Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1981, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1981, Side 9
á boöstólum kornvara og haröur jakostur, uppþræddur í bitum, sem perlur á bandi, og nefnist choogo, pottar, sleifar og vaömál, en ekki sáum viö kjöt eöa fisk í verzlununum. Sá varningur fæst sennilega í skiptum fyrir aöra vöru heima hjá bændum. Vöruskiptaverzlun hefur tíökazt í landinu fram aö þessu, en nú hafa veriö slegnir peningar. Er bhutanska myntin sérkennileg aö gerö. Peningarnir eru ýmist þríhyrndir, ferhyrndir eöa kringlóttir, til þess aö auövelda notkun þeirra fyrir blint og ólæst fólk. Myntin heitir Ngultrum og skiptist í 100 chetrum. Drekaveldiö fylgist ekki meö þróun í ferðamálum Enginn er hér söluvarningur, sem feröa- langur mundi girnast aö taka heim meö sér sem minjagrip. Og listamenn þjóöarinnar sinna ööru en aö framleiöa slíka gripi, enda hefur landiö fram aö þessu ekki verið opiö feröafólki, og þeir fáu, sem hingaö koma, geta því lítiö verzlaö. Aö þessu leyti fylgist drekaveldið Bhutan ekki meö nútíma þróun í ferðamálum, og ráöamönnum þar þykir sá atvinnuvegur ekki sérlega eftir- sóknarveröur. Viö feröalangar uröum okkur þó úti um fagurlituö stígvél og haglega ofið vaömál með skrautlegu silki- ívafi. Ein söluvara þykir þó sérstæö fyrir ríkið en þaö eru frímerki, sem eru mjög íburðarmikil og fágæt, og seljast því háu veröi. Eru jafnvel til frímerki meö þrí- víddarmyndum og enn önnur eru gerð sem grammofónplötur og þar á er þjóðsöngur landsins. Sagt er aö ríkiö fái góöar tekjur af sölu slíkra frímerkja. Annars eru viöskipti landsins einkum viö Indland, og flytur Bhutan þangaö bæöi timbur og ávexti, og nú á síöustu árum er fariö aö leiöa rafmagn tiljndlands frá orkuverunum í suöurhluta landsins. Ríkistekjur eru því ekki sérlega miklar. Helzt eru landeigendur skattlagöir, en tekjuskattur er enginn og er Bhutan þar meö nokkra sérstööu meðal ríkja heims. Þar sem ríkistekjur eru af skornum skammti er eölilega lítið um félagslegar framkvæmdir. Til dæmis hefur heilbrigöis- þjónusta veriö ónóg. Einkum eru berklar, holdsveiki og malaría landlægir sjúkdómar og barnadauöi er mikill. Er talið aö eitt af fjórum fæddum börnum deyi af magasjúk- dómum. Smám saman er þó ráöin bót á þessum málum. Reist hafa veriö fjögur sjúkrahús og barnadauöi fer minnkandi meö auknu hreinlæti og lyfjanotkun. Bhutanir bíöa eftir flutningavagni við klaustriö í Punakha. Viröulegur æösti prestur Rauður pip- ar þurrkaöur á þaki. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.