Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.07.1978, Blaðsíða 13
Aö ofan: Mercedes Benz 300 SL árgerö 1955 og aö neðan: Árgerð 1978 af Mercedes Benz 450, sem sýnir hvernig þróunin hefur oröiö. Sami bíll eftir 23 ár Árið 1955 voru liðin 10 ár frá stríðslokum og Þýzkur bílaiönaður farinn að rétta úr kútnum. Mercedes Benz lagöi þá mikla áherzlu á að endurheimta Það oröspor, sem farið hafði af Benzinum fyrir stríð. Meðal annars var hannaður nýr sportbíll, sem var Þá mikið framúrstefnutæki: Mercedes Benz 300 SL, sem var aðeins 4,5 sek að ná 100 km hraða og hámarkshraðinn var 221 km á klst. Hurðirnar voru vökvaknúnar og opnuðust upp og mikill íburður í innréttingunni. Nú heitir samsvarandi gerð Mercedes Benz 450 SL og er vissulega venjulegri í útiiti, enda ekki litið á hann sem neinskonar framúr- stefnubíl. Nú eru línurnar hreinni og beinni, rúðurnar stærri og tvær venjulegar hurðir. Viðbragðiö er aöeins minna: 5 sek sléttar og hámarkshraðinn 217. Danska blaðið Bilen — motor og sport — reynsluók báðum pessum bílum nýlega og peirra menn komust að peirri niðurstöðu að mikið heföi áunnizt á pessum 23 árum. Að vísu pótti peim mikið „oplevelse“ aö aka peim gamla 300 SL. En peim pótti borða- hemlarnir ópægilega seinvirkir, hávaðinn á 100 km hraða var 81 decibel og mikla einbeitingu purfti til að halda honum í réttri rás á miklum hraða. Munurinn var sá, aö peim nýja 450 SL var hægt að aka á slíkri ferð án pess að nokkur fyrirhöfn væri aö halda honum á veginum. Hávaðinn á 100 km hraða var aöeins 69 db og diskahemlarnir samsvarandi góðir og viðbragðið. Svo ótrúlegar framfarir hafa oröið á pessum tíma í ökuhæfni og pær nýjungar, sem oft eru fyrst reyndar í bílum af pessu tagi, koma síðar hinum almenna bílkaupanda til góöa og gera venjulega bíla öruggari farartæki. Hinsvegar náði Mercedes Benz 300 SL tilætluðum áhrifum á sínum tíma og varð ásamt með öðru til pess aö Benzinn endurheimti fyrri virðingarsess. Danir kom- ust að peirri niðurstöðu, að hann væri „Et studie í skenhed" og formiö er svo sígilt, aö hann gæti eins verið nýr af náiinni. Þarna hafa Þjóðverjar tekið miö af brezkum sportbílum, svo og peirra eigin Porsche, en núna er Benz 450 SL meö öll höfuðeinkenni pýzkra bíla og straumlínunni hefur verið fórnað fyrir aukið rými og bætt útsýni. Aö ofan: Stýri og mælaborð í Þeim nýja. Að neðan: Meöal Þess sem vakti mesta athygli á sínum tíma voru huröirnar, sem opnuðust upp. AÐ hlusta bak viö oröin í RAUN 0G VERU Þœttir eftir Margaret Haikola Öll höfum við reynt stundum að „lesa milli línanna". En flestir menn, sem viö höfum umgengni viö, láta tilfinningar sínar ekki í Ijós í rituðu, heldur töluöu orði. Því varðar þaö miklu að geta „hlustaö bak við oröin“. Aö baki orðum mannsins er að finna kvíða hans — eða öryggi. Við mennirnir erum því vanastir að fela tilfinningar okkar bak við tjald sjálfsstjórnar. Dag einn dvaldi ég nokkra tíma hjá vinkonu minni, sem nýlega hafði misst ástvin sinn. Á stundum sem þessum er erfitt að vita, hvað ræöa skal. En vinkona mín réð sjálf umræðuefninu og talaöi látlaust um hégómlega hversdags- hluti. Hvernig getur hún? hugsaöi ég, og fannst hún vera úthverf manneskja í meira lagi. Nokkrum árum seinna kom svipaö fyrir mig sjálfa. Þá rann upp fyrir mér, að hversdagslegt samtal getur verið nauðsynlegt mótvægi gegn alvöru- þrungnum hugsunum. Mönnum hlítur að hafa fundizt af framkomu minni, að ég hugsaði lítt um þann, sem var mér horfinn, þó að ég í mínum innra manni talaöi viö hann, hvenær sem tóm gafst til. Hvernig áttu aðrir að geta skilið hræringar míns innra lífs? Orð, sem lýsa okkar innstu hugrenningum, forðumst við að segja til þess að eiga ekki á hættu að verða misskilin. Sjálfsreynsla mín á að kenna mér að skilja aðra menn. Vinkonu mína, sem eitt sinn geröi mig forviða, sé ég nú í nýju Ijósi. Orðræða hennar bar ekki vott um úthverfu, heldur öryggisleysi. Ég haföi dæmt hana ranglega. Við dæmum samferöamenn okkar ranglega, þegar við dveljum viö ytri orð þeirra. Hversu oft hef ég dæmt táning- inn, sem er fullur af sjálfsöryggi og mótþróa! Þó veit ég, að þessi framkoma hans stafar af því, að hann hefur yfirgefið heim bernskunnar og á ekki enn heima meðal fullorðinna. Ég ætti að vera næm á öryggisleysiö og kvíðann að baki orðum hans. Hugsaöu, að hann sé þitt eigið barn ... Erfiðust er aöstaöan, þegar oröin særa. Gefur trúin á mögulerka kristin- dómsins svo mikinn kraft, að ég hafi mátt í mér aö ganga til móts viö táninginn og taka á mig eitthvaö af byröi hans? Getur hann, ef svo væri, skiliö, að ég geri það til þess að sýna, aö ég hafi fyrirgefið honum! Ég held, að hann skilji það löngu séinna í lífinu — án þess að það komi nokkru sinni fram í orðum hans. Þegar viö mennirnir vinnum eitthvaö í kærleika, felur það í sér, að við erum að sá fræjum, sem hafa líf í sér fólgið. Kristur leit að baki orðum og gjörðum mannanna og fyrirgaf. Til þess að geta lifað saman verða menn að kunna að fyrirgefa hver öðrum. Það eigum við auðveldara með, ef við skiljum öröug- leika hver annars og sjáum, að mann- eskja, sem af einhverju tilefni hefur misst öryggi sitt, heyr harða baráttu. Við höfum marga slíka menn kringum okkur. Ef við hlustum, heyrum viö hvísl þeirra og hróp. Meöal þeirra er maður, sem gengur meö sjúkdóm, maöur, sem reynir sársauka hjónaskilnaöar, maður, sem er orðinn atvinnulaus — og margir fleiri. Allir hafa þeir misst eitthvað af því öryggi, sem þeim fannst svo sjálfsagt áður. Það er oft skortur á öryggi, sem gerir manninn eigingjarnan, hann hegð- ar sér frekjulega í hreinu sjálfsvarnar- skyni. Margir líta svo á, að menn á okkar dögum séu úthverfari en þeir, sem fyrr voru uppi. Við tölum minna um andlega hluti. En þetta getur líka stafaö af því, að við reynum ný vandamál, þar sem okkar gömlu orö falla ekki að og fulinægja ekki. Því er það erfiðara en áöur — en mikilvægara — að kunna að hlusta — á bak við oröin. Við dæmum mennina utan frá, jafnvel þótt viö pekkjum ekki erfiðleika Þeirra innan frá. Aö láta mann i friöi Þýöir oft aö skilja hann eftir í ófriði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.