Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 11
eru félagar hans á ööru máli, þau eru öll á móti bjórnum. En öll segjast þau hafa smakkað vín þetta kvöld, þó ekki sé þaö merkjanlegt. „Hallærisplanið eini staöurinn...“ í Fógetagarðinum var strjálingur af unglingum. Einn þeirra stendur á miöri gangstétt og sýpur af stút. Hann er dálítið óskýr í máli en viðræöisgóður og einlaegur í svörum. „Hvort ég kem hér oft? Ég er alltaf á planinu á föstudögum og laugardögum. Þetta er eini staðurinn fyrir krakka eins og mig að skemmta sér. Ég er 16 ára og þessi þarna líka en hinn strákurinn fermdist í vor. Við erum allir saman. Við eigum heima í Breiðholtinu." Komst þú ekki í Tónabæ þegar hann var opinn“ „Ég kom þar tvisvar. Staðurinn var svo leiöinlegur. Þar var allt bannaö. Sjónvarp- ið eyöilagði stuðiö á kvöldin. Krakkarnir héngu yfir því í staðinn fyrir að skemmta sér. Eins og maöur geti ekki horft á sjónvarpið heima hjá sér.“ Ertu ekki í skóla? „Nei, ekki núna. Ég féll í þriðja bekk. Mér gekk ekkert illa, var bara svo latur að ég svaf í tímunum. Kennarinn sagöi líka að ég væri alltaf rólegur en hinir krakkarnir létu eins og fífl. Hann var alltaf að reka einhvern út eða fara sjálfur. Þetta var lélegasti bekkurinn sem nokkurn tíma hefur veriö í skólanum.” Ertu í vinnu? „Já, hvort ég er. Ég sem er tekjuhæsti maðurinn í fjölskyldunni. Fyrst vann ég í frystihúsi, svo fór ég í ölgerðina og núna er ég kominn í öskuna. Þar er besta kaupiö, um 60 þús. krónur á viku. Ég er að reyna aö safna mér fyrir bíl, en þaö gengur bara ekki. Ég er alltof eyðslusam- ur.“ í hvað eyðir þú mest? „Brennivín og sígarettur og svo ýmis- legt annaö. Ég kaupi alltaf eina flösku á viku og tvo sígarettupakka á dag.“ En þú ert of ungur til að mega kaupa víniö sjálfur? „Enginn vandi, alltaf hægt að fá einhvern til þess. Elnu sinni baö ég róna, sem ég hitti á Laugaveginum að fara fyrir mig í „ríkiö“, og sagöist skyldi borga honum 500 krónur fyrir og einn sopa úr flöskunni þegar hann kæmi meö hana. Og mikið var ég hissa þegar hann kom og skipti við mig á fimmhundruð-kallinum og flöskunni. Það hefði verið betra fyrir hann að hafa bara flöskuna sjálfur. Ég var að lesa í blaði um daginn að sá sem drykki eina flösku á hverri helgi væri orðinn alkóhólisti. Þá krossbrá mér; þaö er einmitt þaö sem ég geri sjálfur." 13—15 ára unglingar vilja skemmtistaö eins og Tónabæ I Kolasundi gengum við fram hjá krakkahóp, sem voru að brjóta flöskur. Hvers vegna brjóta krakkar flöskur að gamni sínu? „Bara til að fá útrás" sögðu þau, en útrás fyrir hvað vissu þau ekki. í þessum hóp voru 13—15 ára krakkar. Þau sögöust smakka vín annð slagið. Einn 14 ára fullyrti aö hann hefði drukkið vín öðru hvoru síðan hann var 8 ára; en ekki fannst mér fullt mark takandi á þeirri yfirlýsingu. „En hvað ert þú að gera hér? Ertu frá blöðunum eða útvarpinu? Viltu þá skrifa um okkur og Hallærisplaniö?" Hvað á aö skrifa um ykkur? Hvað liggur ykkur þyngst á hjarta? „Við viljum hafa einhvern stað, þar sem viö getum verið inni í staöinn fyrir að vera hér á Hallærisplaninu. Hann má vera eins og Tónabær var, t.d. diskótek eins og var þar. Það þarf ekki brennivín, bara stað þar sem yngri krakkar geta veriö og haft það skemmtilegt saman. Tónabær var ágætur fyrir 12—15 ára, en þar var of mikiö af eldri krökkum. Þeir áttu ekki samleið með okkur. Við vildum hafa Tónabæ fyrir okkur. Segðu frá því í blöðunum eða útvarpinu, ef þú getur.“ ÁSTRÍKUR Á GOÐABAKKA / CAMLA DA6A, ÞE6AR. A'LLT L/ BÆRtNN KYRRIATUR V/Ð V, LIFÐU HAMIN6JUSAMIR 06) áTANPA / 8IRRÖVUM T/L A> BANKASTJÓRUM... — r N£J, HEVRÐUNU, N SESA RPÚ VERÐUR AP SKYRA ÞETTA SK/PULA6 ÚTFYR/k OKKUR! ' REóLUSTR/KUR ERU Oft MBS LÆV/SAR FYR) ítlanjr Félagslegt misræmi Svo mörg eru þau orð og auðséö að ekki eru allir á sama máli um ágæti Tónabæjar sáluga. Á leiðinni heim af Hallærisplaninu veröur mér hugsaö til þess fólks sem á mínum unglingsárum þræddi þessar sömu slóöir. Mesta samfélagsbylting sem sögur fara af á íslandi hefur gerst á því tímabili og félagsleg viðhorf allra aldursflokka tekið stórum breytingum. Mér sýnist allt benda til þess, aö þeir sem voru 18—20 ára í byrjun fimmta áratugsins hafi gert hliðstæðar kröfur til skemmtanalífs og þeir 13—15 ára unglingar, sem nú kjósa helst aö hafa sinn Tónabæ áfram. Hvar ætti þá samkvæmt því að ætla fólki frá 16 ára til tvítugs, stað í samkvæmismenn- ingu borgarinnar á því herrans ári 1978? Er hin samfélagslega forsjá ekki komin úr takti við tímann og þróunina með því að viðhalda úreltum lögum og reglum, sem banna þessum aldurshópum aðgang að almennum skemmtistöðum og dæma um leið ungt fólk til útigangs á Hallærisplan- inu. í þvi máli má sjálfsagt finna mismunandi sjónarmið. Frá félagslegu sjónarmiði má ef til vil best skýra tilurð Hallærisplansins sem eit' af mörgum dæmum um augljóst misræmi sem átt hefur sér stað í menningarlegr þróun íslensks þjóðfélags á síðustL áratugum. í þessu tilfelli er, að mínu áliti ekki við unglingana, sem safnast saman ; Hallærisplaninu, að sakast, heldur hin. eldri, ráðandi kynslóð sem virðist lok; augum fyrir þeirri staðreynd, að breyttii samfélagshættir hennar hljóta að leiða t; samsvarandi breytinga hjá yngri kynslóð inni á hverjum tíma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.