Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1981, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1981, Page 2
í þessum greinarstúf langar mig til aö fjalla um líffræöileg og félagsleg tengsl mannsins viö náttúruna og hvernig hann fjarlægist hana meir og meir og hvaöa afleiðingar þaö hefur í för meö sér. Flestir vita aö maðurinn er skapaður af leir jaröarinnar. Hann býr í líffræöilegum tengslum viö náttúruna, lifir á henni og er efstur í fæðukeðjunni. Hann boröar dýrin sem éta gróöurinn sem nærist á lofti og jarðvegi. Úrgangsefni mannsins falla síð- an til jarðar og hringrásin hefst aö nýju meö vexti jurtarinnar. Lögmáliö er, að þaö sem tekið er frá náttúrunni hverfur til hennar aftur. Það sem af moldu er veröur aftur aö mold. Þetta er hin líffræöilega staðreynd. En hvernig upplifir maðurinn náttúru sína? Á tímum tækniframfara og háþróöara vís- inda er vert aö staldra viö og hugleiöa það. Náttúrulegt umhverfi mannsins hef- ur ætíð mótaö hann. Lífsafkoma hans hefur veriö háö því hvaö jöröin gæfi af sér. Bóndinn hefur allt sitt átt „undir sól og regni“ eins og skáldiö orðaöi það. Jafnframt hefur aöalatvinnuvegur þjóöar- innar veriö háöur tíöarfari og skipakosti. í gegnum aldirnar hafa menn svo sannarlega þurft aö heyja hetjulega baráttu fyrir lífi sínu. íslendingar hafa mótast þannig andlega í fangbrögöum viö náttúruna. Margir hafa mært hana í Ijóði, dásamaö sólarlagið, fannhvíta jökl- ana, stórbrotiö landslagiö og reynt aö tengja það voninni sem býr innra með okkur um betra líf og aö viö mættum öölast þann hreinleika og þá kyrrö og ró, sem við mætum í náttúrunni. Til hennar hafa margir sótt lífsþrótt sinn. Sá kraftur sem streymir frá henni er ókeypis. Ekki er þaö sama hægt aö segja um þá fjötra sem gerviguöir nútímans hafa lagt á fólk. Menn hafa reynt að svala þessari þrá sinni eftir fyllingu andans í peningum, byggingum, fíkniefnum og öörum vímu- gjöfum. Af hverju? Því ætla ég aö gera grein fyrir. Margt hefur breyst í hinum vestræna heimi í kjölfar iönbyltingar. Menn sögöu nær skilið viö lifnaöarhætti fyrri alda og ný hugmyndafræöi tók viö. Á Islandi hófst þessi þróun nokkuö seinna. Bændaþjóö- félagiö leið undir lok og viö tók kjarna- fjölskyldan. Menn fylltust mikilli bjartsýni á framtíðina, flestir fengu nú nóg aö boröa og þegar baráttan viö hungriö var úr sögunni og fjárhagurinn varð betri, fóru menn að fjárfesta. Síðan varð þaö lögmál aö enginn væri maöur meö mönnum nema hann ætti eignir og aö peningar leystu allan vanda. Þetta var ekkert sem Islendingar uppgötvuöu sjálfir — viö fylgdum aöeins öörum þjóöum eftir. Baðstofumenning okkar var liöin undir lok, menning forfeðra okkar hæfði ekki nýju þjóöfélagi. Meö aukinni velmegun styttist vinnu- tíminn og fólk fór aö eiga frístundir. Þeim haföi þjóðin ekki kynnst áöur. En hvað átti aö gera í frístundunum? Nærtækast var aö leita eftir fyrirmynd frá öörum þjóðum. Amerísk áhrif tóku aö streyma inn í landiö. íslendingar hættu aö meta náttúru sína og forna menningu aö veröleikum og hugur þeirra var bundinn nýju áhrifunum. Árangurinn var fljótur að koma í Ijós — við sjáum þaö gleggst í dag. Nú vill æskan ekki heyra minnst á „gömlu tímana" og ekki heldur tileinka sér neitt af menningararfinum. Nú ber hún það fyrir sig, að þaö séu breyttir tímar. Svo sannarlega höfum við fjar- lægst náttúru þessa lands. Ung skáld yrkja ekki lengur um stórbrotna og tignarlega náttúruna. Nú eru aöallega sett saman svartsýnisljóð, sem ort eru í vonleysi og gagnrýna samfélag okkar. Þaö staöfestir það, að menn finna sig ekki í því samfélagi sem er svo upptekiö í söfnun lífsgæða, aö náttúran verður ekkert annað en aukaatriði sem gaman er aö viröa fyrir sér á litríkum myndum. í framhaldi af þessu skulum viö velta fyrir okkur stórborgum nútímans. Þær eru gott dæmi um þaö hvernig menn missa andlegan þrótt sinn þegar þeir eru lokaöir frá náttúrunni. Kaldir steinveggir, 2 Kaldir steinveggir, steyptar götur, mengun og hávaöi... Stórborgarbarnið og náttúran eftir Eðvarð Ingólfsson Náttúran er sköpuö af þeim sem skapaði okkur... Málverk eftir van Gogh „í garöi skáldsins". steyptar götur, mengun og hávaöi, allt er þetta andstætt því' kerfi sem maöurinn er skapaður í. Þegar hann slitnar frá rót sinni þá brestur hann. Og hvers veröur hann nær í stórborgunum? Jú, tilgangs- leysiö blasir viö honum. Kerfiö er of flókið. Þaö er út af fyrir sig merkilegt, aö í þessum borgum skuli þúsundir manna þjást af einmanaleik og fjöldinn allur örvænta. Börn alast upp í geymslustofnunum sem heita skólar, þau eru ekki lengur í tengslum við störf foreldranna, fjölskyld- an lifir og hrærist á fyrirfram skipulagöan hátt, hrærist í þeim heimi gerviguða sem fariö er aö bera á hér á landi, sem felst í þeirri villutrú aö hægt sé aö fullnægja þörf sinni í efninu. Eignirnar eru númer eitt — menn óttast ekkert meira en missa þær og andleg trúarræktun er númer tvö. Þeir sem haldnir eru þessu eru svo sannarlega á villigötum. Þá verður and- inn, hin verömæta skapandi hugsun sem aðgreinir manninn frá dýrunum, fjötraöur af efninu. — Ég spái því að ef þessi efnisdýrkun í allsnægtunum heldur áfram, þá fáum viö aldrei góöa leiötoga; viö fáum ekki fleiri skáld sem bera af, viö fáum ekki sterka andríka stjórnmála- menn — öllum þessum hæfileikum verö- ur haldiö niöri í þrælskipulögöum þjóöfé- lögum, sem kunna svör viö öllum spurn- ingum — nema hvaö snertir tilgang lífsins, upphaf þess og dauöa. Frelsiö er horfiö, sambandiö viö nátt- úruna er rofið. Þaö sýnir sig vel í því hve litla viröingu menn bera fyrir náttúruauö- æfum, t.d. meö ofveiöi, náttúruspjöllum, óskynsamlegri nýtingu hráefna sem eru á þrotum s.s. olíu og margt fleira má tína til. Margt hefur tapast og fátt áunnist, í staö líkamlegs álags er komiö þrúgandi andlegt álag. Nú yrkja menn ekki jaröir sínar lengur meö höndunum eöa einföld- um vélaverkfærum, nú er tölvuvæöingin aö taka viö. í framhaldi af þessu ber ekki aö hafna allri tækni, heldur aö gæta þess aö nota hana skynsamlega. Hún má aldrei veröa til þess aö ieysa fjölda manns af hólmi, því vinnan er svo mikilvægur félagslegur þáttur. í gegnum hana finna margir tilveru sinni staö. Atvinnuleysi stórborganna eykur öll fé- lagsleg og efnahagsleg vandamál, hvert efnahagskerfiö hrynur af ööru og fyrr eöa síöar leiöir þaö til stórstyrjaldar. Sá sem mikið á og missir, vili alltaf endurheimta þaö. Og af því aö viö höfum veriö aö minnast á tækni, þá er ætíö hollt aö minnast þess aö sú trú manna fyrr á öldum aö vísindi og tæknibyltingar ættu eftir aö leysa kristna trú af hólmi, hefur svo sannarlega beðiö skipbrot. Þaö hef ég reynt aö sýna fram á í þessari grein, t.d. meö stórborgirnar sem hafa þau fullkomnustu tæki og efni sem völ er á en samt líöur fólki þar illa. Náttúran er sköpuö af þeim sem skapaöi okkur, viö erum af henni komin og munum hverfa til hennar aftur og veröa aö leir jaröar. Stórbrotin náttúru- öflin mótuöu lífsþrótt forfeöránna af mikilfengleika sínum. Þeir fengu aö upp- lifa hana, snerta, og hún fyllti anda þeirra. Ég vildi aö hægt væri aö segja þaö sama um vannært stórborgarbarn sem elst upp í dag, sem aldrei fær aö njóta sólarljóssins fyrir háum byggingum — sem aldrei fær aö njóta þess aö sjá jörðina grænka á vorin og blómin springa út, sem aldrei fær að umgangast dýrin, sem aldrei fær aö eiga einveru úti í náttúrunni, sem aldrei fær aö hlusta á niö lækjarins og söng smáfuglanna. Og aldrei fær aö ilma af gróörinum né anda að sér fersku andrúmslofti. Viö þurfum að láta þetta vera okkur til viðvörunar. Svo rjúka sérfræöingar í andlegum sjúk- dómum upp tii handa og fóta og reyna aö útskýra ýmsa menningarsjúkdóma í iön- væddum samfélögum með línuritum og töflum, sem enginn skilur í. Ég spyr að lokum: Er þetta nokkuö flókiö mál?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.