Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 3
BÖKMENNTIR OG LISTIR faTjia faiTÆ' tþ»" if)ro ú SjaaV Ji'frfie Oskar Aðalsteinn: NÝIR ÞÆTTIR ÚR DAGBÓK VITAVARÐAR Per Olof Sundman 1. ÞANNIG FÓR UM SJÓFERÐ ÞA Ég skima í grákemdan kaf- a'ldsbylinn, sem er samkolka ólgandi sjónum. Vindur er norð austanstæður og allsnarpur. Skyggni slæmt. Maður nennir ekki til lengdar að stara í sort anrn. Það er ílka ósennilegt að nú beri nokkuð það til tíðinda, sem varðar mig hætis hót. En þetta er fáemum dögum fyrir jól, og mér hefur verið tjáð, að kannski komi skip í dag með það sem enn er ókomið af jóla- varningi til okkar. Já, kannski, það þarf ekki að þýða neitt. Sjálfsagt bíða þeir betra veð- urs. í því ég hugsa þetta — sé ég skip koma út úr sortanum og stefna upp á. . .Ég er á báðum áttum um hvort heldur ég eigi að fara út að lendingu, eða heim í ta’lstöð og kalla skipið uppi. Eftir stund vel ég fyrri kostinn. Ég fer mér hægt. Oft er klakagrjót fyrir þar sem manni sýnist slétt, og slétt þar sem manni sýnist klakagrjót.... Þegar ég kem að lendingar- hleininni, geri ég ekki betur en að grilla hana frá sjóunum, sem springa í móti mér. — Nei, hér lenda þeir ekki, segi ég við sjálfan mig. — Kannski reyna þeir utar, þar sem fjailið klofnar upp úr og niður úr og heitir Álagjá. . . Þetta er seinfarin 'leið þótt ekki sé hún löng. Brátt hef ég mikla klaka- og grjóturð í fangið, hika í spori og hugsa: Af hverju að príla að þarflausu yfir þetta hervirki. Þeir hafa tæplega farið að flytja á land varning svona utarlega, eins Oig aðstæðurnar eru, án þess að láta fyrst heyra frá sér í stöð- inni. . . Ég held samt áfram ferð minni í gegnum urðina. Steinsnar utar er Álagjá. Þar stanza ég á beinfrosnum þara- bing og yddi augun út í hríð- ina: Gúmbátur — tveir menn um borð. Þeir eru rétt fyrir utan land- brimskaflinn. Eru þeir að koma eru þeir að fara? Ég get ekki vitað hvort heldur er, ekki und ir eins. En fljótlega hverfa þeir mér sýn í hríðinni. Þeir eru þá farnir um borð aftur: hafa að líkindum ekki lent. Landaldan er það illvíg, að óvarlegt er að fara í gegnum hana. Ég svipast samt um og aðgæti hvort þeir hafi lagt eitthvað á land. Það er bullandi aðfall og mikill straumur. Þeir hljóta því að hafa borið varninginn fast upp bergið, hafi þeir á 'land komið. Ég finn ekki neitt. Það er einhver uggur í mér þegar ég loks held heim á\ leið. Hvað óttast ég? Þeirri spurn- ingu fæ ég sjálfur ekki svar- að. En eitthvað rekur mig til þess að fara tafarlaust í stöð- ina og kalla uppi skipið. Þá fæ ég þetta að heyra: Þeir á gúmbátnum fóru á land með póstpokann og varn- ing úr kaupfélaginu á Suður- eyri. Það er erfitt að trúa þessu. En við nánari umhugsun álykta ég sem svo, að ég hafi ekkert fundið á fjörunni vegna þess, að ég hafði enga minnstu trú á, að þar væri neitt að finna. Þá er að reyna aftur. . .Nú er myrkrið skollið á og hríðin hef ur heldur aukizt. Ekki viðlit að fara um fjörurnar án þess að lýsa fyrir sér með raflukt. Ég flýti för minni eins og ég má vegna aðfallsins. Eftir því sem þeir sögðu mér í talstöð- inni, þá á varningurinn að vera fyrir ofan þarabinginn sem ég gat um áðan. Ég hyggst gripa hann þar en gríp í tómt. Rafluktin megnar ekki að rjúfa myrkrið í kringum mig, Hjá Gróttu svarrar sjórinn við sorfin þarasker. í útsynningnum dimmar drunur drynja í eyru mér. Þar fórust eitt sinn átján með allt í grænan sjó. Brimið svall við svörtusker. Sofðu, korríró. Oft heyrast óhljóð útvið Gróttusker. Á kvöldin stiginn kynjadans, kveðið og leikið sér. Hinn 12. þessa mánaðar verður Þórbergur Þóróarson áttræöur. Verður þess án efa minnst í blöðum á afmælisdaginn, en Les- bókin minnist þessara tímamóta í ævi skáldsins með því að birta Gróttustemmningu. Myndskreytinguna við ljóðið hefur Eiríkur Smith gert. Þórbergur Þórðarson: 9. marz íaee LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.