Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 11
Fyrsti íslenzki eðlisfræðingurinn Nikulás Runólfsson til bægri og Stefán bróðir hans. Stefán rar fjölbæfur maður, sem starfaði einkum rið prentrerk og útgáfustarfsemi. Myndin er tekin á ísafirði 1894. Fyrr á öldum var eðlisfræði ekki til sem sjálfstæð fræðigrein, heldur sem angi af heimspeki í sumum löndum og læknisfræði eða náttúruvísindum í öðrum. A 20. öld hefur eðlisfræði hins vegar verið sívaxandi að um- Hann var fátækur bónda- sonur af Rangárvöllum, sem byrjaði á gullsmíða- námi, en áhugi hans á náttúruvísindum og eðlis- fræði varð til þess að hann réðst í nám í Danmörku, varð stúdent 1885, heim- spekipróf tók hann 1886 og cand. mag.-próf í eðlis- fræði 1890. Hann fékk styrk frá Hafnarháskóla til Parísarferðar og kynnti sér þar eðlisfræðileg efni og birti grein um eðlisvís- indi í tímariti frönsku vís- indaakademíunnar. Síðar hefur hann skrifað vís- indagreinar í Ny Tid- skrift, m.a. viðamikla grein um þáverandi þekk- ingu manna á grundvallar- eiginleikum lofttegunda eftir LEÓ KRISTJÁNSSON fangi og mikilvægi sem undirstaða skiln- ings okkar á alheiminum og framfara í öðrum raunvísindum og tækni. Einnig á íslandi hefur eðlisfræðin verið í þróun, og starfa nú hér rannsóknastofnanir á svið- um hennar. I Eðlisfræðifélagi íslands eru yfir 100 félagsmenn, og hefur það staðið fyrir ráðstefnum um málefni greinarinn- ar. ísland hefur alið marga snjalla og þekkta náttúruvísindamenn, en fremur hljótt hefur verið um fyrsta íslendinginn sem lauk háskólaprófi í eðlisfræði; þó náði hann merkum árangri í þeirri grein á skammri starfsævi. ÆTT OG UPPRUNI: IlÐNNÁM (1851—1877) Nikulás Runólfsson fæddist að Velli í Hvolhreppi 31. ágúst 1851, elstur fimm barna Runólfs bónda þar Nikulássonar og fyrri konu hans, Helgu Stefánsdóttur. Runólfur var ættaður frá Kollabæ í Fljóts- hlíð, en Helga var frá Eystri-Kirkjubæ á Rangárvöllum. ítarlegasta heimildin um ævi Nikulásar er grein í Sunnanfara 1913, sem að líkind- um er skrifuð af Jóni Þorkelssyni þjóð- skjalaverði. Einnig er hans getið í bók Jóns Helgasonar biskups um Islendinga í Danmörku, og öðrum æviskrám. I þessum heimildum kemur fram, að Nikulás Run- ólfsson hafi numið gullsmíði hjá Benedikt Ásgrímssyni í Reykjavík og starfað sjálfstætt við þá iðn í eitt ár hér í bæ. Ef giska skal á, hvað hafi vakið áhuga hans á náttúruvísindum, má benda á að 1852 hafði Bókmenntafélagið gefið út bókina Eðlisfræði eftir J.G. Fischer. Störf Og Menntaskóla- NÁM í DANMÖRKU, 1877—1885 Gefum Sunnanfara orðið ... „Því næst sigldi hann til Hafnar til þess að framast í iðn sinni, og vann þar síðan í mörg ár fyrir sér með smíðum. En jafnframt því las hann alt, sem hann gat, einkum í náttúru- og eðlisfræðum, því að laungunin til að menntast var óslökkvandi, og komst hann á þann hátt sjálfkrafa niður í mörgu, bæði málum og öðru, og þar kom að hann lang- aði til að geta náð stúdentsprófi, þó að hann tæki að gerast roskinn.“ Sú saga er höfð eftir Guðbrandi Jón- ssyni (Þorkelssonar), að eitt sinn á þessum árum hafi bilun orðið í stjörnukíki Hafn- arháskóla, og Nikulás gullsmiður verið fenginn til að gera við bilunina. í samræð- um við hann hafi starfsmenn stjörnu- turnsins síðan hrifist af þekkingu hans á stjarnvísindum og stærðfræði, og hvatt hann til skólanáms í þeim greinum. En hvað sem líður þessari sögu lauk Nikulás Runólfsson stúdentsprófi við lærða skólann í Mariboe vorið 1885 með 1. einkunn, líklega sem utanskólanemandi. Nám Við Tæknihá- SKÓLANN, 1885—1890 Tækniháskóli Danmerkur (Den Poly- tekniske Læreanstalt) var stofnaður 1829 að frumkvæði H.C. Örsted, sem fyrstur uppgötvaði seguláhrif rafstraums. Kennsla í raunvísindagreinum við Hafnar- háskóla og tækniháskólann var lengi eftir þetta sameiginleg að hluta. Við þessa skóla munu stúdentar hafa tekið embættispróf (cand. mag.) í einni aðalgrein af stærð- fræði, eðlisfræði, efnafræði og stjörnu- fræði, og um leið í hinum sem aukagrein- um. Nikulás Runólfsson lauk heimspekiprófi 1886, og svo cand. tnag.-prófi í eðlisfræði við Tækniháskólann þann 12. desember 1890 með einkunninni Admissus. Vorið áð- ur hafði hann hlotið heiðurspening Hafn- arháskóla í gulli fyrir ritgerð um sam- keppnisverkefni í eðlisfræði, sem fjallaði um gagnsæi duftkenndra efna í vökva. Hún mun ekki vera til prentuð. Fyrsti íslenski verkfræðingurinn, Sig- urður Thoroddsen, lauk prófum við tækni- háskólann 1891. Störf Við Tæknihá- SKÓLANN, 1888—1891 Með vaxandi umsvifum kennslu og rann- sókna í tilraunaeðlisfræði við tæknihá- skólann þótti ástæða til að ráða aðstoðar- mann við framkvæmd tilraunanna. Varð Nikulás fyrir valinu, og hóf störf sem slík- ur hinn 1. maí 1888. Á Landsbókasafni eru til nokkur handrit hans, og er eitt þeirra dagbók um þau verkefni sem hann vann að þar ytra. Samkvæmt dagbókinni hefur Nikulás unnið meðfram námi sínu og að því loknu við uppsetningu margháttaðra tilrauna og prófun mælitækja. Hefur hann víða gert glöggar teikningar af þeim og útskýrt þau tæknilegu vandamál sem leysa þurfti við útfærslu hverrar tilraunar. Meðal annars hefur Nikulás sett upp útbúnað til send- inga á rafsegulbylgjum um það bil ári eftir að Þjóðverjinn H. Hertz lýsti fyrstur slík- um sendingum. C. Christiansen var prófessor í eðlis- fræði við háskólann og tækniháskólann frá 1886—1912, og voru rannsóknastörf hans einkum á sviði núningsrafmagns og yfirborðsspennu. Hægri hönd hans var P.K. Prytz dósent, bróðir C.V. Prytz sem síðar varð einn af frumkvöðlum skógrækt- ar á íslandi. Prytz fékkst mjög við endur- bætur á mælinákvæmni í ýmsum greinum eðlisfræði, s.s. í ljósfræði og tímamæling- um. Þeir Christiansen og Prytz voru af hálfu Danmerkur í alþjóðanefndum um mál og vog, en höfuðstöðvar þess samstarfs voru í Sevres við París. í febrúar 1891 skrifar Christiansen til Sevres og biður yfirmann þeirrar stofnunar að greiða götu Nikulásar Runólfssonar, sem hafi mikinn áhuga á að kynna sér eðlisfræðirannsóknir þar syðra. Verður svo úr, að Nikulás fær styrk frá Hafnarháskóla til Parísarferðar, og er síð- asta færsian í starfsdagbók hans við tækniháskólann rituð þann 27. október 1891: „Afrejse til Paris". FRAKKLANDSDVÖL, 1891—1893 í öðru handriti Nikulásar Runólfssonar á Landsbókasafni kemur fram, að hann hafi veturinn 1891—92 hlýtt á eðlisfræði- fyrirlestra prófessoranna E. Bouty og G. Lippmann við Parísarháskóla. Jafnframt kynnti hann sér ýmsa tilraunaaðstöðu þar, einkum til rannsókna á eðliseignileikum efna, s.s. á sviði ljósfræði, varma og raf- magns. Meðal annarra stúdenta, sem komu til Parísar þetta haust og hlýddu á fyrirlestra þessara kennara, var ung kona frá Varsjá, Marie Sklodowska, og fékk hún síðar starf í tilraunastofu Lippmanns. Eftir sumarferð til Sviss 1892 mun Nikulás hafa unnið við alþjóðastofnunina um mál og vog um veturinn. En hinn 12. desember 1892 leggur prófessor Lippmann fram erindi eftir hann á fundi í frönsku vísindaakademíunni, og birtist það í grein- arformi í 115. bindi tímarits akademíunn- ar. Er þetta ef til vill eina greinin um eðlisvísindi, sem íslendingur hefur hingað til fengið birta eftir sig í þessu fræga riti. Grein Nikulásar fjallar um einfalt tölulegt hlutfall, sem hann taldi vera milli rafstuð- uls (eða ljósbrotsstuðuls) efna og varma- rýmdar viðkomandi efnis hinsvegar. Þetta var þó aðeins tilgáta um ein af mörgum mögulegum venslum slíkra eiginleika, og reyndist hún ekki hafa eins almennt gildi og Nikulás gerði ráð fyrir. Næsta grein, sem lögð var fram á þess- LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 15. JÚNl 1985 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.