Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1984, Blaðsíða 15
 j i E fi s i 1950, taldir til minni spámanna, því þekkt- ustu nöfnin þá voru Braque, Matisse og Picasso. Það var 1950, í formála að fyrstu málverkaskrá „Société Anonyme", sem Yale hákóli gaf út, að Katherine Dreier útskýrði hvers vegna verk þessara svoköll- uðu minni spámanna voru valin og jafnvel verk algjörlega óþekktra manna: Gífurlegt Safn Listaverka „Ef við getum með þessu safni komið því til leiðar, að menn taki málverk eða höggmynd, sem á erindi við þá, framyfir síðra málverk, sem kann að bera þekkt nafn, ... höfum við sannarlega þjónað Iistunum vel ... Því besta málverk óþekkts meistara ber í sér meiri list, en síðra málverk, sem merkt er þekktu nafni." Það var söfnun í þessum anda, sem gerði „Société Anonyme" kleift, um árabil, að komast yfir gífurlega stórt safn listaverka í háum gæðaflokki eftir listamenn, hverra orðstír hefur stigið í takt við verðmiðana, sem settir eru á verk þeirra. Þá var þar, meðal hinna mörgu óþekktu málara, ís- lendingurinn Finnur Jónsson. Tvö mál- verk, sem hann hafði skilið eftir í Sturm- sýningarsalnum í Berlín 1925, voru valin til þess að vera á heildarsýningu „Société Anonyme" á nútímalist, sem haldin var haustið 1926 í stórum sölum Brooklyn- listasafnsins. Þessi stóra sýning var eitt metnaðar- fyllsta verk „Société Anonyme" og til þess að undirbúa hana sigldi Dreier til Evrópu í mars 1926. Það átti eftir að verða erfitt ár fyrir þau Duchamp og reyna á þolrifin í þeim. Þau hittust í París og rannsökuðu af miklum krafti sýningarsali og heimsóttu vinnustofur Arp, Braque, Ernst, Léger, Mondrian og Pevsners meðal annarra. I Þýskalandi var haft samband við Camp- endonk, Schwitters, Gropius, Kandinsky. Klee, Moholy-Nagy, Lissitzky og Gabo. I maí voru þau Dreier og Duchamp komin til Feneyja, þar sem þau höfðu mestan áhuga á verkum fútúrista, sem voru þar á sýningu. í júní sneri Dreier aftur til Bandaríkjanna, meðan Duchamp varð eft- ir í París til þess að sjá um að senda yfir hafið þau verk, sem valin höfðu verið, ræða við listaverkasala og heimsækja fleiri listamenn. í október sneri Du- champ aftur til New York til þess að hjálpa til við skipulagningu og uppstill- ingu sýningarinnar í Brooklyn, þar sem hans „magnum opus“, „The Bride Stripped Bare by Her Bachelors, Even“, sem síðar varð þekkt undir nafninu „Large Glass“, var sýnt og þar sem Sturm-myndir Finns Jónssonar, sem þá höfðu nýlega verið vald- ar, voru sýndar í fyrsta sinn í Bandaríkj- unum. Sýningin var kölluð Alþjóðlega nú- tímalistarsýningin (The International Exhibition of Modern Art) og var opnuð 19. nóvember 1926. Þar voru sýnd 300 verk eftir 106 samtímalistamenn. Auk þess að halda marga fyrirlestra í fyrirlestrarsal safnsins, hélt hin óþreytanlega Dreier einnig innblásna fyrirlestra í sýningarsöl- unum sjálfum, ásamt öðrum, meðal ann- arra Alfred Stieglitz, ljósmyndara og stjórnanda hins fræga Gallery 291. Finnur Aftur Valinn Til Sýningar Þegar Brooklyn-sýningunni lauk voru valin verk af henni send á farandsýningu. Þar voru myndirnar tvær eftir Finn Jóns- son aftur valdar til sýningar og voru þær þá sýndar í Anderson-sýningarsölunum á Manhattan, síðan í fjórar vikur í Al- bright-listasafninu í Buffalo, New York, og að lokum í apríl 1927 í Kanadíska lista- safninu í Toronto. Þessi tvö íslensku verk, sem sýnd voru í Bandaríkjunum að lista- manninum óafvitandi og án þess að list- unnendur á íslandi vissu af, voru síðan sýnd á mörgum sýningum „Société Ano- nyme“. Meðal þeirra voru sýningar í Smith-sýningarsölunum í Springfield, Massachusetts, 1939, Wadsworth Athen- eum, Hartford, Connecticut, 1940, á sýn- ingu í tilefni listaverkagjafar „Société Anonyme* til Yale-háskóla, í sýningarsöl- um Yale-háskóla, New Haven, Connecti- cut, 1942, og svo voru verkin lánuð frá Yale til sýningar á vegum Samtímalistastofn- unarinnar (Institute of Contemporary Art), sem haldin var í Corcoran-sýn- ingarsölunum í Washington D.C., 1951. Samkvæmt kvittunum, sem nú hafa fundist, var Sturm-sýningarsalnum greitt fyrir verk Finns Jónssonar í maí 1927. Listamaðurinn sjálfur frétti aldrei af þessum viðskiptum og sá aldrei krónu af þeim peningum, sem greiddir voru. [öll þessi saga er sögð í bókinni Finnur Jóns- son, sem AB gaf út í fyrra]. Samkvæmt bókhaldi „Société Anonyme" greiddi Kath- erine Dreier 118,50 dollara (500 mörk), Marcel Duchamp og Katheríae Dreier á heimili Dreier í Connecticut 1936. Yfír bóka- hillum er máiverk Duchamps „Tu ’m“ og til bægri annað frægt verk eftir hann: „Large Glass“. Duchamp var kominn til að lagfæra verkið, þar sem það bafði brotnað í fíutningi. sem svarar til 25.274 króna á núverandi verðlagi, fyrir málverkið „Kona við spila- borð“, og fyrir málverkið „Marglitur heim- ur“ var verðið 94,92 dollarar (400 mörk), sem jafngildir 20.288 krónum nú. Þegar haft er í huga, að Duchamp fékk aðeins 250 dollara (50.000 krónur) fyrir verkið „Nude Descending a Staircase", sem var stærra og þá alræmt, þegar hann seldi það einka- safnara árið 1913, virðist þetta ekki hafa verið ósanngjarnt verð fyrir verk eftir óþekktan málara. Það er vafamál hvort samvinna Dreier og Duchamp hefði náð sinum háleitu markmiðum, hefði ekki komið til sérstök skapgerð samstarfsmannanna tveggja. Gagnkvæm virðing og svipaðar, sameigin- legar skoðanir virtust helstu forsendurnar fyrir góðum árangri. Bæði hófu þau feril sinn sem málarar. Dreier var gædd góðum tónlistargáfum, viljasterk og sjálfstæð, upprunnin í menningarlegri, vel stæðri þýsk-bandarískri fjölskyldu. Hún varð snemma ákveðinn stuðningsmaður mál- staðar þeirra, sem minna máttu sín og kvenréttinda. Þegar þau hittust í fyrsta sinn var Duchamp 26 ára gamall og mátti enn þola háðsglósur, sem skapari mál- verks, sem einn listgagnrýnandi líkti við „sprengingu í viðarklæðningarverk- smiðju", en það var málverkið „Nude Des- cending a Staircase", sem hann sýndi á Armory-alþjóðalistsýningunni 1913. Hann var þó ekki enn orðinn það víðfræga „en- fant terrible", sem reyndi þanþol listar- innar með því að senda klósettskál úr post- ulíni, sem hann kallaði „Fountain", (Upp- spretta) merkta dulnefninu „R. Mutt“, á listsýningu 1917. Þá hneykslaðist sýn- ingarnefndin og bannaði sýningu verksins, með miklu pati. Það úrhelli háðsyrða, sem dundi á Armory-sýningunni, málverki Hluti af Brooklyn-sýningunni haustið 1926, þar sem Garge Glass eftir Marcel Duchamp og fleiri framúrstefnuverk voru sýnd, þar á meðal verk Finns Jónssonar. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 24. NOVEMBER 1984 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.