Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 3
Minningar frö París eftir Katherine Anne Porter Um höfundana Reynt skal aö gera grein fyrir þessum fjórum Ijóöum eftir jafnmörg skáld. Jan Skácel (1922—) er frá Tékkóslóvakíu. Ljóö eftir hann hafa áöur birst í Lesbók. Einnig hefur Lesbók kynnt Ijóö eftir Reiner Kunze (1933—) austur-þýskt skáld sem nú býr í Vestur-Þýskalandi. Þeir Skácel og Kunze eiga þaö sameiginlegt að hafa átt í útistöðum við stjórnvöld. Kunze neyddist til aö fara úr landi eftir aö hann var rekinn úr rithöf- undasambandi Austur-Þýskalands og skipulagöar ofsóknir hófust gegn honum um svipaö leyti og Wolf Biermann var meinaö aö snúa heim. Lesendum kemur þaö ef til vill ekki á óvart eftir lestur Uppreisnar. Þó má segja aö Kunze sé ekki alltaf jafn opinskár og í þessu Ijóði, sum þeirra eru dulbúnari gagnrýni á ómennsku alræðisins. Ljóð Jan Skácels eru yfirleitt táknræn, myndir þeirra margræöar. En þaö sem einkennir þau fyrst og fremst er hnitmiöuö bygging og þaö hvernig skáldiö bregöur upp myndum úr sveitalífi sem það þekkir af eigin raun. í Ijóðum Skácels gegna orðtök og spakmæli veigamiklu hlutverki. Guillaume Apollinaire (1880 — 1918) munu margir kannast viö. Á hann er minnst í Kvæöakveri Laxness sem einn af brautryöjendum nútíma- Ijóölistar. Málarinn Henri Rousseau var af hinum barnslega skóla í myndlist, næfismanum, og málaöi m.a. mynd af Apollinaire. Annars málara, Delaunays, er getiö í Ijóöinu. Þetta er hyllingarljóö um Rousseau, eins konar kveöja frá skáldum og listamönnum Parísar. Blaise Cendrars (1887 — 1961) hefur haft mikið gildi fyrir þróun nútímaljóölistar, en benda má á aö flest meiriháttar Ijóö sín ( m.a. Síberíulestina) orti hann fyrir fyrra stríö. Á þriöja áratugnum var Cendrars aö mestu hættur að yrkja. í stríðinu missti hann hægri handlegg og er vikiö aö því í Óríónljóðinu. Cendrars sagöist ekki vera skáld heldur lífsnautnamaöur. Hann benti á aö hann væri ekki upphafsmaður nýrrar stefnu í Ijóölist. Það væri lífið sjálft, nútíminn meö breyttum lífs- háttum, sem heföi skapaö nýja Ijóölist. Allt líf er skáldskapur, hreyfing, sagöi Cendrars. Þeir Apollinaire og Cendrars uröu fyrir gagnkvæmum áhrifum hvor frá öörum. í augum Cendrars var Apollinaire höfuöskáld Frakklands. Taliö er aö í Zone eftir Apollinaire séu greinileg áhrif frá Ijóöi Cendrars Páskar í New York. Því má ekki gleyma aö skáldskapur er ekki einangraö fyrirbæri. Hann er sprott- inn úr persónulegri reynslu og ekki síst bókmenntalegu umhverfi. Þýöandi. í París fyrir allmörgum árum leitaöi ég á fornar slóöir. Ég fór til Rue de 1‘Odeon nr. 12, þar, sem bókabúöin hennar Sylviu Beach „Shakespeare and Comp- any“ hafði 'verið. íbúöin, sem hún bjó í, var á hæöinni fyrir ofan. Bókabúðin hefur staðiö auð síðan Þjóðverjar réöust inn í París í seinni heimsstyrjöldinni. íbúöin var mannlaus, en stóö meö þeim húsbún- aði, sem í henni var, þegar Sylvia lézt, og var gætt af góöum vini. Þegar ég kom inn í íbúöina í Rue de 1‘Odeon fannst mér aö Sylvia hlyti aö vera þarna enn. Ég sá gleraugun hennar liggja á náttborðinu, snyrtivörur og smáhluti á boröi í svefnherberginu, kaffibolla og könnu á boröi í stofunni, og undirföt og sokka hengd til þerris á snúru viö glugga í eldhúsinu. í öllum herbergjum voru heilir veggir þaktir bókum, á borðum ógrynni blaða, tímarita og mynda, málverk á veggjum og smáhlutir um allt. Yfir öllu var nú gráleit móöa ryks og fínlegra könguló- arvefja. Mér fannst ég finna fyrir nærveru Sylviu þarna þennan dag, og einnig allra þeirra mörgu listamanna, sem áttu athvarf hjá henni á árunum milli heimsstyrjaldanna. í París var nokkurskonar nýlenda bandarískra rithöfunda, og annarra listamanna, á þeim árum og allir komu þeir í bókabúöina „Shakespeare and Company." Þessir listamenn áttu fæstir annaö sameiginlegt en það, aö eiga Sylviu aö vini og hjálparhellu. Þaö var voriö 1932 aö ég sá Sylviu fyrst. Hún var lítil, fínleg, grönn kona meö grænbrún augu og jarpt, gulliö hár. Hún var ör í lund, eldfljót í svörum og hugsun, og mjög vel greind. Sylvia var ekki lagleg, en haföi til aö bera persónutöfra, sem endurspegluðu hinn mikla lífskraft hennar og ótamda anda. Hún var örugg í smekk, treysti futlkomlega eigin eölisávísun og aörir virtust treysta henni ! einu og öllu. Sylvia var prestdóttir frá Baltimore og átti sér í æsku þann draum, aö eignast bókabúö einhversstaöar, en þó allra helst í París. Sá draumur rættist vegna dugnaöar hennar sjálfrar og hjálpar góöra manna, sérstaklega systra henn- ar tveggja og móöur þeirra. En bókabúöin reyndist þó aöeins hluti af starfi hennar, þegar fram liöu stundir, hjálp hennar viö veröandi listamenn var ekki minna starf. Vina- og skjólstæö- inga hópurinn var stór, og þaö er óhætt aö segja, aö hún hafi haft áhrif á líf hundruö manna í gegnum árin. Hún vissi af meöfæddri tilfinningu hvaö hverjum og einum kom bezt. James Joyce rithöfundur og ailt, sem honum viðkom, varö henni hjartfólgiö áhugamál. Hún stuölaði beinlínis aö því, aö bókin „Ulysses“ var skrifuö, gefin út og henni dreift, og hjálpaöi til viö aö koma henni til Bandaríkjanna meö því aö fá góöa vini til aö smygla henni þangaö. Hemingway, Hadley kona hans og Bumby sonur þeirra, voru meöal vina hennar. Hemingway var reyndar sér- stakt átrúnaöargoö hennar og hún hélt því jafnan fram, aö hann væri mjög trúaöur maöur, gagnstætt því, sem almennt var álitiö. Sagt var, aö hálftíma eftir aö Hemingway, sem þótti mjög seintekinn maöur, kon inn í bókabúöina í fyrsta sinn, hafi hann klætt sig úr sokk og skó til aö sýna Sylviu sár þau á fæti, sem hann hlaui í stríðinu á ítalíu. Til Sylviu komu margir fleiri, sem Framhald á bls. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.