Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 6
r ví er slegið föstu, að þjóð ir Evrópu hafi hver sín ein- kenni. Hver hefur ekki heyrt þá staðhæfingu, að Þjóðverjar séu frekir, Skotar nízkir, fs- lendingar óstundvísir og ítalir listfengir. En það hefur líka verið sagt um ftali, að þeir til- biðji hetjur sínar ákafar en aðrar þjóðir. I>ar er af nógu að taka, bæði í for- tíð og nútíð: Michelangelo og Mussolini, Garibaldi og Leon- ardo. ftalir dá kappaksturs- menn, listamenn, og jafnvel hug prúða „banditta“ frá Sikiley. I»eir vita allt um hina frægu leikstjóra, sem bundu endi á kvikmyndaeinræði Hollywood eftir stríðið: Menn eins og Ant onioni, Fellini, Rossellini. Og að sjálfsögðu má ekki gleyma stjörnum eins og Ginu og Soph- iu. Þetta er marglit hetjuhjörð og á síðustu árum hefur bætzt í hópinn ný tegund af hetjum, hinir voldugu iðnjöfrar, sem mestan þátt hafa átt í því að breyta ftalíu í nútíma iðnaðar- ríki. Það eru þeir, sem hafa skapað þann efnahagslega blóma sem ítalir kalla „II Miracolo“ eða einfaldlega „II Boom“. Það er meðal annars þess vegna, að nú er hægt að aka um Ítalíu eftir einhverjum fullkomnustu þjóðvegum heimsins, en bíla- mergðin í borgunum og skógur sjónvarpsloftneta á þökunum, vitnar um almennari velsæld en áður eru dæmi um í þessu landi. S á sem mestrar aðdáunar nýtur í hópi iðnjöfranna er sjálfur risinn meðal risanna, Gianni Agnelli, meðeigandi og aðalframkvæmdastjóri Fiat verksmiðjanna í Torino. Þrátt fyrir mikla efnahagslega erfið- leika hjá öðrum sambærilegum verksmiðjum í Evrópu hefur Fí at haldið áfram að blómstra, og er nú fjórða stærsta bílaverk- smiðja heimsins, næst á eftir General Motors, Ford og Crysl er í Bandaríkjunum. En það er ekki nóg með að Fíat framleiði bíla: þar eru einnig smíðuð landbúnaðarverkfæri Þunga Jvinnuvélar, járnbrautavagnar «og flugvélar. Það er að sjálf- ‘sögðu takmarkað, hvað einn maður getur fylgzt með slíkum rekstri í smáatriðum, en Gi- anni Agnelli er sá, sem ræður ferðinni. Agnelli er 47 ára og lifir á konunglegan máta, enda hefur hann efni á því. Hann er lík- lega auðugasti maður Ítalíu og hæsti skattgreiðandi. En auður inn hefur ekki dregið duginn úr Agnelli. Hann er lífsglaður og lífsþyrstur maður og hann hefur fastmótaðar skoðanir um þjóðfélagsmál jafnt sem iðnað- inn. Hann er kvæntur prins- essu frá Napoli, sem orðlögð er fyrir fegurð og hefur látið mik- ið til sín taka, jafnt í góðgerða- starfsemi sem samkvæmislífinu. Þau hjónin eiga nokkrar hallir og nokkur hús uppi í Alpafjöll unum og á ítölsku Riveriunni. Þegar þau bregða sér bæjar- leið, þá fara þau á eigin þotu, þyrlu eða lystisnekkju. Þau hafa að staðaldri samgang við fólk eins og Henry Ford, Jac- kie og Onassis, Ranier fursta og Grace í Monaco: það er að segja, þegar Agnelli er ekki önnum kafinn við Fíatsamninga með de Gaulle eða Alexei Kos- ygin. A gnelli lítur ekki á landa- mæri sem nein takmörk og kom miklu róti á de Gaulle og frönsku stjórnina þegar það ráðabrugg var gert lýðum ljóst, að hann hyggðist kaupa Citro- en verksmiðjurnar í Frakklandi Það var stærri biti en svo, að De Gaulle gæti kyngt honum, og á úrslitastundu kom hann í veg fyrir kaupin. Agnelli hefur ekki lagt áherzlu á Bandaríkja- markaðinn, en Fíatverksmiðjur hafa risið í Júgóslavíu og Pól- landi og nýlega gerðu Rússar samning við Agnelli um að Fíat reisti og ræki stóra verksmiðju í Togliattigrad við Volgu. ítalskir stóriðjuhöldar hafa sérstakan blæ, líkt og ítalskir arkitektar, leikstjórar og mynd listarmenn. Ítalía er land sóló- istanna og það gildir jafnt í fundarherberginu sem á leik- sviðinu. Agnelli er fæddur sóló isti, erfingi mikilla eigna. Það var afi hans, sem árið 1899 stofnaði Fabrica Italiana, Auto mobili, Torino: Skammstafað Fi at. Fyrirtækið blómstraði fljótt, m.a. á hergagnaframleiðslu og var orðið efnahagslegt stór- veldi árið 1921, þegar Gianni Agnelli fæddist. Hann var að- eins 14 ára gamall, þegar faðir hans fórst með flugvél og nokkr um árum síðar dó móðir hans í umferðarslysi. Gamli maðurinn, afi hans, var ennþá við stjórn- völinn, en ungur að árum fór Gianni á vegum fyxirtækis- ins til Bandaríkjanna og síðan lauk hann herþjónustu. Eftir stríðið lifði Gianni í vellyst- ingum praktuglega og flæktist víða. Hann staðfesti ráð sitt 32 ára og fór um það leyti að kynna sér fyrir alvöru málefni þessa risafyrirtækis, sem hann var fæddur til að eiga ásamt systkinum sínum og stjórna. Á stríðsárunum hafði Mussolini samið við verksmiðjurnar um framleiðslu á mestu af þeim hergögnum, sem ítalir þurftu, en nú að Mússollini gengnum fannst annar og betri vettvang- ur: Milljónir af ítölum, sem gjarnan vildu kaupa ódýrustu gerðirnar af Fíat. Við breyting- ar á framkvæmdastjórn 1966 ákva'ð Gianni Agnelli, að hann sjálfur væri hæfasti mað- urinn til að stjórna og síðan hefur þessi fyrrverandi „play- boy“ gegnt hlutverki aðalfram- kvæmdastjóra með mikilli prýði Hann byrjaði á að koma ung- um mönnum til aukinna áhrifa, koma á þeirri reglu að menn hyrfu frá störfum á fullum eftir launum 65 ára, en áður höfðu menn setið í áhrifastöðum fram yfir áttrætt. Hann hefur dreift valdinu og aðeins meiri hátt- ar ákvarðanir eru bornar und- ir hann, en hann segir einn síð- asta orðið. M lTAeðal íhaldssamra brodd- borgara í Torino er Agnelli fjölskyldan jafnvel talin með þeim nýríku, vegna þess að fjöl skyldan hefur aðeins ráðið yfir miklum auðæfum í 70 ár. Eins og margir ítalskir iðjuhöldar fyrr og síðar, styrkir Agnelli listamenn og á prýðilegt safn myndlistaverka. í ágústmánuði ár hvert flytja þau hjónin í 45 herbergja höll í Villar Perosa, vestan við Torino. Þar sér 20 manna starfslið um húshaldið. En álagið er mikið og Agnelli vill gjarnan hafa tíma_ til að njóta lífsins líka. — „Ég vinn alltof mikið", segir hann, „mað- ur ætti í rauninni að geta losn- að fyrir hálf níu á kvöldin og átt frí á sunnudögum og öðr- um helgidögum". Það kemur sjaldan fyrir. Agnelli er hinn dæmigerði nútímaforstjóri, sem aldrei ann sér hvíldar. Hér er smádæmi: Sunnudagur í janúar. Agnelli er kominn á skrifstof- una kl. átta að morgni, og ræð- ir framleiðsluáætlanir við nokkra sérfræðinga til kl. eitrt. Þá þýtur hann heim, fær sér léttan hádegisverð með kon- unni sinni og börnunum, Eld- orado 14 ára og Margherita 13 ára. Um leið og máltíðinni er lokið, er einkaþota hans tilbú- inn því hann þarf að mæta á fundi um viðskiptamál í Róm síðdegis. Um kvöldið er hann boðinn í samkvæmi í Róm, þar eru útgefendur, kvikmynda- stjörnur og þess konar fólk. Samkvæminu er haldið áfram á næturklúbb og farið í rúmið kl. 5 að morgni. Kl. 7 er Agnelli aftur á fótum eftir tveggja tíma svefn; næst eru fundir með frammámönnum í ítölskum efna hagsmálum: með Guido Carli, aðalbankastjóra, fjármálaráð- herranum Colombo og fleiri hátt settum herrum. I nokkrar mínút ur á eftir getur Agnelli fengið sér blund í stól: það er hæfi- leiki, sem hann vildi ekki láta fyrir ekki neitt. Þotan bíður, eftir stutta stund er hann aftur í Torino. Hann er kominn á skrifstofuna þar kl. 5 síðdegis og kl. 8 heldur hann heim; þangað sem hann hefur boðið sendinefnd frá Rúmeníu, sem komin er til að kaupa dráttar- vélar. Þegar heitast er á sumrin, gef ur hann sér tíma til að sigla á skemmtisnekkjunni sinni á Mið jarðarhafinu og Ferrari sport- bílinn hans lítur stundum út eins og rautt strik, þegar Agn elli er á ferðinni. Einu sinni fór hann of ógætilega; hann lenti í árekstri, bíllinn fór í klessu og Agnelli hefur gengið með stíf- an vinstri fót síðan. Hann læt- ur það ekki aftra sér frá að skreppa á skíði og þegar það kemur fyrir, að hann sleppur við að sitja langan viðskipta- miðdegisverð, sem stundum tek ur tvo til þrjá klukkutíma, bregð ur hann á leik í staðinn. Þyrl- an sezt þá hjá skrifstofunni, og Agnelli er eftir nokkrar mín- útur kominn upp í Alpafjöll og þar þýtur hann niður svigbraut irnar með glæsileik, þó vinstri fóturinn sé stífur. Hann er ekki búinn að gefa upp alla von með að Citroen verksmiðjurnar í Frakklandi verði einn góðan vegurdag hans eign, og þá ræður hann yfir bílaframleiðslu sem nemur 2 milljónum eintaka á ári. Hann spáir að útkoman verði sú sama í evrópskum bílaiðnaði og am- erískum: stærri verksmiðjurnar lendi í eigu hinna stærri, unz nokkur stórveldi eru eftir. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. marz 1969

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.