Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1979, Blaðsíða 9
1 s Mjólkurstöðin og íbúðarhús í Kleppsholti: Allt í kringum okkur má sjá sérstæð hús frá ýmsum tímum. Hvað er arkitektúr og hvert er hlutverk arkitekta? aukakostnað í för með sér að byggja hús með tilliti til fatlaðs fólks, en ef á þaö er litiö, aö mjög stór hópur fólks á einhvern tíma á ævinni viö hreyfihömlun aö stríöa, viröist sá kostnaður vera fullkomlega réttlætanlegur, a.m.k. á öllum almennum stööum. Aö sjálfsögöu endar svo veröldin ekki viö útveggi hússins, og þaö er ekkert einkamál húsbyggjandans og þess, sem teiknar húsiö, hvernig þaö lítur út. Þaö er hluti af umhverfinu og á eftir aö gleöja eða hrella augu fjölda fólks um ókomin ár. Útlitiö er þó aöeins einn þáttur af arkitektúr hússins, og varast ber aö dæma hús eftir útlitinu einu. Útlitiö er samt andlit hússins og snertir fjölda manns, þannig að mikilvægt er, aö til þess sé vandaö. Segja má, að þrír meginþættir ráöi útliti húss, þ.e. lögun (form), efni og litur. Ef Þjóöleikhúsiö væri klætt timbri, mundum viö varla þekkja þaö aftur fyrir sama hús og enn síöur ef þaö væri málaö gult. Enn fremur þarf svo húsiö aö sjálfsögðu aö halda bæði vatni og vindi og vera sæmilega hlýtt. Arkitektinn þarf aö segja fyrir um ýmsan frágang, svo sem glugga- og þakfrágang. Aö síöustu þarf svo arkitektinn aö gera sér einhverja grein fyrir kostnaöi viö byggingu hússins, því að ekki er hægt aö kaupa allan heiminn fyrir eina krónu. Kostnaöinum verður aö vera skynsam- lega variö, þ.e. til aö bæta húsiö á einhvern hátt, en ekki til að þjóna óskynsamlegum duttlungum húsbyggj- andans eöa þess, sem teiknar húsiö. Þegar arkitekt teiknar hús, er þá hlutverk hans í stuttu máli þaö, aö uppfylia óskir og þarfir fólks, og aö nota kunnáttu sína til þess aö teikna hús sem uppfyllir sem flestar kröfur, sem gera má til húsa, bæöi mannlegar og tæknilegar. Húsiö á aö hafa vissan persónuleika, vera sem hagkvæmast í notkun, og að sjálfsögöu á þaö aö hafa Gardínuvandamáliö. Gamalkunnur brandari um arkitekta. í petta hús vantar fjölbreytni; segja má aö Það sé form- snautt. í kaupstööum landsins og sveitum er pví miður fullt af svona húsum frá síðustu áratugum. í pessu húsi er ekkert samræmi, fæstir mundu kalla paö fallegt, en kannski í hæsta lagi „skrýtið". sem fæsta galla og vera sem þægileg- ast og skemmtilegast aö búa í. Þar koma oft inn hlutir, sem hinn almenni neytandi gerir sér ekki grein fyrir í upphafi, en mistökin koma oft í Ijós, þegar farið er aö búa í húsinu. Aö sjálfsögöu er sjaldan hægt aö koma í veg fyrir öll mistök, en skólun arkitekta stefnir aö því, aö þeir séu sem hæfastir að gegna þessu hlutverki. Hér kemur fram munur á starfssviði arkitekta annars vegar og verk- og tæknifræö- inga hins vegar, þar sem hinir síöar- nefndu eru aöeins skólaðir til aö leysa hina tæknilegu hliö málsins. Þaö er e.t.v. ekki rétt aö segja, aö arkitektar eigi alltaf aö teikna falleg hús, þar sem þaö fer eftir smekk hvers og eins, hvaö honum finnst fallegt. Arkitektúr er háöur tískusveiflum eins og margt annað, en þaö er sameiginlegt arkitektum allra tíma, aö þeir leita eftir vissu jafnvægi og formfegurö, en jafnframt hæfilegri fjölbreytni. Hér eru sýnd tvö dæmi, annars vegar er hús, þar sem ekkert samræmi er, og hins vegar er hús, sem sneytt er allri fjölbreytni. Oft er um einhvers konar samband af þessu tvennu aö ræöa, og allt í king um okkur sjáum viö bæöi góöan og slæman arkitektúr. Þaö kann aö viröast haröneskjulegt, aö viö Islendingar sjáum e.t.v. slæman arki- tektúr aöallega í mörgum íbúðarhúsum, sem risiö hafa á síöustu þremur áratugum, og mun ég e.t.v. rökstyöja þaö nánar síðar. Arkitektúr fyrri tíma sýndi oft vald þess, sem húsiö átti, en nú er yfirleitt fremur stefnt aö vellíðan fólks. Þetta hefur að mestu leyti veriö almennt rabb um arkitektúr og arki- tekta, en ætlun mín er aö skrifa fleiri greinar, og fjalla þá nánar um þaö, sem hér hefur veriö drepiö á, ásamt sögu og þróun arkitektúrs og skipulags, þýöingu þess fyrir umhverfið og listrænt gildi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.