Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 6
Við óskuðum bæði annars Stefán frá Hvítatal í Noregi/2 hluti eftir IVAR ORGLAND Eftir að Stefán varð berklaveikur, og lagðist á Förre-heilsuhælið í maí 1914, hafði hann engar tekjur. En í Noregi voru sjúkratrygg- ingar, sem komu sér vel fyrir hann, þegar hann var ekki lengur vinnufær. Sosialsjef K. Ödegaard, Haugasundi, skýrir svo frá, að sjúkrasamlög í Noregi hafi innt af hendi greiðslur í hálft ár. Eftir það varð fátækrasjóður að taka að sér greiðslurnar. Eftir að Stefán hafði verið vísað burt frá Förre-heilsuhælinu 14. apríl 1915, fékk hann inni hjá Lisbet og Torgils Fröyland í Haugasundi. Frú Fröyland segir, að hún og maður hennar hafi ekki haft neina skráða gisti- og matsölu, en þau hafi tekið á móti gestum, og margir íslendingar bjuggu hjá þeim. Hún man að Stefán gisti þar í tvær eða þrjár nætur. Hann fékk hvergi annars staðar inni, segir hún, af því að hann hafði verið á berklahæli. En nokkrir íslendingar báðu þau að hjálpa honum, og hann fékk að liggja á legubekk. Hann hafði hrákakrús og var fremur hreinlegur og gott við hann að eiga á þessu sviði. Halldór Guðmundsson (seinna lengi á Siglufirði), sem bjó þá hjá Fröyland, man að Stefán sagði, að hann hefði strokið frá Förre. Hann hefði komist að raun um, að hann gæti ekki verið þar lengur. LÉTTUR í LUND ÞRÁTT FYRIR Allt Frú Fröyiand segir að Stefán hafi hagað sér ágætlega og greitt fyrir sig. íslend- ingarnir hjálpuðu honum. Þeir voru allir ágætir, íslendingarnir. (Páll Borgfjörð hefir skýrt svo frá, að íslendingar hafi fengið húsnæði hjá Fröyland, jafnvel þótt þeir hefðu ekki peninga.) Það lá vel á Stefáni, þótt hann væri veikur, segir frú Fröyland. „Hann var svo viljasterkur, pilturinn sá, að hann fékkst ekki um smámuni." Hann var einnig þakk- látur, en honum var ekkert um heilsuhælið gefið. Hann sagðist ætla heim með skipi þegar tækifæri gæfist. Annars var hann vel búinn að bókum og blöðum, „hann las og skrifaði og var víst fremur greindur piltur". Næsti dvalarstaður Stefáns var Staf- angur. Og ferð hans þangað eftir dvölina á Förre minnir á það, þegar hann leitaði skjóls hjá Unu Gísladóttur í Garðastræti 4 eins og hjá góðri móður. Hann fær inni hjá „norsku Unu“, Guðríði Össurardóttur (frú Jósefsson), og yngri dóttur hennar, sem voru nú fluttar úr Brunngötu 10 í Skipp- erbakken 14. Ásta Jósefsdóttir hefur skýrt svo frá að hún og móðir hennar, sem að- eins höfðu lítið herbergi og eldhús, hafi látið Stefáni eftir rúm sitt og herbergi og sofið í annarri íbúð, meðan stóð á hinni skömmu dvöl Stefáns í Stafangri. Ekki er vitað hvort erindi hans þangað hafi einkum verið að leita sér læknis. En 17. apríl 1915 skrifaði dr. J. Sömme til Nils Fixdal framfærslustjóra í Haugasundi, að hann hefði ráðlagt Stefáni Sigurðssyni, sem hafi leitað til sin sama dag, brjóst- holsblástur („köfnunarefnismeðferð"). Dr. Sömme vísar til dr. Rönnevig (sem kann að hafa sent Stefán til hans) og spyr að lok- um hvort fátækrasjóður Haugasunds geti greitt kostnaðinn, gegn væntanlegri endurgreiðslu frá íslandi. Fixdal hefur skrifað hjá sér, að eftir að hann fékk bréfið frá dr. Sömme, hafi hann snúið sér til dr. Rönnevig, sepi lofaði að sækja um vist fyrir Stefán á Lyster- heilsuhælinu (nafnið í dag skrifað Luster). „Köfnunarefnismeðferðin tekur yfirleitt langan tírna," skrifar hann, „oft ár eða meira, og þá verður einkameðhöndlun og hjúkrun mjög dýr“, (dagsett í Haugasundi 23. apríl 1915 og undirritað N.F.). Eins og okkur er kunnugt frá dr. Rönne- vig, var mjög erfitt að fá vist á Lyster, þegar þetta var. En til allrar hamingju fyrir Stefán hefur Fixdal getað skrifað á skjalið 1. júní 1915: „Sigurdsen (svo) hefur nú fengið vist á Lyster heilsuhæli. Dval- arkostnaður og ferðapeningar skulu greiddir." MEÐ Trúarþörf En Fullur Efasemda Ásta Jósefsdóttir segir, að Stefán hafi Húsið í Stavangri, þar sem Stefán bjó. verið veikur og mjög taugaveiklaður þegar hann var í Stafangri eftir dvölina á Förre-heilsuhælinu. Ámalía, systir henn- ar, man einnig að hann var svo veill á taugum, að hann þorði ekki að fara einn til læknisins. Það var Ásta sem fylgdi honum, og hún segir að hann hafi orðið að hvíla sig í garðinum rétt neðan við dómkirkjuna. Hann hafði gleymt vasaklút og bað Ástu að kaupa klút í búð. Hún var aðeins um tíu mínútur í burtu. Þegar hún kom aftur skulfu hendur hans. Ásta segir að Stefán hafi sagt, að sér hafi verið vísað burt frá Förre-heilsuhæl- inu, af því að hann hafi orðið ástfanginn af einni hjúkrunarkonunni. Hann talaði um hana þegar þau voru á leiðinni til læknis- ins, og sagði að hún væri mjög trúuð og hefði haft mikla þýðingu fyrir sig. Stefán var algjörlega breyttur þegar hann kom frá Förre, segir Ásta. Þau töluðu um trú- mál, og hún man að þau ræddu um erfið- leikana á því að öðlast trúarvissu. Stefán sagðist óska þess að hann væri trúaður, en hann var fullur efasemda. Ástu virtist raunar að hann væri fremur efagjarn á sjálfan sig en kristindóminn. Hún lætur þess getið að það hafi einkum verið i við- Við þennan friðsæla fjörð stendur Lyster-heilsuhælið, en Stefán rarð ristmaður þar 1915. Heilsuhælið stendur í skóginum til rinstri á myndinni. Stefán frá Hvítadal. ræðum við móður hennar og hana, sem sjálf var trúuð, að trúhneigð hans kom í ljós. Ef hann talaði um trúmál við hin, sögðu þau bara að hann væri hræsnari. Amalía Jósefsdóttir skýrir svo frá að Stefán hafi sagt móður hennar, að hann væri mjög ástfanginn í hjúkrunarkonu einni og hefði ort mikið til hennar. Eins og á þessu sést, hefur Stefán einkum talað við Guðríði og Ástu um það, sem honum var hjarta næst. Hann sagði við Ástu, að hjúkrunarkonan hefði opnað guðsríki fyrir sér. Og Ásta, sem telur kvæðið Fölskvaðir eldar (í Söngvum förumannsins) tengt ást Stefáns á henni, vitnar til þeirra tveggja vísna, sem veita okkur hlutdeild í hinni fögru trúarmynd Stefáns, tjáðri með orð- um hans sjálfs: « Ég hugöi aöeins á kynni við konu en kyntist guði sjálfum. Það hrundu um mig sólir og lýsandi leiftur frá ljóssins björtu álfum. Ég hafði leitað svo lengi að guði, en leitaði illa vakinn. í orðum, í háttum, í augum þínum var ímynd drottins nakin. Stefán kom aldrei aftur til Stafangurs eftir hina skömmu dvöl hans þar í apríl 1915. 23. apríl er hann kominn il Hauga- sunds, og um nóttina gisti hann hjá B. Iversen á Risöyná — í þeim hluta bæjar- ins, þar sem hann hafði unnið í Haugesund Mekaniske Verksted. „Það Var Sól Yfir Sjöunda Maí“ 24. apríl 1915 flyst Stefán á elliheimilið í Haugasundi og býr þar til 8. júní sama ár. Viðskiptabókin segir að hann hafi verið þar til „umönnunar" samtals 46 daga. Dvalarkostnaðurinn hefur verið tvær krónur á dag, eins og á Förre-heilsuhæli. Jóhann Skagfjörð, vinur Stefáns, skýrir svo frá að Stefán hafi legið í tveggja manna stofu. Þegar hann kom fyrst inn í stofuna, var honum vísað til sængur. En hann vildi fá rúmið til vinstri handar. Ef ég fer í hitt rúmið, dey ég, varð honum að orði. Jóhann segir, að Stefán hafi séð sól- ina, morgunsólina, í rúminu til vinstri. Rúmið til hægri handar var meira í horn- inu, ekki eins nálægt glugganum. Stefán var dálítið sérlegur á þann hátt, segir Jó- hann. Tryði hann einhverju, hélt hann fast við það og var ekki úr því að aka. Mestan hluta þess tíma sem Stefán dvaldist á elliheimilinu, lá hann einn í stofunni, segir heimildarmaðurinn. En hann var ekki rúmfastur eins og á Förre. Þvert á móti gat hann gengið úti og um- gengist annað fólk. Hann gat „spókað sig í Haraldsgötu" og hann gat heimsótt garð- inn þar sem vorið sem hann elskaði, hlýtur að hafa birst honum með angurfögrum svip. Norskur kennari, Magnus Austad, sem var einu ári eldri en Stefán, segir að þeir Stefán hafi þekkst þegar Stefán bjó á elliheimilinu. f bréfi (til greinarhöfundar) segir hann meðal annars: „Ég hitti hann fátækan og veikan. Ég átti auðvelt með að kynnast honum, og ég get sagt að við urðum vinir. (...) Það, sem við töluðum einkum um, var lífið í guði, og þar virtist mér hann að minnsta kosti vera leitandi. Annars man ég hann sem gáfað- an og tilfinningaríkan ungan mann, sem veikindin höfðu sett merki sín á þegar á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.