Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 6
EINS OG HVÍTUR SVANUR Smásaga eftir Kristínu Sveinsdóttur egar við Stefán byggðum húsið okkar ákváðum við að láta útbúa í því sér- stakan tónleikasal. Eða öllu heldur lét Stefán útbúa hann því að honum fannst flygillinn og ég hæfa hvort öðru svo vel. Áður en við giftum okkur hafði ég að vísu gengið í lista- skóla, en þefurinn af olíumálningunni fór fyrir brjóstið á Stefáni og svo þoldi hann ekki lita- klessurnar á fingrunum á mér. Ég get svo vel skilið það því að Stefán er svo viðkvæmur maður. Þar að auki elskar hann tónlist. — Svona hánorræn, ljóshærð og hvítklædd við svart- an flygil. Eins og hvítur svanur á djúpum hyl. f and- stæðunum felst hið fullkomna samræmi, segir hann. Tónleikasalurinn er líka í fullkomnu samræmi við okkur tvö, flygilinn og mig. í húsinu okkar stingur enginn einn hlutur í stúf við annan. Allt fellur þétt hvað að öðru, rétt eins og eikarflísarnar á gólfinu. Þær falla svo þétt að hárfínasta rakvélablað kemst þar ekki á milli. Ég reyndi það einu sinni þegar ég lá á fjórum fótum við að bóna gólfið, en það var lífsins ómögulegt. Enda verkið unnið af útlendum sérfræðingi samkvæmt fyrirmælum Stefáns. Stefán segir að það sé best að vaxbera gólfið því að vaxið gefi því djúpan, mjúkan gljáa. En ef einn vatnsdropi fellur á svona gólf myndast hvítur blettur og þann blett þarf að nudda og núa vel aftur og aftur með vaxbornum klút þangað til hann máist alveg út og gólfið skín á ný. Valdar eikarflísarnar mynda undurfagran ískristal á upphækkuðum pallinum þar sem flygillinn stendur og hvolfglugginn fyrir ofan ber sama mynstur úr kristaltæru gleri. Það er eins og jörðin horfi á spegilmynd sína í sjálfum himninum. Annars langaði mig fyrst til að hafa gólfábreiðu á þess- um sal, en hún hefði kæft tónana, segir Stefán og þegar hann segir það, veit ég auðvitað að það er alveg rétt. Ég hafði bara ekkert hugsað út í það. Svo safna þær líka i sig ryki og eru erfiðari fyrir mig að þrífa en parkettið. Áður hafði ég löngun til að hringa mig á mjúkri, hlýrri gólfábreiðu eins og rósóttur köttur. Ég hef alltaf öfund- að ketti sem liggja á gólfábreiðum, þeim líður svo vel, sérstaklega ef þeim er strokið. Þá hnipra þeir sig sam- an, lygna aftur augunum og mala. Og flygillinn er glæsilegur, það er satt. Enda hef ég aldrei haldið öðru fram. En þessi svarti gljái sem endurspeglar andlits- mynd mína, hvíta og óumbreytanlega, vekur með mér ugg sem ég get ekki skilgreint. Samt er hann huggunin mín í þessu húsi. íhvolfir, gráir steinsteypuveggirnir eru göddóttir eins og ígulker og glerveggurinn sem snýr út að hafinu hleypir kuldanum inn en fyrir honum vikur hitinn sem stígur upp og safnast fyrir undir hvolfglugganum. Samt dugir það ekki til að þíða ískristallinn þar uppi. Einu sinni langaði mig til að hafa arin hérna inni. Það er svo notalegt að gleyma sér við arineld og láta hugann reika. Eldtungurnar eru heitar og lifandi og breyta sífellt um lit og lögun eins og lífið sjálft. Þær eru líkar blómum sem vaxa upp af bláum rótum og breiða lífsþyrst úr rauðgulum krónum sínum á móti sólinni, og á milli þeirra dansa álfadrottning og álfakóngur og með þeim undurfallegur lítill drengur. Ég geng um og lít eftir að allt sé í fullkomnu lagi áður en gestir okkar koma. Gæti þess að jafnt bil sé á milli stólanna sjö sem raðað er í kring um pallinn. Þeir eru úr íbenviði og hannaðir af heimsþekktum ítala. Stefán segir að ef fleiri hugsuðu um einfaldleikann væri lífið auðveldara viðureignar. — Keep it simple, segir hann og ætti að vita hvað hann er að tala um, arkitektinn sjálfur. Ég hagræði plöntunum í leirkerinu og tíni sölnuð blöð af gyðingnum. Hann virðist alltaf þrífast jafnilla undir pálmanum sem teygir sig í ofanbirtuna, voldugur með dökkgræn, safarík blöðin. Hvíta höggmyndin við glugg- ann ber i snjóinn fyrir utan. Hún er af nakinni konu. Eg snerti hana kalda og harða, en samt áferðarmjúka og sný henni í annað sinn þennan dag þannig að hún horfi út á hafið. Þetta er einasta deiluefni okkar Stefáns. — Vertu ánægð með að einhver skuli vilja horfa á þig á meðan þú ert að leika á flygilinn, segir hann. Auðvitað segir hann þetta bara í gamni, ég veit það vel, samt gæti hann sagt það í annarri tóntegund. Hafið er síbreytilegt. Stundum ærslakennt og ham- ingjusamt eins og krakki; stundum kyrrt og dreymandi eins og ung stúlka; stundum fullt illsku og úlfúðar eins og gamall gráskeggur. í dag hefur það verið lognkyrrt og svo blátt að það sýndist næstum grænt. Vetrarskýin spegluðust í því, dúnlétt og mjúk og stórt, hvítt skip sigldi hjá. Ég horfi á spegilmynd mína í forstofunni áður en við opnum fyrir gestunum. Það er rétt, perlufestin ein og sér fer best við hvítan, síðan kjólinn. Eins og Stefán segir, þá skiptir formfegurðin ótrúlega miklu máli. Það ískrar í herðatrjánum af æsingi þegar þau klæðast pels- um og kamelfrökkum. Undarlegt að allar þrjár skuli — Undarleg tilviljun, segja allar þrjár og kinka kolli eins og endur á polli. Speglarnir við barinn mynda líka glæsilegan ískrist- al. — Eitt gegnumgangandi þema, það er mitt mottó, segir Stefán. Fjórtán svartir toppskarfar og einn albínói. Ég geng um með silfurbakkann og horfist í augu við rauð berin á glasabotnunum. Við skálum og Stefán býður gesti okkar velkomna. — Kæru vinir — Hann kemur svo vel fyrir sig orði, hann Stefán. Reglulegur heimsmaður og svo vel gefinn. Segir alltaf það sem við á, það eina rétta. Hann er glæsilegur í kvöld og klæðskerasaumaður smókingurinn fer vel við grásprengt hárið. Við lyftum aftur glösum og vínið skín í gljáfægðum kristalnum. Spegillinn hefur sama háskalega aðdráttaraflið og fyrr. Samt hata ég hvernig hann skásker andlit mitt. Annar helmingur þess er ofar en hinn; eitt auga, hálft nef, hálfur munnur, eins og á konumynd eftir Píkassó. Ég færi mig rólega nær og horfist í augu við sjálfa mig svo lítið beri á. Sjáöldrin hafa drukkið í sig dökkrauðan lit kirsuberj- anna. Ég lít snöggt undan. Skyldi Stefán hafa tekið eftir nokkru? Andlit hinna kvennanna eru formfögur og í þeim skiptast á ljós og skuggar. Bros þeirra eru skiln- ingsrík og viðkvæm eins og postulín. Karlmennirnir standa í blámóðu, gleiðir með þanda brjóstkassa og rugga sér frá tám aftur á hæla. Þeir tala peningamál og eru skemmtilegir. í hverri hláturhviðu taka þeir bakföll og dýfur, þess á milli læsa þeir gullinu um brúna drjól- ana. ... reykurinn umlykur mig eins og vatn ... ég sekk hægt og hægt dýpra og dýpra fæturnir snerta sandbotninn ég ætla að spyrna mér upp aftur en sandurinn grípur í fætur mína og dregur mig niður niður ... ég sit föst í eðjunni get ekki haldið andanum niðri lengur ... ég berst um viti mínu fjær reyni að losna losna ... Skyldi bros mitt vera nógu elskulegt svona — ? — Guð, á ég að trúa því að þið hafið ekki fengið ykkur scampi í ... í Mexico City? — Það er bara alveg gasalega pirrandi þegar maður er að ferðast á þessum stöðum að geta ekki þverfótað fyrir betlurum og alls konar dóti. — En ég get bara sagt ykkur að Niagara-fossarnir eru sko nothing borið saman við Iguacú-fossana í Bras- il. Matarborðið er einfalt og virðulegt. Löng og mjó kert- in standa í stjökum til endanna. Við kveikjum ekki á þeim því að þau ósa og kolsvartir skýjabólstrarnir stíga upp og setjast á gluggarúðurnar og gera þær mattar. Samt laumast ég stundum til að kveikja á kerti stutta stund í einu þegar ég er alein heima á daginn. Það getur varla gert svo voðalega mikið til ef Stefán veit ekki af því. Ég fægi gluggarúðurnar auðvitað á eftir. Hann stendur við hliðina á mér í eldhúsinu. — Er maturinn ekki að koma? — Ég kveikti of seint á ofninum. Þetta verður tilbúið rétt strax. — Vínið einu sinni enn. Djöfullinn sjálfur, hvenær ætlarðu eiginlega að læra þetta? Auðvitað vínið. — Þú veist að ég get aldrei munað — Skiptir það svo miklu máli? — Skiptir máli? Það er aðalatriðið, skiptir öllu máli. Hvítvínið kalt, rauðvínið heitt, rauðvínið heitt, hvít- vínið kalt — hvernig á maður að geta munað — ? Ég horfi á glerið þenjast út undan dökkrauðum vökvanum sem stígur hægt hærra og hærra þar til hann flæðir yfir barmana og ofan á mjallhvítan dúkinn. ... og hjarta mitt er fullt svo fullt af sælu og ást til þín hún flóir út yfir barma þess dökk og heit upp í höfuðið og fram í fingurgómana þar sem þeir eru fíngerðastir hún fyllir mig löngun til að fara höndum um þig allan til að vera svo tak- markalaust góð við þig og ég horfi inn í þessi grábláu augu sem búa yfir allri blíðu heimsins og sé speglast í þeim kærleika sem er þúsund sinn- um stærri en alheimurinn og ást sem nær út yfir endamörk eilifðarinnar og einn dagur er sem ör- stutt andartak og við rísum upp úr kafgresinu og tengjumst kærleikskeðju og líðum berum fótum yfir fagurgræn engi og hlæjandi sóleyjatún yfir starmýrar og súrurauða mela ofan að fjöruborð- inu tökum hnefafylli okkar af björtum sandinum og köstum honum upp í himinblámann þar sem vindurinn hrífur hann og breytir í hóp af mjallhvítum máfum sem bæra vængina og berast hratt í burt og við stöndum í fjöruborðinu og horfum á eftir þeim hvernig þeir verða sífellt minni og minni og sýnast loks eins og hnefafylli af hvítum sandi sem hverfur við sjóndeildar- hringinn og svo ert þú líka farinn ég sé fley þitt sigla burt svo stórt og svo hvítt og loks eins og örsmáan depil og heyri enn óminn af skærum hlátri þínum sem á upptök sín i takmarkalausri lífsgleði þinni en ískaldar öldurnar kitla mig í berar tærnar og vekja mig aftur til veruleikans Hvít servíettan drekkur í sig rauðan vökvann eins og grisja sem lögð er yfir gapandi sár. Stefán er maður kvöldsins. Hvert gullkornið á fætur öðru hrýtur af vörum hans; hann teflir eins og æfður skákmaður fjöltefli og hverja skákina af annarri til sigurs. Mig fer að klæja í ökklana; kláðinn skríður upp eftir fótleggjunum, um lendarnar, yfir brjóstin, upp á bringuna, aftur um bakið. Hann er orðinn óbærilegur. Ég verð að gera mér upp erindi, bið gestina að hafa mig afsakaða og stend upp. Viðvörunaraugnaráð frá Stefáni fær mig til að setjast aftur. — Blómkálið er ofsoðið, góða. Óþægileg þögn sem síðan er rofin. — — Hann hefur komið sér gasalega vel áfram. Þeir slógust um hann þegar hann kom að utan — alveg gasalega dugleg bæði tvö — þurftu ekkert fyrir náminu að hafa — maður er heppinn að hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af þessum börnum sínum. ... ég fletti frá mér purpurarauðum sloppnum og kviður minn er stór og þaninn úr gleri sem er örþunnt eins og skjall og þú ert gullfiskurinn minn sprettfiskurinn minn litli sem tekur koll- dýfur í gleði þinni yfir að fá bráðum að sjá ver- öldina þessa fögru veröld sem ég er alltaf að segja þér frá augu þín eru enn lukt og ég ein veit hvernig þau verða þegar þú opnar þau í fyrsta sinn blá svo blá að þau skjóta gneistum eins og önnur augu sem ég átti einu sinni en munnur þinn opnast og lokast í sífellu og við hjölum um hversu dásamlegt það verður þegar þú kemur og við förum að uppgötva heiminn saman og ég undrast og dásama hversu duglegur þú ert og hlæ

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.