þar löngum og las gömul einkaleyfi eða einkaleyfisumsóknir sem höfðu ekki náð fram að ganga. Meðal embættismanna stofnunarinnar voru menn sem voru sérfræðingar og fæknimenntaðir menn á því sviði, sem einkaleyfin fjölluðu um. Enginn vafi er á því, að : viðtölum Hjartar við þessa menn hafði hann spurt margs og notað sömu aðferð og hann hafði við háskóla- kennarana um kennsluáhöldin, að fræð- ast um leið. Hefir hann þannig kynnzt sjónarmiðum þeirra og getað notið þess við lagfæringar á umsóknum sínum, þegar þörf var breytinga. Þá gat hann og hagnýtt það, sem hann hafði sjálfur lesið um fyrri einkaleyfi á skyldum sviðum. Einkaleyfin eru veitt til 17 ára í Bandaríkjunum. Má sækja um endur- nýjun á leyfi en það er ekki veitt oft. Svo er að sjá sem Hjörtur hafj aðeins einu sinni fengið einkalejrfi endurnýjað. Var það neistaspóla, en á henni átti hann fleiri en eitt einkaleyfL Enda er oft vænlegra að fá nýtt leyfi á endur- bættu tæki en sækja um endurnýjun á gamla tækinu. Ðáspenntir spennar c O pennar urðu snemma eitt af helztu tækjum Hjartar. Eftir neistaspól- urnar, tók hann að gera tilraunir með spenna. Þegar Hjörtur var orðinn kunn- ur af kennsluáhöldum sínum fékk hann oft fyrirspurnir um smíði á ýmsum öðrum tækjum. Ein slík fyrirspurn kom frá Purdue-háskólanum í Indianaríki um hvort hann gæti ekki smíðað há- spenntan spenni til nota við tilraunir með háspennu. Hjörtur var fús til að reyna, hann hafði sjálfur verið með til- raunir á þessu sviði. Þetta mun hafa verið 1903 eða 1904. óskað var eftir þvL að spennirinn yrði settur upp á heims- sýningunni í St. Louis sumarið 1904. Var þá orðinn naumur tími til undir- búnings, svo mjög að eigi vannst tími til að fullprófa spenninn fyrr en hann var kominn á sýningarstaðinn. Prófunin gekk vel og spennirinn vakti mikla eftirtekt. Hann var 20 kw. við 60 riða straum og hækkaði spennuna úr 120 voltum upp í 504.000 volt. Þá var hæst spenna á rafmagnslínum 60.000 volt. Til- raunir voru gerðar með spenninn á sýn- ingunni, sem vöktu mikla athygli, og að sýningunni lokinni hlaut Hjörtur gull- pening að verðlaunum og frægð hans breiddist út um heiminn. Hjörtur sótti um einkaleyfi á há- spenntum spenni þ. 17. apríl 1905 og fékk leyfið veitt þ. 3. marz 1908. Var það 8. einkaleyfi hans. Sýningin í San Francisco 1915 egar halda skyldi sýningu þá, sem kölluð var Panama-Kyrrahafs- alþjóðasýningin, fékk Hjörtur styrk hjá Smithsonian-stofnuninni til að smíða stóran milljón volta spenni. Sýningar- stjórnin tók því vel að fá slíkan spenni á sýninguna og kostaði uppsetningu hans þar og rekstur meðan á sýning- unni stóð. Tók undirbúningur að smíð- inni rúmlega hálft annað ár, en síðan tók smíðin 31 dag. Hjörtur varð að smíða vélar til að skera niður bönd og spólur og einangrun í þær, svo og til að vinda spólurnar og einkum stóran papp- írshólk til einangrunar milli eftir- vafs og forvafs í spenninum. Sótti Hjörtur um einkaleyfi á vélum þessum 1913 og fékk þau veitt árið eftir og 1915. Vindingarvélinni var komið fyrir i stálhylki er tæma mátti að lofti. Voru spólur og einangrunarhólkur undin þar i lofttómi við 180° C., allt gegndreypt i einangrunarlakki. Með lofttóminu náðist burfcu raki og loftbólur, sem ella hefðu getað orðið eftir og dregið úr einangrun- arhæfni þess. Þessi aðferð hefur síðan breiðzt út frá Hirti þar sem háspenntar spólur í spenna og rafvélar eru undn- ar. Þá sótti Hjörtur um einkaleyfi á svelgtraustum spenni þann 6. okt. 1913, og fékk það veitt 16. nóv. 1915, um það bil sem sýningunni lauk. SVelg- traustur er þýðing á enskunni surge- proof og táknar svelgur eða svelj- andi yfirspennuöldur, er komið geta eftir háspennulínum, sem numið geta margfaldri rekstursspennunni og oft verður vart í lánum í þrumuveðrL Hjörtur finnur þarna örugga vörn gegn þvi að slíkur sveljandi geti komizt í lágspennuvafið og valdið þar tjóni. Er hann þarna langt á undan sínum tíma, því áratugum síðar var þessa öryggis ekki ávallt gætt sem skyldi við smíði spenna. Sýningarspennir þessi var 1090 kw að afli við 60 riða straum. Forvafið var gert fyrir 2100 volta spennu en eftirvafið 1.000.000 volt. Tilraunir miklar voru gerðar með spenninn og þeim hagað að- allega þannig að sett var upp vírnet utan við spennishúsið um 15 m á hvorn veg og um 11 m yfir jörð, hengt upp á 4 hornum með tjöruibornum köðlum og stálstólpa. Utan um samskeyti kaðals og nets voru hafðar vírnetskörfur til hlífðar, er reyndust vel, og háspennu- itengingin til netsins var hengd upp á sama hátt. Var hún annað úttak spennis- dns með milljón voltum, en hitt úttakið var grunntengt. Þegar spenna var sett á vírnetið blikuðu allir vírar og hrislu- glit stóð út frá öllum endum og rönd- um. Þótti þetta tilkomumikið og dró að sér fjölda sýningargesta. Rafstöðu- sviðið undir netinu var svo sterkt, að menn kenndu óróleika líkt og oft grípur menn í þrumuveðri. Ef hendi var lyft stóð hrævareldur út frá hverjum fingri. Menn gátu dregið neista hver frá öðnum og óþægilegt var að halda á málmhlutum, svo sem regnhlífum, sem titruðu með 60 riðum á sek. eins og rafstraumurinn hafði. Þegar spennunni var hleypt á kiknuðu menn ósjálfrátt í hnjánum. Hleypa mátti straumi til jarðar um neistabil. Var það reiðarslag 4 til 5 m á lengd með þrumugný. Vakti allt þetta mikla furðu sýningargesta. Hjörtur hlaut að vonum pullpening sýningarinnar að verðlaunum, einnig þessu sinnL og frægð hans flaug á ný unx heiminn. Fékk hann á sig nafnið Nik- ola Tesla Chicagoborgar, en Tesla var heimsfrægur uppfinningamaður, 10 ár- um eldri en Hjörtur, með tilraunastofu í New York-borg. Að sýningunni lokinni flutti Hjörtur spenninn til sín og kom honum fyrir í kjallara hússins þar sem hann hafði verkstæði sín. Sýndi hann oft gest- um spenninn og hleypti þá stundum spennu á til gamans. Eyðing þoku. Hjörtur lét orð falla að því á sýn- ingunni 1915 að nota mætti háspennta rafstrauma til að eyða þoku í loftL en meðan á sýningu stóð varð aldrei veður til þeirra tilrauna. Hafði hann athugað áhrif rafstöðusviða á sama hátt og hann áður hafði gert tilraunir með segulsvið. En það leið ekki á löngu áður en hann fengi tækifæri til að prófa þetta, þótt á nokkurn annan veg yrði. Það var eirvinnslufélaig, sem hafði verið sakað um að eyða öllum gróðri umhveris verksmiðjuhús sín, við það að eitraður reykur, er kom upp um reykháfana, legðist á jörðina og sviði gróðurinn. Hjörtur tók að sér að athuga þetta og notaði svipaða aðferð og hann hafði haft á sýningunni í San Francisco. Hann renndi vírnum niður í gegnum reykháfana og hlóð þá háspenntum straumi. Gat hann með því læknað meinið og bjargaði félaginu frá vandræðum. Og eiigi nóg með það, fé- lagið gat safnað þeim efnum, sem voru í reyknum, en settust nú til í reyk- háfnum fyrir áhTÍf rafstöðusviðsins. Var þá hægt að ná þeim þaðan og gera að verzlunarvöru, sem reyndist verð- mæt. Af einkaleyfum Hjartar er ekki að sjá að hann hafi fylgt á eftir þess- ari tilraun sinnL sem þó gafst svo vel. En aðferð þessi hefur reynzt mjög gagn- leg, eins og Hjörtux sá fyrir. Hefir hún breiðzt út síðan, einkum undir nafn- inu Cottrell-úrfellisaðferð til reyk- og lofthreinsunar. Niðurlag í næsta blaði. Leikur Eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson Þú bomst til miín, kona, um kvöld fyrir austan. i Líf þitt var ástin, þín örlög að gefa, elska og vona. Og þú varðst mér leikur með líf þitt að veði. í kj arrprýddum hvammi mörg kvöld fyrir austan þín kvöl var min gleði. Eitt kvöld varstu horfdn, þá bærðist ioks eitthvað í brjósti mér. Líf mitt var orðið leikur að þór. 7. maí 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.