Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1969, Blaðsíða 11
verlö tiurtu, ineöaT annars faö- ir minn“. Móðir HofEmanns og amma skiptu sér lítt af uppeldi drengs ins. Þær voru ávallt heilsulega miður sín og bjuggu saman í herbergi, sem þær fóru helzt ekki úr, enda þótt þær hefðu næga krafta ’il að rífast og agn- úast í nær tvo áratugi. Uppeld- ið féll því í nlut piparfólksins móðurbróður og móðursystur Hoffmanns. í'rændi hans var jústínzráð, en hæfileikar hans til embættisstarfa voru svo sér- kennilegir, eins og maðurinn að flestu leyti, að hann komst til- tölulega mjög fljótt á eftirlaun. En frænka hans, sem álltaf gekk í græoum silkikjól með rauðum borðum, virðist hafa verið eina manneskjan, sem gat verði glöð og innileg á þessu kynlega heimili. Hún lét sér mjög annt um drenginn, tók hann stundum á kné sér og sagði sögur, spilaði á lútu og söng. En það var móðurbróðirinn, sem var húsbóndinn á heimil- inu og tók sannarlega föður- hlutverkið mjög alvarlega. Lét hann drenginn sofa í rúmi hið næsta sér. Þessi eindæma sér- vitri og duttlungaful'li maður, sem lét alla ávarpa sig jústinz- ráð innan heimilisins skipulagði allt með ítrustu nákvæmni, svefn, mat og drykk, lestur, tónlist, allt hafði sinn afmark- aða tíma upp á mínútu og breyttist úr einu í annað eftir fastákveðnum reglum allan dag inn. Ein reglan var þó bezt, að því er Hoffmann og frænku hans fannst, en hún var sú, að á hverjum miðvikudegi fór júst isráðið út í pkipulagðar' heim- sóknir til gamalla kunningja. -C* þessu heimili var hljómlistin mjög í hávegum höfð og jústisráðið hand- lék slaghörpu ,,af villi- mannlegri leikni“, eins og Hoffmann otðaði það síðar. Hann var sérfræðingur í verk- um Emanuels Bach. (Eitt af 20 börnum Johanns Sebastians). Á stundum homu frændur og frænkur í kvöldheimsóknir með al'ls kyns hljóðfæri, og þá var efnt til hljómleika undir stjórn jústisráðsins. Urðu þeir Hoff- mann mjög minnisstæðir viðburðir, ekki síður í sjón en heyrn, enda hef- ur hann lýst þeim snilld- arlega í ýmsum verkum sínum. Hann varð að sitja hreyfing- arlaus á stól við hliðina á frænku sinni, meðan á konsert- inum stóð, og það hefði oft ver- ið erfitt, ef ekki hefði verið svo margt spaugilegt að sjá. Þarna var gamall málflutnings maður, sem drengnum var oft starsýnt á, Hann spi'laði á fiðlu og kallast Musewius í sögum Hoffmanns. Hann var klædd- ur ljósbláum jakka með gyllt- um hnöppum, gyrtur silfursverði og var með rauðleita hárkollu með hnút í hnakkanum. Hann lék á fiðluna af eldlegum áhuga og hengdi þá yfirleitt hárko'll- una upp á snaga á meðan. Oft varð hann gripinn slíkum eld- móði, að honum héldu engin bönd, heldur óð áfram í taum- lausri hrifningu, laus við allar hömlur samleiksins. Og þarna var bæjargjaldkeri, sem blés svo kröftuglega í flautuna, að það slokknaði hvað eftir annað á kertunum hja honum. Emanue'l Bach var dýrlingur hússins, og nafn hans vur nefnt með lotn- ingu eftir hvern konsert. En frá hæðinni fyrir ofan bár ust oft tónar harinagráts og kveinstafa. Þar bjó hinn verð- andi rithöfundur ZakariasWern er, 8 árum oldri en Hoffmann, með vitfirrtri móður sinni, sem var nýorðin olikja. f brjálæðis- köstunum kallaði hún sjálfa sig Maríu mey og son sinn Hinn krossfesta, en Guðs son, þegar bráði af henni. I þessu umhverfi ólst Hoff mann upp fyrstu 6—7 árin og má nærri geta að þau mörk- uðu djúp spor i sál hans. En smám saman iosnaði hann und- an áhrifavaldi og kúgun hins stranga móðurbróður síns og hætti að taka hann eingöngu al varlega. Það hetfur vafalaust orðið honum til bjargar, að hann var gæddur ríku skop- skyni sem þoskaðist mjög fljótt, enda átti hann eftir að verða frábær skopmyndateikn- ari. Kenjar og duttlungar frænda hans ng hegðun yfirleitt höfðu einnig i sér ýmsar spaugi legar hliðar, þegar betur var að gáð, og það reyndist ekki svo erfitt að fara í kringum karlinn og gabba hann, þegar farið var að kunna á hann. Um þessi bernskuár Hoff- manns má margt lesa í hinni frægu bók hans, sjálifsævi'sögu „Kattarins Murr“, sem síðar mun getið. En þessum Þ ænda sínum þakk aði hann þó ávallt fyrstu mennt un sína og margt gott, sem hann innrætti honum í uppvext inum, strangan heimili'saga og reglusemi og umfram allt þrot- lausa iðni og skyldurækni, sem síðar varð bæði samtímamönn- um og síðari tíma undrunar og aðdáunarefni. Móðurbróðir Hoffmanns varð honum þrátt fyrir allt það, sem feður Mozarts og Beetihovens urðu sonum sínum. Hann kenndi honum tónfræði og hljóð- færaleik, svo lengi sem þekking hans hrökk til, en að því búnu kom hann honum í kennslu hjá frábærum pólskum organleikara, Podbielski. sem gaf honum bá innsýn og þann skilning í hljómlistarlegum efn- um, sem hann æ síðan bjó að og þroskaði með sér, og með sínum aðferðum tókst Podbi- elski að opna drengnum undra- heima Johans Sebastians Bach. Hann hafði verið for- eldralaus og einmana og fáum kynnzt utan hins sérstæða og drungalega heimilis. En er hann hóf skóla- göngu stækkaði veröld hans óð fluga, því að heimar listarinn- ar opnuðust honum, og hann leit þá af miklum fögnuði. Hann var mjög bráðþroska og fjöl- þættir hæfileikar hans komu brátt í ljós. Fyrst var það tón- listin, en þegar hann var 12 ára hafði hann náð miklu valdi yfir orgeli, píanói og fiðlu. Hann vakti athygli sem undra barn í heimaborg sinni, og það dró ekki úr aðdáun manna, er hann sýndi ieikni sína á flyg- ilnum, jafnvel með frumsömd- um verkum, að hann var svo lít i'll vexti, að hann leit út fyrir að vera 8—10 ára gamall. Almenna sxólagöngu hóf Hoff mann 11 ára gamall, 1787, og þá kynntist hann jafnaldra sín- um Theodor Hippel en þeir urðu vinir ævilangt gegnum þykkt og þunnt, þótt þeir væru mjög ólík ir að eðlisfari. Skólastjórinn var Pólverji, eins og þriðji hver íbúi Königsoargs í þá tíð, Dr. Wannowski, scm var vinur heim spekinganna Kants og Hamanns Stjórnaði hann skólanum í anda upplýsingastetnunnar, enda var þetta ríki Friðriks mikla, sem lézt er þeir Hoffmann og Hipp- el voru 10 ára. Þeir félagar báru djúpa virðingu fyrir Dr. Wannowski og minntust hans ævinlega þakkiátum huga. Undir handleiðslu Dr. Wann- owskis voru þeir í 5 ár. Hæfi- leikar Hoffmanns vöktu fljótt athygli Wannowskis, sem lét sér mjög annt um hann og leið- beindi honum langt út fyrir hin ar venjulegur námsgreinar. Auk hljómlistariðkana sinna tók Hoffmann að stunda myndlist af kappi og náði brátt mikilli leikni í gerð andlitsmynda. Varð þegar vart ríkrar tilhneig ingar hjá honum til að gera skopmyndir af sérkennilegu fólki, enda varð hann einn bezti skopmyndatei'knari síns tíma. Hann munaði heldur ekki um það að mála sjálfur leik- tjöldin síðar meir, er hann þurfti á því að halda fyrir eig- in verk. Heimur bókmenntanna hlaut einnig að op riast honum. Goethe var þá um fertugt, en bók hans „Þjáningar hins unga Werth- ers“, hafði óá í rúman áratug haft gífurleg áhrif á hina ungu kynslóð. Eigi aðeins komst ást- arsorg Werthers mjög í tízku þá, heldur og klæðaburður hans eins og Goethe lýsti honum. Minnir það mjög á vora tíma. Hoffmann las verk Rousse- aus af miklum áhuga og varð svo hrifinn af „Játningum" hans að hann las þær annað veifið alla ævi. En það má nærri geta, ekki sízt með hliðsjón af því uppeldi, sem hann hafði notið, að hin byltingarkenndu rit Ro- usseaus um uppeldismál hafi vakið athygli hans. Hann bjó ennþá í húsi ömmu sinnar. Geð- veiki kvennanna þar varð hon- um ekki lengur til skelfingar, héldur að msrkilegu sálfræði- legu rannsóknarefni. Og sér- vizka og smámunasemi móður- bróður hans þjakaði hann ekki lengur, heldur varð honum æ meira tilefni til alls kyns gríns og gamans. Hoffmann innritaðist í há- skólann í Königsberg 16 ára gamalll og lagði stund á lög- fræði af miklu kappi. Hann gerði það ekki einungis fyrir skyldfólk sitt, sem þó að sjálf- sögðu æt'laðist til þessa af hon- um. Hann var það raunsær þrátt fyrir hið auluga og listræna hugmyndaflug, að honum var ljóst, að hann yrði að búa sig undir borgaralegt lífsstarf, ef honum átti að verða kleift að njóta unaðsseinda listanna. Og það er einkennandi fyrir hann, að hann tók engan þátt í hinu prússneska stúdentalifi, því að siðalögmál þess var honum fjarri skapi. Hann umgekkst fáa, en góða vini, sem höfðu svipuð áhugamál og hann. Það var síð- ur en svo, að hann væri bind- indissöm mannafæla, því að hæfileikar hans til drykkju og gleðskapar voru ekki meðal- manns frekar en aðrar gáfur hans, eins og brátt kom í ljós. Og það er þá rétt að láta þess getið strax, að hann var jafn- framt og samtímis meðal skyldu ræknustu og færustu embættis- manna ríkisins. Helst hefði hann þó viljað gefa sig algerlega að listinni, og hann átti vissulega í bar- áttu innra með sér. „Ég les lög af sannfæringu um nauðsyn þess, en iðka hljómlist af ást- ríðu á hvíldarstundum“ Hér er að finna skýringu á því, hversu mikið dálæti hann hafði á því að skapa persónur, sem áttu í stríði við umheiminn, hvort sem sú barátta svo var sorgleg eða spaugi'leg. Jafnframt laganáminu tók hann að sér tónlistarkennslu á „betri heimilum“ í Königsberg. Og þá var það, sem hann kynnt ist ástinni fyrst. Henni laust niður sem eldingu, og af varð mikið bál. Hann var átján ára en hún 28. „Töfrandi kona, full áhuga og tilfinningu fyrir list“. 17 ára hafði hún verið neydd til að giftast fimmtugum vín- sala, og eftir lýsingunum á hon- um að dæma er ekki ástæða til að rengja hana um það, að hún hafi ekki þolað hann. Hoffmann hafði verið ráðinn ti'l að kenna hinni fögru frú píanóleik. Þetta varð bonum mikil og sár reynsla, en ef til vill ljúfsár, því að hann fann tilfinningum sínum útrás í hljómlistinni og átakanlegum bréfum til vinar síns Hippel. Nú varð hann raunverulega að þola öl'l stig Werther-þjáninganna, hún var engin uppgerð, eins og hjá flest um hinum, og enginn vafi er á því, að það hefur haft veruleg áhrif á þroska hans og listsköp un. Allt bendir til þess, að hún hafi endurgoliið ást hans. Hér var því um ósvikinn ástarharm- leik að ræða, þótt hvorki yrði hann lífshættulegur né ævilang ur. „Ég myndi örvænta, ef ég hefði ekki píanóið", skrifaði hann Hippel. Hann sökkti sér niður í „Don Juan“, óperu Mozarts, sem pá var látinn fyr- ir fáum árum. Einnig samdi hann aríur við „Li'la“ eftir Go- ethe og músík fyrir kirkjuat- riðið í „Faust“. Jafntframt tekur hann fyrir alvöru að fást við ritstörf og semur fyrstu skáld- sögu sína, „Cornaro. Endurminn ingar greifans Júliusar v. S.“ Hann er nú orðinn 19 ára. Skáldsaga þessi komst aldrei á prent, en Hippel er til vitnis um það, að hún var fullgerð — í þremur bindum. Hún mun hafa verið byggð á sambandi þeirra Hoffmanns og nemanda hans í píanóleik, frú Hatt, en hún hét Cora í bréfum hans. Aðra skáldsigu samdi hann einnig sama ár, „Hinn leyndar- dómsfulli11, en handrit beggja þessara skáldsagna eru glötuð. c Hið einstæða við persónuna Hoffmann kemur hér g'löggt fram í fyrsta sinn. Hann getur einbeitt sér að tveimur eða fleiri greinum í einu — og ver- ið jafnheill í öllum. Meðan hann er sem óðast að skrifa „Cornaro", tekur hann sprett- inn í lögfræðinni og lýkur fyrsta prófi við yfirréttinn í Königsberg i júlí þetta sama ár, þegar hann er 19 ára. Myndlistina vanrækti hann heldur ekki með öllu á þess- um tíma. Hann gerði það að undirlagi Hippels vinar síns, að mála tvö málverk og senda hin- um va'ldamikla föðurbróður Hippels, en efnið var sótt í sögu Frakklands. Hann fékk þó ekki anmð en kurteislegar þakkir fyrir \’ikið og þótti það að vonum súrt í broti. Hann kvartaði yfir þessu í bréfum til Hippels og fannst hann hafa eytt tíma og kröftum til lít- ils. Hann vissi það ekki þá, að fyrir myndir vur einnig hægt að fá miklu ver-a en ekki neitt. Hann átti brátt eftir að reyna það. Hvað myndlist snertir, gaf hann sig nú nær eingöngu að andlitsmyndum og skopteikn- ingum. T vítugur hleypti hann loks heimadraganum. Það var kom- inn tími til. Jafnsárt og það var að skilja við Coru, jafn'ljúft var honum að kveðja hús ömmu sinnar og fólkið þar. En hann átti fleira skyidfólk, annan móð- urbróður, sem einnig var lög- fræðingur og var dómari í Glo- gau í Slésíu. Bjó hann þár með konu sinni og tveim fríð- um dætrum og var mjög ólíkur bróður sínum. Varð það úr, að Hoffmann færi þangað og yrði aðstoðarmaður hans. Heimilislíf ið þar var með allt öðrum hætti en hann hafði átt að venjast og meira að hans skapi. í Glogau dvaldist hann í 2 ár. Jafnframt lögfræðistörfum stundaði hann að sjá'lfsögðu tónlistina eins og alla tíð, en nú blossaði einnig myndlistar- áhuginn upp að nýju, því að hann kynntist ítölskum málara, Molinari, mjög sérkennilegri manngerð, og skreyttu þeir í sameiningu kirkju þar í borg. Molinari átti síðar eftir að birt- ast í ýmsum sögum Hoffmanns, en þó sérstaklega í smiásögunni: „Jesúítakirkjan í G.“ í Glogau lauk hann öðrum hluta lögfræð- innar. En fleira markvert gerðist í 'lífi Hoffmanns í Glogau. Þar kynntist hann fyrst pólskri stúlku, Michalinu Rohrer-Trz ynska, sem síðar átti eftir að verða lífsförunautur hans. Síð- ar en ekki alveg strax. Þó varð hann ástfanginn þegar í stað að dæma eftir bréfunum til Hipp- els, en honum skrifaði hann allt í hjartans einlægni — og þar með einmg seinni tíma mönn um, sem lesa vilja, því að bréf- in eru varðveitt. Hann var með henni í skemmtigarði í sól- skinsskapi, hann var hamingju- samur og fann hlýjan andar- drátt hennar á vanga sér og var að því kominn að segja henni eitthvað þegar klukk- an sló sex, og spilaði síð- an Gleym mér ei, eftir Mozart, og orðin dóu hon- um á tungu. . Hann bar einn- ig ástarhug til Minnu, frænku sinnar, sem hann trúlofaðist tveim árum seinna. Faðir henn- ar, móðurbróðir hans, þurfti að skreppa til Königsberg í maí 1797 og bauð Hoffmann með sér. Þar dvöldust þeir í nokkr ar vikur. Og þar bjó Cora. Endurfundir þeirra voru sárs aukafullir, ást þeirra blossaði upp að nýju, og þau ræddu um nauðsyn þess að Cora skildi við mann sinn. Þegar Hoffmann kvaddi, var t-ann bæði hrærð- ur og særður logandi und. Ef til vill myndi hann aldrei sjá hana framar. En þó mun hann sízt hafa órað fyrir hinu, að þeg ar um haustið myndi hin róm- Framh. á bls. 14 9. marz 1969 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.