Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 8
Bjarki Jóhannesson arkitekt og verkfræöingur: Stofa í íbúðarhúsi eftir Frank Lloyd Wright, sem var einn af stórmeisturum allra tíma í arkitektúr og snillingur í meðferö rýmis. Rosengárdscentret — verzlanakjarni undir einu paki í Odense. Arkitekt: Jörgen Stærmose. Hér er hægt að setjast niður innan um gosbrunna og gróður. umhverfi LO-skólinn í Helsingör í Danmörku. Arkitektar: Jarl Heger, Karen og Ebge Klemmensen. Með niðurröðun húsa má skapa spennandi og skemmtilegt rými. Ráðhús í Odder. Arki- tektar: H.P. Holm Niel- sen ásamt meö Friis & Moltke. Oröiö arkitektúr er þýtt á íslensku sem húsageröarlist. Ekki eru allir sammála um, hvort líta beri á húsagerð sem listgrein, en flestir arkitektar munu þó vera sammála um, aö svo sé. Fólk veit e.t.v. frekar lítiö um störf og sjónarmiö arkitekta, og oft er þeim ruglaö saman viö verkfraeöinga og tæknifræöinga. Þetta stafar sennilega af áhugaleysi eöa tímaskorti arkitekt- anna sjálfra aö upplýsa fólk um þetta. Skoðanir arkitekta á hlutverki sínu eru eflaust jafn margar og þeir eru sjálfir, en ég mun hér og í síöari greinum leitast viö aö skýra máliö séö frá mínum sjónarhóli. Vonandi veröa margir mér ósammála, þannig aö umræöa skapist um málið. Arkitektar eru ósköp venjulegt fólk, sem lært hefur sína grein, alveg eins og t.d. smiöir og prentarar eöa hverjir aörir. Starfssviö þeirra er aö teikna hús, skipuleggja byggö, allt frá smáhverfum upp í stórborgir, og aö móta umhverfi á ýmsan hátt. Þetta felst ekki eingöngu í því aö leika sér meö form og liti, heldur að skapa ramma utan um mannlífiö sjálft. Þaö er hlutverk arkitekta aö hafa frumkvæöi í umhverfismálum og stuðla aö umræöu um þau. Þaö eru fleiri en arkitektar, sem teikna hús, svo sem verkfræðingar, tæknifræöingar og fleiri. Segja má, aö allar byggingar séu arkitektúr hver svo sem teiknar þær, en viö getum svo aö sjálfsögðu lagt okkar dóm á það, hvað sé góöur arkitektúr og hvaö sé slæmur. Þaö er hægt aö vinna húsateikningar bæöi vel og illa eins og flest annaö, og þar sem oftast er um mjög mikla fjármuni aö ræöa, þegar hús er byggt, er mikilvægt, aö vel sé vandað til teikninganna. Það er verið aö undirbúa þaö aö byggja hús, og ef undirbúning- urinn er ekki góöur, veröur húsiö ekki gott heldur, og e.t.v. fæst mun minna fyrir peningana en hægt væri aö fá. Þegar arkitekt teiknar hús, þarf hann aö samræma ýmsa þætti, svo sem niðurröðun herbergja, ganga og stiga, þannig aö sem best henti fyrirhugaöri notkun hússins. Veggir og súlur bera húsiö uppi, og veggir einangra gegn veöri, hljóöi og innsýn, eöa þeir eru skilrúm milli herbergja, Gólf, loft og veggir mynda svo nefnt rými, sem getur veriö bæöi einfalt og flókiö. Ýmislegt annaö en veggir getur afmarkaö rými, svo sem súlur, húsgögn eöa gróöur. Oftast er hægt aö segja, að maöur sé annaö hvort inni í rýminu eöa utan þess. Nátengt rýminu eru svo litir og Ijós. Litir hafa bein sálræn áhrif á okkur, og þaö, hvernig litir veljast saman, hefur einnig áhrif. Ef litasamsetning verkar illa á okkur, segjum viö, aö litirnir eigi illa saman. Litir verka ýmist kaldir aö hlýir, örvandi eöa róandi. Meö litavali má einnig fá rými til aö sýnast Stærra eöa minna en þaö er í raun og veru t.d. hærra eða lægra undir loft. Ljósir litir endurvarpa birtu betur en dökkir. Dimmt eldhús getur veriö óþægilegt aö vinna í, en úr því má bæta meö því aö mála þaö í bjartari lit. Ljós fæst oftast frá gluggum eða rafmagnsljósum. Ljós er mikilvægt fyrir okkur, bæöi til þess aö viö sjáum handa okkar skil, og eins skiptir þaö miklu máli fyrir vellíöan okkar. Augun þreytast fljótt af of skörpum skilum milli Ijósra og dökkra flata, og illa staösett Ijæg í verslunum, og t.d. þekkist þaö, aö rautt Ijós sé látið lýsa á kjötvörur, til aö þær virðist girnilegri til matar. Gluggar veita birtu og útsýni, en þeir veita jafnframt öörum innsýn í húsiö. Tröppur og svalir skipta miklu máli fyrir arkitektúr húss. Þess ber þó að gæta, aö tröppur eru mörgum óyfir- stíganleg hindrun, ekki aöeins þeim, sem eru bundnir viö hjólastól, heldur einnig mörgu minna fötluöu eöa slösuðu fólki. Þaö hefur oft einhvern

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.