Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1977, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1977, Blaðsíða 6
Eftir Sigurjön Björnsson sölfrœöing ,,Sé þjóðfélagið í nokkuð föstum skorðum frá einni kynslóð til annarrar, myndast uppeldislegar hefðir og þjóðfélagslegar venjur. í sliku þjóðfélagi gengur uppeldisstarfið að miklu leyti af sjálfu sér. íslenzkt þjóðfélag síðustu áratuga er hins vegar með allt öðru sniði, eins og allir vita". Á undanförnum mánuðum hefur mikið verið rætt og ritað um ungl- inga, einkum vandamál þeirra. Eða kannski er réttara að segja vandræði þau, sem af þeim stafa. Enda þótt sumir hafi lagt sig fram um að reyna að finna ástæður þessa ástands, skortir samt ákaflega mikið á, að þar séu öll kurl komin til grafar. Viðfangs- efnið er líka i meira lagi flókið. Þar við bætist að alltof litil vitneskja er fyrir hendi um unglinga hérá landi: þroskaferil þeirra, áhugamál, að- stöðu, áhrif skóla, uppeldis og sam- félagshátta. Slík vitneskja er nauð- synleg forsenda ályktana og úrræða. En enda þótt þetta skorti að verulegu leyti, er engu að síður nauðsynlegt og sjálfsagt að ræða málefni ungling- anna. Það getur orðið til gagns, svo fremi sem það er gert af heiðarleika, fordómaleysi og velvild. Fyrst má kannski spyrja: Þarf það að koma á óvart, þó að einhver vandræði séu með unglinga? Þessari spurningu svara ég hiklaust neitandi. Auðvelt er að færa fram mörg rök fyrir því svari. Þegar blaðað er í Tölfræðihandbók 1 974, kemurí Ijós, aðárið 1 974 voru börn og unglingar á aldrinum 10— 1 9 ára 20.8% þjóðarinnar. Hafði sú tala hækkað úr 1 6.4% frá árinu 1 950. Árið 1 974 voru börn undir 10 ára aldri 1 9.8%, — eða börn og unglingar alls um 40%. Ef gert er ráð fyrir, að þeir sem aðal- vanda hafa af uppeldi og menntun þessa stóra hóps séu á aldrinum 30—59 ára, er fjöldi uppalenda ekki nema 30.1%. Frá þeirri tölu þyrfti svo að draga alla þá, sem af ýmsum ástæðum sinna ekki uppeldisstarfi, Nú þarf þessi tæpi þriðjungur þjóðar- innar mörgu öðru að sinna en upp- eldi. Á honum hvílir atvinnulíf þjóðar- innar þyngst. Vinnutími verður því einatt langur. Hann ber veg og vanda af stjórnun þjóðfélagsins. Hann ann- ast heilsugæzlu, og honum er ætlað að sjá fyrir öllum þeim, sem ekki teljast vinnufærir (íslendingar 67 ára og eldri voru árið 1 974 7.9% þjóðar- innar). Það er því næsta líklegt, að upp- eldisverkefni yngstu kynslóðarinnar sé stærra verkefni en svo, að uþp- alendur geti við það ráðið með góðu móti. Viðsjáum þess raunarýmis merki: Mikil vöntun er á dagvistar- stofnunum af ýmsu tagi (dagheimil- um, leikskólum, skóladagheimilum, tómstundaheimilum), aðstöðu til æskulýðsstarfsemi. Skortur fullþjálf- aðra kennara er mjög tilfinnanlegur, Mikil vöntun er víða á fullnægjandi skólahúsnæði o.fl. o.fl., sem óþarft er að rekja, því að öllum má vera þetta kunnugt. Sitt hvað bendir og til þess, að fullorðnu kynslóðinni sé ekkert sér- staklega Ijúft að þurfa að beina huganum svo mjög að uppeldismál- um og öllum þeim geigvænlegu verk- efnum, sem þar blasa við. Á því þarf enginn svo sem að vera undrandi Fólk er naumast til þess eins í heim- inn borið að ala upp börn. Flestir kjósa að vísu að barnauppeldi sé hluti ævistarfsins, en verði sá hluti óþægi- lega stór eða um of á kostnað annars sem bera þarf, er viðbúið að hann valdi leiða og þreytu og tilhneigingu til að loka augunum. Þá er skammt i það að skella skuldinni á ungviðið sjálft fyrir afleiðingar ófullnægjandi uppeldis. Litlu gagnlegra er raunar að ásaka foreldrana sjálfa fyrir að van- rækja uppeldisstörfin. Lítum t.a.m. á aðstæður flestra feðra, en spjótin hafa talsvert beinzt að þeim upp á siðkastið (eftir að menn sannfærðust um það, að þeireiga einnig uppeldis- hlutverki að gegna). Hvað skyldu þeir vera margir fjölskyldufeðurnir, sem geta leyft sér þann munað að helga -fjölskyldii sinni öll kvöld og alla laugardaga og sunnudaga, eins og vera þyrfti, ef vel ætti að vera? Það myndi í fyrsta lagi skerða tekjuöflun svo stórlega, að fáir gætu við það unað. í öðru lagi myndi það hafa alvarlega lamandi áhrif á atvinnulífið (hvernig færi t.a.m. um sjávarútveg- inn?). Þá myndi þetta að sjálfsögðu draga úr því fjármagni, sem notað er til almennra þarfa, og loks hindra menn verulega í þátttöku i félags- störfum. Með öðrum orðum: upp- eldisstörfin verða að mæta afgangi, og sá afgangur vill raunar stundum verða næsta lítill. Sé það skoðun manna, að yngri aldursflokkarnir séu of stórir miðað við uppeldisgetu hinna fullorðnu, ættu að vera möguleikar á að breyta því á komandi árum. Til þess þarf kannski að beita einhvers konar ,,hag- stjórnartækjum" eins og visir menn orða það, ástunda áróður og leiðbein- ingar af ýmsu tagi. Mér virðist það hljóti að vera ámóta mikilvægt og réttlætanlegt að mynda sér skoðun og stefnu um fjölgun þjóðarinnar og stjórna í samræmi við það, eins og svo margt anhað sem varðar framtíð þjóðarinnar. Eitt er a m k. víst: Það verður erfitt að ástunda „mannrækt" án slíkrar stjórnunar. Fæðingartíðni nemur nú rúmlega 20 fæðingum á ári fyrir hverja 1 000 Ibúa (21.1 0/00 árið 1973). Dánar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.