Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1977, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.03.1977, Blaðsíða 2
%V.v% 1 Eftir Gísla Sigurðsson Sólarlag eða sólaruppkoma — þa8 skiptir ekki máli. Hér er unnið allan sólarhringinn og innan vi8 hliðið tekur við sérstakur og nokkuð framandlegur heimur. Út gengur einn, sem lokið hefur vaktinni sinni þennan daginn. Ofan gefur ál á ál ál umvefur mála bál. Þannig mætti snúa út úr vfsunni alkunnu, sem eign- uð hefur verið Hjálmari Jðnssyni frá Bólu, nú þeg- ar rætt er um að koma álfðtum undir skjögrandi efnahagslíf okkar. Nú eru ýmist samin bænarskjöl til að biðja um álver, ellegar öllu slíku óskað út í hafs- auga. Sá hiti, sem orðinn er utanum hugmyndir um frekari álbúskap, hefur enn á ný beint athyglinni að álverinu í Straumsvík, kostum og göllum samningsins við álfurstana i Sviss og menguninni, sem sögð er vera þar utandyra og innan. í þeim málgögnum, sem harðasta afstöðu hafa tekið gegn stóriðju og álbúskap, hefur tfðum verið minnst á grimmileg örlög mosans f næsta nágrenni við verk- smiðjuna; einnig á þau óæskilegu áhrif, sem flúor f of rfkum mæli getur haft Til hægri: í stybbunni í kerskála var Ólafur Hall- dórsson beðinn um að taka grisjuna framanúr sér augnablik, svo hægt væri að þekkja hann á mynd. Ólafur er rafgreinir á þess- um stað; búinn að vinna þarna hálft annað ár og telur starfið gott, ef menn þoli það. Hann segir dálítið þvingandi að vinna með grisjuna, en notar hana alltaf. Vaktirnar taldi Ólaf- ur leiðar, en þó ekki svo bölvaðar að hann gæti ekki hugsað sér að halda áfram — það gerðu hlunnindin. Til vinstri: Egill Grettisson að störfum I steypuskála. Hann er með þeim yngri þarna, 23 ára og búinn að starfa i alverinu í rúm tvö ár, en áður vann hann við járn- bindingar. Egill kvaðst una sínum hlut vel, en vaktirn- ar væru leiðinlegar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.