Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 2
Hiartalagið rælur úrslitam Ilafsteinn Björnsson hvernig mér leið, því að hún segir, „Við skulum ekki vera hérna, við skulum koma inn í stofu og setjast í hring.“ Það var gert. Þar lýsti ég einu og öðru, sem fyrir mig bar, og þar var hvorki játað né neitað. En þeirri stund var ég fegnastur, þegar ég fór út. Á leiðinni heim hugsaði ég með mér: Ég á aldrei eftir að koma aftur í þetta hús. Ég hafði ráðizt fjósamaður til Geirs í Eskihlíð og hafði nógum störfum að sinna, svo að heimsóknin til Kvarans hvarf brátt úr huga mér. Og leið svo vikan fram á föstudag. Þá er ég kallaður í síma. Það er þá frú Gíslína Kvaran og segir umbúðalaust, „Við von umst eftir yður klukkan hálf níu í kvöld.“ Án þess að ég áttaði mig á, hvað ég segði, var ég búinn að fallast á að koma. Þar með var teningunum kastað. Upp frá því fór ég til Kvarans einu sinni í viku, þang að til í júlímánuði, en þá skrapp hann i ferðalag norður í land og kom ekki aftur fyrr en laust fyrir miðjan ágúst. Þá sagði hann við mig að nú yrð- um við að byrja aftur — og ekkert kníferí, eins og hann komst að orði. Við héldum svo tvo fundi í viku allar götur fram til vors 1938, eða þangað til í maí, þegar hann lézt.“ Ég spurði Hafstein, hvern- ig Einar hefði komið honum fyrir sjónir, þegar hann sá hann fyrst. Hafsteinn svaraði: „Þegar ég kom inn í stof- una, þar sem hann sat við skrifborðið úti við gluggann, álútur og hvítur fyrir hærum, vaknaði strax hjá mér sú til- finning að þarna væri spek- ingur með barnshjarta. En svo leit hann hvasst upp á mig, þá sá ég að þar sat raunsær og gjörhugull gáfumaður, sem ekki aðeins horfði á þann sem hann talaði við, heldur í gegn- um hann. Ég hafði á tilfinningunni — kannski vegna þeirrar virðing- ar sem ég bar í brjósti fyrir skáldinu, áður en ég kom á fund hans — að ég stæði and- spænis ofurmenni. Ég varð taugaóstyrkur. Ég hafði enga grein gert mér hvorki fyrir fasi né útliti Kvar ans. Hann var kominn hátt á áttræðisaldur, þykkvaxinn og þykkleitur, með hvitt yfirvarar skegg, gleraugu sem runnu gjarna fram á nefið og und- ir þeim athuigult og opi'ð augna ráð og frá því stafaði festa, en um leið óvenjuleg Ijúf- mennska. Eitt atvik, sem átti sér stað eftir áramót veturinn 1938, hverfur mér aldrei úr minni. Einar Kvaran segir við mig, áður en ég fer af fundi eitt kvöldið, „Heldurðu ekki, að þú drekkir með mér miðdegiskaff- ið á morgun." Ég lofa því. Næsta dag er ég kominn rétt fyrir klukkan þrjú, sezt inn í skrifstofu hjá honum og við röbbum saman um daginn og veginn. Ekki man ég lengur hvaða fólk bjó þá í kjallaran- um á Sólvallagötu 3, en það voru hjón með 3ja eða 4ra ára gamla dóttur sína. Telpan hafði tekið eftir að það var alltaf verið að syngja sálma á kvöldin uppi á lofti í húsinu. Hún fer að spyrja móð- ur sína hvers vegna það sé gert. Móður hennar rak í vörð- urnar, þegar hún ætlaði að fara að útskýra málið, en segir svo að fólkið uppi á loftinu sé „að tala við guð“. Þennan umrædda dag, þegar við Einar og frú Gíslína er- um að drekka kaffið inni í stof- unni, er dyrabjöllunni hringt. Frú Kvaran fer til dyra og fyr- ir utan stendur telpan úr kjall- aranum. Hún smeygir sér fram hjá frúnni, gengur rakleitt inn í skrifstofu skáldsins, staðnæm- ist kotroskin fyrir framan hann og segir formálalaust: „Get ég fengið að tala við guð?“ Hann horfir þegjandi á hana, þar til hann segir, „Hvers vegna heldurðu, að þú getir fengið að tala við guð hérna“? Télpan svarar, „Hún mamma mín segir, að þegar þið eruð að syngja, þá eruð þið að tala við guð“. Skáldið horfði lengi þegjandi á telpuna, og ég sá hvernig augu hans breyttust og urðu hlý og hýr, svo leit hann til konu sinnar, og þau brostu bæði. Því brosi gleymi ég aldrei. Einar H. Kvaran hafði ekki sjálfur dulræna hæfileika svo ég viti, en, var ekki síðri rann- sóknarmaður fyrir það. Hann tók öllu með mikilli varúð, en var opinn fyrir nýjum áhrifum og óhræddur að vega allt og meta. Meðan ég þekkti hann, efaðist hann aldrei um líf eftir dauðann. Sálarrannsóknir voru honum heilagt málefni. Hann vissi hvar styrkurinn lá, en gerði sér jafnframt grein fyrir veiku hliðunum. Öll hans ræða hneig í þá átt, að framhalds- líf væri staðreynd, en svo margar hliðar á því máli, að mönnum bæri að taka öllu með varúð: á lægri sviðum hinumeg- in væru 'lágar verur, sem gætu leitt illt af sér og jafnvel blekkt okkur herfilega, því að við erum ófullkomin og freist- ingaimar margar. En þá væri galdurinn að þekkja þessar verur, sjá við þeim — og reyna að hjálpa þeim á æðri svið.“ Ég spurði Hafstein hvert hann hefði snúið sér að Einari Kvaran látnum. „Nú hef ég yfir 30 ár haldið fundi daglega", sagði hann, „fyrst hjá frú Gíslínu Kvaran, síðan hjá frú Lilju Kristjáns- dóttur, ekkju Árna Jónssonar, timburkaupmanns að Laugavegi 37, en hún var mjög áhugasöm um sálarrannsóknir. Ég fór svo aftur til Sá'larrannsóknarfélags- ins 1945 og starfaði undir traustri handleiðslu séra Jóns Auðuns á þeirra vegum til 1953, en hef síðan haldið tilrauna- fundi upp á eigin spýtur með drengilegri aðstoð Jónasar Þor- bergssonar, fyrrv. útvarpsstjóra sem hafði, eins og sjá má af ritverkum hans, betri skilning á sálarrannsóknum en fflestir sem óg hef kynnzt." Að lokum spurði ég Hafstein hvernig honum hefði þótt að setjast í miðilssætið og taka á sig þá ábyrgð, sem því fylgir a'ð „brjóta gegn Móses- lögum“. „Fyrst var ég hvínandi hræddur", sagði hann bros- andi, „vissi ekki hvað þettavar sem ég tókst á hendur. Það var togað í mig af ósýnilegum öfl- um anmiars heims, og ég var rekinn áfram af áhugamönnum hérna megin. Ég var eins og hvert annað barn, að vísu op- inn og áhugasamur, en skilning urinn takmarkaður. Ég hafði ekki 'lesið neitt um dularfull fyrirbrigði nema þjóðsögurnar og leit á þær eins og hver önnur ævimtýr. Þó hafði ég séð margt löngu áður en ég fór að lesa þær, bæði álfa og aðrar verur. Fyrst huldufólksbörn, þegar foreldrar mínir voru í húsmennsku hjá ólafi á Hellu- landi. Þá var ég fjögurra ára gamall. En aldrei hef ég séð jafnmargt huldufólk og á gaml- árskvö'ld 1936. Þá gekk það þús undum saman yfir ísilagt Þing- vallavatn í glampandi tungls- ljósi. Ég ætlaði varla áð trúa mínum eigin augum, en samt sá ég þetta fólk þarna eins og ég sé þig nú. Ég veit að álfar eru ekki í tízku og kannski barnalegt að halda að maður komizt upp með það á sjálfri 20. öldinni að fullyrða að mað- ur hafi séð huldufólk! En það breytir engu: lygin verður ekki minni lygi, þótt bún sé Ijós- mynduð, var einu sinni sagt. Og sannleikurinn verður ekki minni sanmleikur, þótt ekki sé hægt að sýna hanin í sjónvarpi. Þegar ég var setztur í miðils- stólinn hjá Einari H. Kvaran og skyggndi ósýnilegar verur í kring um mig, streymdi að mér kraftur sem gekk út frá hverj- um og einum fundargesta — og þá var ísinn brotinn. Þessi kraft ur sem miðillinn fser, meðan hann er að sofna er hvítur á lit, líkist helzt ullarbing og hleðst upp innan í hringnum. Hann streymir oftast út um hendurnar, en ég hef einnig séð hann koma út um hnén og stundum geis'last hann út frá öllum líkamanum. Fyrsta skipti sem ég fóll í trans hjá Kvaran fannst mér höfuðið á mér vera að klofna í tvennt og vanta á mig suma líkamshluta, fann t.d. ekki fyr- ir fótunum. En óþægilegast þótti mér þegar þeir voru að rífa sig í gegnum talfærin á mér á fyrstu fundunum. Á fyrsta fundinum hjá Kvar an hafði ég meðvitasamband, eins og Sigurður Jónasson kall- aði það, ég vissi i tvo heima og gerði mér fulla grein fyrir, hvað fram fór. Það var ekki fyrr en 3ja september 1937, sem talað var í gegnum mig. Þá féll ég í fyrsta sinn í dásvefn. Að afloknum þeim fundi var ég mikið eftir mig. Og þá fyrst rann eg tn otita, för að hugsa um hvert stefndi með mig, reyndi að gera mér grein fyrir hvort nokkurt vit væri í þessu — datt jafnvel í hug að mark- visst væri unnið að því að kála mér. Einar Loftsson vakti yf- ir mér eins og góður andi. Eftir fundina fór ég með honum inn í herbergið hans og hann út- skýrði fyrir mér, hvað um væri að vera. „Þú ert annars vegar í höndum góðra og ábyrgra mánna hérna megin“, sagði hann, „og svo er hins vegar unnið að því að koma góðum og göfugum verum annars heims til samstarfs við okkur í gegn- um þig“ Tvisvar eða þrisvar um vet- urinn kom það fyrir, að ég fór grátandi í stólinn. Þannig hafði óttinn og minnimáttarkenndin leikið taugakerfið. En óttinn hvarf með meiri reynslu. Nú kvíði ég aldrei fundi, en kem til dyranna eins og ég er klædd ur og treysti þeim krafti, sem hefur gert mig að sínu tæki. Þegar ég féll fyrst í trans, leið ekki langur tími frá því ég „sofnaði“ og þar til ég sá skrokkinn á sjálfum mér. En ekki gerði ég mér þá grein fyr- ir, hvar ég var „geymdur", þeg- ar ég fór úr líkamanum. En svo þegar ég fór að venjast dá- svefninum, gerði ég mér grein fyrir sjálfstæðri tilvist minni í öðrpm heimi og fer nú allra minna ferða þar eins og hér. Af þessum kynnum mínum við annan heim hefur mér lærzt að kvíða engu. Ég hef ekki drepið neinn, svo ég viti, ég hata engan og ég get dáið sæl'l og glaður frá peningunum mín- um — sem engir eru — og mun því ekki sakna þeirra. Ekki rnundu þeir trufla mig eða tefja fyrir mér á leið inn í sjöunda himin! Ég hef reynt að valda öðru fólki eins litlum sársauka og ég hef getað og veit að bæn, iðrun og kærleikur eru fyrir öllu, eins og Kristur kenndi okkur. Á boðskap hans lærði ég ungur að trúa og það hefur dugað mér vel. Ég vona því að ég eigi sæmilega heim- von, þrátt fyrir þær deilur sem starf miitt hefur vakið. En trú á hið góða er ekki ein- hlít. Það er hugarfarið, hjartalagið, sem úrslitum ræð- ur. Oft er talað samtímis um dauða og dóm. Dauði er ekki til nema sem fæðing, nýtt líf — og enginn dómur nema sá sem býr í okkur sjálfum. Ef helvíti er til, þá er það einnig þar: Sá dauði hefur sinn dóm með sér.... “ Framkv.stJ.: Haraldur Svelnsson. Ritstjórar: Siguröoir Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Ritstj.fltr.: G-isli Sigurðsson. Auglýslngar: Árni GarSar Kristinsson. Ritstjórn: Aðatetræti 6. Sími 10100. Útgeíandi:. H.f. Árvakyr, Reykjavlk. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. marz 1909

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.