Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 3
skyldur. Erlendur sendimaöur komst svo aö oröi nýlega, aö Hússein heföi aldrei gert þaö, sem Sadat gerði um daginn: aö ráðast harkalega gegn öllum gagnrýnend- um sínum heima fyrir. „Þetta hefur tekizt,“ sagöi konungurinn, „af þeirri einföldu ástæöu, aö mér hefur aldrei fundizt það viöeigandi aö líta á neinn sem persónulegan óvin. Eöa aö líta á skoöanamun sem persónulegt mál.“ „Hvernig fariö þér aö því aö halda vinsamlegum samskiptum viö alla frá Gaddafi til Sadats?" spurði ég. „Margir hafa verið okkur ósammála,“ svaraöi konungur. „Og viö höfum deilt viö marga á liðnum árum. En þeir hafa áttaö sig á því nógu snemma, aö um persónulegan meting sé ekki aö ræöa.“ Þegar konungur útskýröi hina ópersónulegu lífsspeki sína, minntist ég þess, aö Marlon Brando lýsti Mafíustríöi meö svipuðum oröum í „Guöföðurnum“: „Þetta eru viðskipti, þetta er ekki persónulegt." Hússein, konungur, talar líka eins og Guðfaöir, þegar hann ræöir um hlutverk sitt sem þjóðhöfðingja. „Það hefur alltaf verið svo, aö einn hafi verið höfuð fjölskyldunnar,“ sagöi Hússein. „Jórdönsku fjölskyldunnar.“ Eins og Mafíufjölskyldurnar sameinast Arabalöndin gegn fjandsamlegum heimi, en þau þreytast aldrei á því aö berjast sín á milli. Aö halda lífinu svo lengi í slíkri fjölskyldu fjölskyldna er afrek. Konungurinn hefur lifaö af þennan tíma, því aö honum hafa veriö gefin fleiri líf en víf. En heppni hans er ekki einni aö þakka, aö hann hafi bjargazt. Hér koma hyggindi og kænska einnig til. Það kann aö vera, aö Hússein tali eins og miöausturlenzkur guöfaöir, en hann kemur fram eins og miöausturlenzkur Metternich. Af eölishvöt hefur hann tekið sömu stefnu og hinn gamli Austurríkis- maður tók og mótaöi af skarpri hugsun sinni. Meö öörum orðum þá er konungurinn miölari. Metternich liföi á því að vera milli- göngumaöur milli Napoleons og Rússa- keisara. Hinn austurríski ráðherra bjarg- aöi hinu vanmáttuga ríki sínu frá því aö veröa gleypt annaö hvort af Rússum eöa Frökkum með því aö veröa báöum nauðsynlegur, meö því aö tala viö Rússakeisara fyrir hönd Napoleons og viö Napoleon fyrir hönd Rússakeisara. Og að sjálfsögöu liföi hann þá báöa. Á svipaðan hátt tatar Hússein viö Bandaríkjamenn fyrir hönd Araba og viö Araba fyrir hönd Bandaríkjamanna. Hann talar einnig viö hin ýmsu Arabaríki, sem eiga í deilum, fyrir hönd hvers annars. Eitt af vandamálum Hússeins, konungs, er, aö hann ríkir yfir þjóö, sem var búin til, en fæddist ekki. Og maöurinn, sem bjó hana til, var ekki einu sinni Arabi. Þaö var Winston Churchill. Eftir fyrri heims- styrjöldina skiptu Englendingar og Frakk- ar því, sem áöur haföi veriö Sýriand, í Nýjasta drottningin er amerísk, heitir Lisa Halaby og er bæöi yngri og stærri en kóngurinn. SVIPMYND fjögur lönd: Líbanon, Sýrland, Palestínu og Tfans-Jórdaníu. Hiö síöastnefnda varö til á mjög óvenjulegan hátt. Churchill er sagöur hafa litiö upp síðla drungalegs dags og sagt: „Það sem eftir er, er Trans-Jordan." og þá átti hann einfaldlega viö: „handan árinnar Jordan.“ Ekki ýkja snjallt nafn. Handan Jórdan. Bretar viöurkenndu Abdullah, sem haföi barizt viö hliö þeirra í heimsstyrjöld- inni, sem emír af Trans-Jórdaníu. Hann var ekki einu sinni frá þessu landsvæöi, heldur Saudi-Arabíu. En Abdullah og fylgdarlið hans hélt á úlföldum til Amman, sem þá var þorp meö nokkrum þúsundum íbúa, og setti þar á fót landstjórn. Eftir seinni heimsstyrjöldina var hiö tilbúna land lýst sjálfstætt ríki og hlaut hiö opinbera nafn Hashemíta konungsríkiö Jórdanía, en konungsfjölskyldan rekur ættir sínar til Hashem, sonar Múhameðs. Öll Arabaríkin segjast vera hlynnt eigin ríki Palestínumanna, en mér var forvitni á aö vita, hversu mikinn áhuga Hússein í rauninni heföi á því aö hafa slfkt ríki sem nágranna. Konungi er þó í fersku minni þaö stríö, sem hann háöi viö Palestínu- menn í sínu eigin landi. Ég spuröi því: „Ef til boöa stæöi á morgun aö koma á fót sjálfstæöu ríki Palestínumanna á Vesturbakkanum, mynduö þér þá óska eftir því? Eöa kysuð þér, aö slíkt ríki ætti sér lengri aðdrag- anda?“ „Ég tel, aö fyrst ættu ísraelsmenn að hverfa burt. Hugsanlegt væri, að land- svæöiö yröi sett undir alþjóölega stjórn eða umsjón.“ Meö öörum oröum virðist konungur ekki kæra sig um sjálfstætt Palestínuríki þegar í staö. Reyndar held ég, aö enginn af Arabaleiötogunum kæri sig um Palestínuríki á næstunni. Þeir eru hræddir um aö geta ekki haft hemil á því. Þar sem svo margir skæruliöar Palestínumanna eru vinstri byltingarsinnar, gæti fariö svo, aö aöalútflutningur hins nýja ríkis yröi byltin'g. Ríkir olíuútflytjendur myndu vart fagna fátækum byltingarútflytjendum meðal sín. Hússein, konungur, hefur tekiö svo margar áhættur um dagana, að þaö kemur mönnum á óvart aö veröa varir viö áhættu, sem hann er ekki reiðubúinn aö taka. „Ef yöur væri boðið til Jerúsalem á þessari sögulegu stundu, mynduð þér þá þiggja það boð?“ „Eg held, aö ég hafi ekkert til Jerúsalem aö gera á þessu stigi málsins. Eða á nokkru stigi út af fyrir sig. Ég er reiöubúinn aö gera allt, sem hugsanlegt er, til aö stuöla aö friöi, en ég þyrfti aö vita nákvæmlega, til hvers væri farið. Ekki aöeins aö taka þátt í tilraun, sem væri gagnslaus. Viö þyrftum aö vita til hlítar, hvaö viö aetluðum að ræða um. Og á meöan ísraelsmenn halda því fast fram, aö viö eigum engan rétt á Vesturbakkan- um, eru allar dyr lokaöar." „Hvaö þyrfti til aö fá yöur til aö taka þátt í friðarumleitunum?" spuröi óg ennfremur. „Þaö er mjög einfalt mál,“ svaraöi konungur. „Eru ísraelsmenn reiöubúnir aö draga burt her sinn frá öllum hernumdu svæöunum, sem tekin voru í júní 1967, gegn því aö friöi verði komið á?“ Hússein, konungur, vill sem sagt, aö friðarsamningarnir byrji á endanum. Að því leyti er Hússein sammála flestum leiötogum Araba, sem vilja vita vissu sína um málalok, áöur en setzt er aö samningaboröi. Úr viötali Aarons Lathams í „Esquire". Sveinn Asgeirsson tók saman. Til þess aö sölin sklni ögröðurog skög után úr heimi sem hlotiö höföu Nóbels-verðlaun fyrir framlag sitt til vísinda á ýmsum sviðum í þágu mannkyns. Þetta eru allt bráögáfaöir og víösýnir menn og orö peirra vega þungt á þessarri öld vísindanna. Tal þeirra barst að orkulindum jaröar sem stööugt þverra og að því hvern- ig hagkvæmast væri aö beizia orku og nýta án þess aö menn sitji uppi meö stórhættuleg úrgangsefni sem ekki eru nokkur tök á að losna viö svo öruggt sé. Þeir voru spuröir hvaö væri til ráöa og blessaðir mennirnir voru á eitt sáttir um aö sú sólarorka, sem mannkyn ætti helzt aö byggja á í framtíðinni væri sú sem býr í skógum. Ef til vill finnst mönnum hór sú yfirlýsing ekki eiga erindi til okkar — bæöi vegna þess aö viö eigum nægan jarðhita og nóg fallvötn til að virkja. Menn mega þá ekki gleyma náttúruverndarsjónarmiöum í því sambandi og þeirri staöreynd aö þeim vex stööugt fiskur um hrygg. Aörir segja ef til vill líka, að tómt mál sé fyrir okkur aö tala um þá virkjuðu sólarorku sem býr í skógum — hér séu ekki skilyrði til skógræktar. En þaö viöhorf er grundvallarmis- skilningur. Hér má víst rækta skóg — líka til nytja. Þaö tekur bara tíma og fjármagn. Vió eigum að sjá sóma okkar í því aö láta ekki sólina skína árangurslaust á blásna sanda og mela svo öll orkan fer í súginn og jarövegurinn fýkur til hafs. Viö eigum aö byrja á því aö hlúa aö grösum og gróöri á hverjum snauðum bletti, færa okkur síöan upp á skaftió meö kjarri, sem síöan veitir skjól nytja- skógi framtíðarinnar. Þannig á aö búa í haginn fyrir komandi kynslóöir. Markið á aö setja hátt og langt fram í tímann. Landhelgismáliö vannst meö sam- stilltu átaki allra íslendinga — næsta landhelgismál er landiö sjálft — beltió upp aö mögulegum gróóur- mörkum. Hulda Valtýsdóttir. ® í haust var haldinn fulltrúafundur Landverndar, landgræðslu og náttúruverndarsamtaka Íslands. Þar voru mættir fulltrúar frá 30 aðildar- félögum víösvegar aó af landinu ásamt nokkrum gestum. Flutt voru 5 fróöleg erindi um framkvæmd land- græösluáætlunarinnar 1975—1979, sem var þjóöargjöf íslendinga til landsins á 1100 ára afmæli íslands- byggöar. Á fundinum voru málin rædd frá ýmsum hliöum og margt fróölegt kom þar á daginn, sem sýnir ótvírætt hve nauösynleg þessi ffjár- veiting var og mikilvægt aö haldiö verði áfram á sömu braut þegar tímabil áætlunarinnar rennur út á þessu ári. Viö skulum vona aö forráðamenn pjóðarinnar geri ráö fyrir framhaldi í þessum málum á fjárlögum 1980. En finnst fólki almennt landvernd skipta máli? Gera má ráó fyrir aö viðhorf þéttbýlisbúa og bænda séu aó einhverju leyti ólík, en þau þurfa þó ekki aó stangast á só rétt á málum haldiö. Þéttbýlisbúar eiga ekki afkomu sína beinlínis undir landnytjum. Margir hverjir þekkja vart landiö nema af kynnum í lysti- túrum og skoöunarferóum. Þeir eru sammála um, aó landið búi yfir sérstæöri fegurð — litbrigöin eru hrífandi og á öræfunum ríkir eftir- sóknarveröur friöur. En spurningin er hvort menn kunna aö lesa í landiö frá gróöurfarslegu sjónarmiði. Sætta menn sig viö það, aö sums staöar í lágsveitum er gróður enn á undan- haldi? Gætu ekki þau svæöi líka oröiö „öræfi meö friöi“ fyrr en varir? í rauninni ættum viö íslendingar ekki aö hafa ró í okkar beinum fyrr en hver blásinn melur og hvert barð í lágsveitum er gróðri þakinn þar sem sá möguleiki er fyrir hendi, hvort sem um er aö ræóa grös, kjarr eöa skóg. Ég minni á merkilegan þátt í sjónvarpinu ekki alls fyrir löngu par sem sátu fyrir svörum vísindamenn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.