Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 4
Smósaga eftir Helmu Þöröardöttur Viö vorum tvo vetur saman í skóla. Samt man ég betur eftir henni, en öðrum bekkjarfélögum mínum sem ég átti þó lengri samleiö meö. Hún var „ööruvísi". Nú er þaö erfitt fyrir barn eöa ungling aö vera „ööruvísi". En þaö virtist ekki bíta á hana. Þegar ég hugsa mig betur um, þá finnst mér aö hún hafi ekki látið neitt á sig fá á þessum árum, ég held líka aö hún hafi aldrei veriö barn eöa unglingur, þaö fæðast sumir full- orönir eða langt til. Hún fluttist í þorpiö meö fjölskyldu sinni eitt vor. Um haustiö hvarf fjöl- skyldan burt meö far- fuglunum, en Dorothea varö eftir. Hún vistaðist hjá gömlum hjónum, sveitafólki langt aö, sem bjó utan við þorpiö og þekkti fáa. Þaö var lítið um aö- komufólk í þorpinu okkar á þessum árum og ekki alltof margt sem geröist. Þaö spunnust fljótt alis- konar sögur um þessa fjölskyldu sérstaklega móöurina, sem var dökk og framandleg og sumir sögöu aö væri útlendingur. Því minna sem nokkur vissi um þetta fólk, þeim mun meira var um þaö talað. Sumar mæöurnar dæstu og töluöu um þaö meö áhyggjusvip hvaö yröi, ef þaö ætti aö fylla skólann með aðkomulýð, sem enginn vissi hvaöa áhrif bæri meö sér til baga fyrir börn þeirra. Ntamma tók aldrei undir þennan söng og þegar hún komst aö því aö Dorothea var útilokuö frá öllum klíkufélögum okkar stelpnanna, þá skipaði hún mér aö bjóöa henni heim. Þaö geröi ég sárnauöug, því ég haföi ekki kjark til að vera neitt „ööruvísi". Eða brjóta óskrifuð lög stelpnaflokksins sem voru mjög flókin. Þau vogaöi sér enginn aö brjóta nema sú sem haföi sterkan bakhjarl og þaö voru þær sem réöu. En áhyggjur mínar minnkuðu snarlega. Dorothea geröi sér ekkert dælla viö mig í skólanum og ég get ekki sagt aö við kynntumst neitt aö ráði. Hún þáöi heimboðið kurteislega, en hún talaöi lítiö viö mig. Þaö var mamma sem hún talaði viö. Hún borðaði oft hjá okkur kvöldmat og á eftir þvoöi hún upp meö mömmu og þær sátu lengi saman frammi einar á eftir og drukku kaffi. Pabbi hló fyrst aö þessu en svo spuröi hann mömmu aö því í alvöru hvaö hún gæti verið aö ræöa við þennan stelpuanga. „Viö tölum nú mest um trúmál," sagði mamma, „en stundum um ættfræði“. Viö þessar upplýsingar litum viö pabbi hvort á annað og hann hló hálfvandræöalega. „Ég er feginn að dóttir mín er ekkert gáfnaviöundur," sagöi hann, „og ég veit ekki hvort ég kæri mig neitt um aö hún sé meö þessari stelpu, sem enginn þekkir neitt til.“ Pabbi var innfæddur í þorpinu og vissi hvaö hann söng. Mamma harðnaði á brúnina og sagðist ekki vita til aö viö værum neitt sérstaklega mikið saman viö Dorothea og hvaö gáfunum viövéki, þá hefði hún alltaf vitað að börnin hennar heföu ekki þegiö of mikið af þeim úr fööurættinni. Þar meö var þaö mál útrætt og enginn amaðist viö heimsóknum Dorotheu sem reyndar kom aldrei óboöin. Meö tímanum kynntist hún líka fleira fólki, og þaö spurðist fljótlega aö hún fengi að ganga aö vild í bókasafniö íslenskukennarans. Skólastjórinn talaði viö hana eins og fulloröna manneskju, aö ööru leyti en því að hann þúaöi hana auðvitaö eins og alla hina krakana, en hún þéraöi hann. Þaö þótti okkur fyndiö að hún skyldi þéra flest fulloröiö fólk, en því má ekki gleyma að þetta var fyrir fjörutíu árum síöan og þá voru þéringar engan veginn aflagðar. En í stelpnaflokkinn var hún aldrei tekin og þaö var henni sjálfri aö kenna. Hún reyndi ekkert aö vingast við okkur og sum tilsvör hennar voru þannig aö hún espaði okkur upp á móti sér. Til dæmis þegar Dodda sýslufulltrúans sem var ein fínasta stelpan, spuröi hvers vegna hún sem væri svona „óskaplega gáfuö“, væri aö snöltra í einkatímum hjá skólastjóranum. Dorothea sagöi að hún hefði svo lítið gengiö í skóla áöur. „Nú auðvitað, sagði þá önnur. Foreldrar þínir hafa náttúrulega aldrei búiö svo lengi á sama staö að þú hafir komist í nokkurn skóla.“ Dorothea breytti ekki um svip, enda ekki óvön svona glósum. „Hvaö er þetta þorp gamalt?“ spuröi hún. Viö sögöum aö þaö heföi byggst löngu fyrir aldamót. „Mín ætt,“ sagöi þetta óforbetranlega stúlku- barn, „mín ætt hefur búið í Hofdölum viö Breiðafjörð síöastliöin sex hundruð ár.“ En fyrri veturinn gekk þetta samt skaplega. Stelpurnar smágleymdu sér á veröinum aö halda aðskotagestinum utangátta og Dorothea var skörp og dugleg og úrræöagóö í leikjum. Seinni veturinn var aðskilnaðarstefnan tekin upp af fullum krafti og þaö var, það.fullyröi ég, mest Dorotheu sjálfri aö kenna. Viö höföum öll fermst og þóttumst ekki beinlínis börn lengur, en þaö duldist engum aö Dorothea leit ,á sig sem fulloröna manneskju, eöa þaö virtist a.m.k. svo. Hún tók aldrei þátt í leikjum lengur og fór eins mikiö einförum og hægt er í skóla fullum af börnum og unglingum. Hún hélt áfram aö heimsækja okkur, eða mömmu öllu heldur. Þær lánuðu hvor annari bækur og sátu oft lengi saman einar. Eitt kvöld rétt fyrir jólafríiö kom Dorothea óboðin og mamma og hún sátu saman fram á nótt í stofunni fyrir luktum dyrum, loks fylgdi mamma henni heim, aö ég held. Morguninn eftir var pabbi bálillur viö morgunmatinn og sagöi mömmu að hann liöi þaö ekki lengur aö þetta stelpufífl væri aö flækjast í sínum húsum, hann ætlaði ekki aö láta aðskotadýr halda uppi næturgöltri á sínu heimili. Mamma sat steinþegjandi undir demþunni, en það var nú hreint ekki vandi hennar, svo stóö hún upp og fór aö taka af borðinu og sagði um leið meö jökulkulda í röddinni: „Þaö var rétt og Baldur minn, þú hefir alltaf viljaö hugsa vel um þig og þína, en ef börnin þín skyldu nú einhverntíma ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.