Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 12
fundu menn einhvern uppgerðarlausan og óloginn frumkraft, sem andaði ferskum og hressandi öræfablæ yfir mannabyggðir. Enginn sjónleikur hefur náð jafnalmennum ítökum með þjóðinni, ekkert leikrit, innlent né útlent, verið sýnt jafnoft hérlendis, enginn íslenzkur leikur komizt neitt álíka að sýningafjölda (sennilega a.m.k. 500) — þar sem „sýnileikurinn" hefur farið fram í skemmum, hlöðum, pakkhúsum, íbúðarhúsum og samkomuhúsum alls konar, frá gildaskálanum gamla eftir miðja 19. öld — til gildaskála íslenzkrar leiklistar við miðbik 20. ald- ar — við frumstæðasta aðbúnað og einhverjar full- komnustu leikhússtilfæringar á Norðurlöndum og allt þar í milli. Enginn sjónleikur hefur haft jafnvíðtæk áhrif á íslenzka leikstarfsemi, íslenzka leikhússmennt, íslenzka leiklist. En gusturinn af atgeir Skugga-Sveins blés einnig fyrstur anda listarinnar í brjóst mesta leikhússmanni íslands og mesta leikritaskáldi íslendinga. „VAR ÞETTA EKKI ÞAÐ Mesta í Heimi?“ Indriði Einarsson segir frá því, er hann, 14 ára gam- all, sá fyrstu leiksýningu á ævi sinni. Það voru Útilegu- mennirnir, sýndir eftir jól 1865 í fyrsta sinn eftir útgáf- unni 1864, og lék Matthías sjálfur Sigurð í Dal. „Ég var ákaflega forviða og utan við sjálfan mig af ánægju og gleði." „Mig furðaði á búningnunum, og þarna stóðu hin eilífu fjöll uppi á leiksviðinu. Hin eilífu fjöll, sem voru horfin í næsta þætti." „Ég var í leiðslu um kvöldið. Ég vissi, hverjir léku, en setti þa eiginlega aldrei út úr sambandi við hlutverkið — þeir voru stúdentarnir, sýslumaðurinn og Skugga-Sveinn og ekkert annað. Glapsýnin tók mig alveg fanginn." „Ég gleymdi stað og Nína Sveinsdóttir í blutrerki Grasa-Guddu 1952. stundu, stóð og horfði og horfði. Þegar tjaldið var fallið í síðasta sinn, stóð ég lengi ..." „Eg vaknaði af dvala og gekk heim. Á leiðinni var ég hugfanginn og langt burtu frá öllu daglegu og5öllum veruleik. — Var þetta ekki það mesta í heimi?" Þegar Indriði hafði nú fyrir leiðarvísan Útilegumannanna fundið það, sem honum var mest í heimi, helgaði hann sig því eftir föngum. Áratug síðar en Matthías samdi leik sinn og meðan Indriði sat enn í Lærða skólanum, var sýndur eftir hann huldufólksleikurinn Nýársnóttin, sem lifað hefur til þessa dags við hlið útilegumannaleiksins. Síðan varð Indriði, sem alkunna er, mikilvirkur og mætur leikrita- höfundur og frábær áhuga- og starfsmaður varðandi leiklistarefni, upphafs- og forgöngumaður þjóðleik- hússmálsins, er hann bar fyrst fram í merkisritgerð sinni íslenzku leikhúsi í Óðni 1915. Árið eftir tók Einar Benediktsson undir það með þessum miklu orðum: „Saga sjálfstæðrar íslenzkrar nútímamenningar í höf- uðstaðnum Jjyrjar, þegar þjóðleikhús verður stofnað í Reykjavík." Úpp á hálfrar aldar afmæii Útilegumannanna var haldið með þeim veglega hætti, að íslenzkum bókmennt- um síðari alda var í fyrsta sinn rutt til rúms meðal heimsbókmennta samtímans — af nokkurs konar fóst- ursyni Skugga-Sveins. Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigur- jónssonar fór sigurför um Norðurálfu. En neistinn, sem kveikjuna tendraði, var hrokkinn úr eldmóði Skugga- Sveins. Jóhanni segist sjálfum svo frá því: „Ég var á sjöunda árinu, þegar ég sá sjónleik í fyrsta skipti á ævinni. Og það var í heimahúsum. Egill bróðir Ærar R. Kraran lék Lirenzíus sýslumann, bæði 1952 og ’61, en búningur sýslumannsins rerður nú í barrokstíl eins ogsjámáá teikningu Sigurjóns Jóbannssonar á forsíðu. Sigurður Guðmundsson gerði fyrstu ieikmynd á íslandi og það rar rið Útilegumennina. Hér er frumteikning Sigurðar að baktjaldi á leiksýningu í Reykjarík. Myndin er í rörzlu Þjóðminjasafnsins. var lífið og sálin í fyrirtækinu, og hann lék aðalhlut- verkið — sjálfan Skugga-Svein. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hefur nokkur leiklist gripið mig með jafnmikilli aðdáun og skelfingu eins og þegar Skugga-Sveinn hristi atgeirinn og kvað með ógurlegri raust: ógn sér þér í oddi, en í eggjum dauði, hugur í fal, en heift í skafti. Löngu seinna, þegar ég var kominn til vits og ára, skildi ég, að þá snart gyðja sorgarleiksjys hjarta mitt í fyrsta sinni með sínum volduga væng.“ Þannig varð því gjóstur af slóðum Útilegumannanna byr undir vængi þeim hauki, sem hæst þreytti flugið um loftsali íslenzks leikritaskáldskapar. Steingrímur J. Þorsteinsson Tilvitnanir: 1) Jón Guðmundsson, Þjóðólfur 28. febr. 1862. — 2) Norðurland 27. jan. 1912. — 3) Bréf Matthlasar Jochums- sonar, 6. — 4) Prentað I Sklrni 1946, sbr. þar einnig ritg. Lárusar Sigurbjörnssonar um Sigurð Guðmundsson og Smala- stúlkuna og sömul. Séð og lifað eftir Indriða Einarsson, 116. — 5) Eirlkur Briem: Endurminningar um Matthlas Jochumsson frá skólaárum hans, Eimreiðin 1921, 14. — 6) Matthlas Jochums- son: Sögukaflar af sjálfum mér, 159. — 7) Sama, 38—39. — 8) Bréf Matthlasar, 2—3. — 9) Brandur eftir Geir Vldalln, Hrólfur (meö heitinu Auðun lögréttumaður I Sýnishornabók Rasks 1819) og Narfi eftir Sigurð Pétursson, allt I Ljóðmælum og nokkrum leikritum Sigurðar, Rvlk. 1846. Eftir Magnús Grlmsson: Kvöldvaka I sveit (samtal) 1848 og Bónorösförin 1852. — 10) Þjóöólfur 3. og 21. jan. 1873. — 11) Bréf Matthl- asar, 539. — 12) Bréf Matthlasar, 8. og Sögukaflar hans, 209 og 324. — 13) Isafold 10. okt. 1900 — 14) Norðurland 23. jan. 1913 — 15) Sklrnir 1935, 8—10 og Séð og lifaö, 75—77. — 16) Orðlistin á Islandi, Þjóðstefna 8. júnl 1916. — 17) Eimreiðin 1916, 58. Matthías gætti þess að bafa rómantíkina með, meira að segja ást í meinum milli útilegumannsins Haraldar og heimasætunnar Ástu. Myndin er frá sýningu Þjóðleikbúss- ins 1961, en þar lék Valdemar Örnólfsson Harald og Snæ- björg Snæbjarnardóttir Ástu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.