Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.06.1985, Blaðsíða 7
Miriam Bat Yosef ætlar ifram að rera íslenzkur ríkisborgari. Fantasía meö táknrænu ívafi Miriam Bat Yosef — María Jósefsdóttir — sýnir á Kjarvalsstöðum um þessar mundir Islendingar þekkja Miriam sem „tengdadóttur þjóðarinnar“, enda þótt alllangt sé nú liðið síð- an hún var eiginkona Guðmundar Errós. í þá daga kallaði hann sig raunar Ferró og Miriam Bat Yosef varð íslenzkur ríkisborgari og því blðMáSfcéiði ævlftníLK Háh'n' váf TnnKvéff- ur og lagði rækt við vináttu okkar, virtist mér. Ég á góða, en nokkuð angurværa minningu um Stefán Sigurðsson." En yfir ást Stefáns á systur Mathilde liggur hula, þannig að ekki er hægt með vissu að greiða úr því, hvernig og hvers vegna leiðir þeirra skildust. Halldór Guð- mundsson, sem hélt frá Haugasundi til ís- lands í júnímánuði 1915, man, að hjúkrun- arkona sú, sem Stefán var ástfanginn af, vann á elliheimilinu. Frænka hennar, frú Nico Aubert, hyggur að það geti verið rétt, en að hún hafi ekki verið fastráðin, aðeins í hjúkrun. Hvað snertir kvæðið Seytjándi maí (í Söngvum förumannsins), skal þess getið, að kvæðið hefur í fyrstu borið heitið Sjöundi maí og frumdrögin hafa ekkert af 17. maí lýsingu þeirri, sem er að finna í hinni endanlegu gerð kvæðisins. í elsta finnanlega uppkasti af kvæðinu (titillinn verður ekki til fyrr en síðar), hripuðu með blýanti í stílabók, stendur: Það var sól yfir sjöunda maí og suðræn angan í blænum og kveldið var í gullnum klæðum og klukknahringing í bænum. (Fyrst var skrifað: Það kveld var. S.f.: og kveldið í gullnum klæðum.) Jeg gleymi aldrei þeim glampa og gleði sem hjarta mitt fylti nje kossunum þínum kæra er kveldsólin stofuna gylti. Á næstu síðu í stilabókinni stendur í tilvitnunarmerkj um: „Jeg man ennþá sjöunda maí ... Ó mætti jeg eitthvað gera það væri mjer sjöfölda sæla þín systir í nauðinni að vera.“ Þú kveiktir í sál minni sólir mig sjálfan í anda þú kystir Jeg þakka af heilu hjarta og heill þjer mín elskaða systir. Og einhver kyrðinni svifti við kvöddumst í skyndi með kossi og kystumst í síðasta skifti. Jóhann Skagfjörð man að Stefán skrif- aði í stílabók, sem var brotin saman í miðju langsum. Hann bar hana í innri vasa á jakkanum. í annarri bók þessarar tegundar, en bókinni nefndri fyrir ofan, hefur kvæðið fengið titilinn Sjöunda maí, og er hreinskrifað með penna og bleki. En engin dagsetning er til. „en ÖRLÖGIN ÞETTA VILDU“ Seytjándi maí, hið fullgerða kvæði í Söngvum förumannsins, er í tveim köflum. Fyrri kaflinn lýsir ástarkynnum þeirra og síðari kaflinn viðbrögðum hans þegar hann fékk bréf hennar, þegar hann hugði hana „alveg horfna". Eins og við munum sjá, er tilvitnunin úr bréfinu að finna þeg- ar í elsta uppkastinu, og þetta (takið eftir orðinu: ennþá) virðist fullkomlega sannað, að Stefán hljóti að hafa byrjað á kvæðinu alllöngu eftir að atburðirnir áttu sér stað, en það ber einnig rithönd Stefáns, sem breyttist nokkuð á þessu tímabili, öruggt vitni um. Frumuppkastið að Seytjándi maí (þ.e. Sjöundi maí) virðist gefa í skyn að Stefán og systir Mathilde hafi átt innilegt stefnu- mót að kvöldi hins 7. maí í stofu sem hann kallar sína í endanlegri gerð kvæðisins. Vel má vera að hér sé um að ræða stofu hans á elliheimilinu, sem hann að sögn Jóhanns Skagfjörð hafði að mestu einn. En hinn nefndi kveðju-koss virðist hafa orðið síðasti koss þeirra. Ekki lítur út fyrir að þau hafi verið ósátt. Að hún gleymir honum ekki, heldur vill þvert á móti reyn- ast honum vel „í raun“ (sbr. tilvitnunina í bréfið), virðist vitna um það, að bandið hafi ekki verið slitið. Stefán svarar því aðeins með þessum orðum í kvæðinu, hvers vegna þau skildu: „ Við óskuðum bæði annars, en örlögin þetta vildu.“ Hér skal á það bent, að Stefán hafði, eins og t.d. Jón Sigurðsson hefur tekið fram, litla eða enga hugsun fyrir morg- undeginum og framtíðinni og nú var hann þar að auki sjúkur af berklum. Morgun- dagurinn og framtíðin hafa því verið dimm óvissa. Jóhann Skagfjörð, sem virð- ist þekkja vel til kynna þeirra, segir að það hafi gengið í öldum og verið þungur og langur skilnaður. Stefán sagði Jóhanni, að öllu yrði að verða lokið á milli þeirra og Jóhann gerir ráð fyrir að það hafi verið Stefán sem ákvað þetta. í Seytjánda maí kemur einnig fram að hann hughreysti hana í einni af fegurstu vísum kvæðisins: „En gráttu það ekki, góða, þótt glerhiminn tímans brotni. Ég geymi alla þá elda, sem mér eru gefnir af drotni. “ Og í síðustu vísu kvæðisins biður hann um fyrirgefningu fyrir „hið feiga í flakk- arans veika rómi“ og að hann hafi „gengið í görmum" að helgi dómi guðs hennar. Hann verður auðmjúkur þegar hann minn- ist hennar, og okkur virðist Jóhann Skagfjörð hafa rétt að mæla, þegar hann telur að systir Mathilde hafi fús viljað fórna öllu fyrir Stefán. VIÐKOMA í BERGEN SVERRE STURLUNG Stefán var mjög niðurdreginn áður en hann fékk að vita um, hvort hann fengi rými á Lyster, segir Jóhann Skagfjörð, en þegar það fékkst, varð hann mjög glaður. Hann bað Jóhann að koma með sér til Bergen, af því að hann kvíði fyrir ferðinni og gæti ekki hugsað sér að fara einn. Jó- hann tók sér því frí frá störfum og fylgdi honum þangað. Áður en þeir fóru til Bergen, var Stefán mjög eftirvæntingarfullur eftir að vita, hvort Sverre Sturlung mundi hjálpa hon- um, segir Jóhann. Stefán hafði skrifað móður hans fyrirfram, og hún hafði skrif- að aftur og lofað hjálp. Stefán hafði þegar áður en hann fór frá íslandi, talað um dóttur Guðbrands í Hvítadal, sem var gift í Noregi (Bergen) og átti einn son, sem hét Sverre. Hann vissi, að þau voru vel stæð og hlutu að geta hjálpað honum. Að sögn Ragnheiðar, fóst- ursystur Stefáns, hafði Sverre Sturlung boðið henni og Stefáni að koma til Noregs, og Stefán hafði áhuga á því. Ekki er vitað til þess að Stefán hafi heimsótt þau, þegar hann kom til Bergen með Flóru (áleiðis til Stafangurs), en bæði á íslandi og í Stafangri hefur hann talað um þá fjárhagslegu aðstoð, sem hann von- aðist eftir að fá þar. Þannig hafði hann sagt ferðafélaga sínum, Páli Borgfjörð, og frú Torunn Hansen (eins og hún skrifaöi sig í Noregi) ætti hlutabréf í Bergenske gufuskipafélaginu, svo að hann væri ekki illa á vegi staddur; þar fengi hann áreið- anlega hjálp. Jóhann Skagfjörð segir að þeir Stefán hafi fengið inni á trúboðshótelinu í Berg- en. Þeir voru þar einn dag. Meðan þeir dvöldust á hótelinu, töluðu þeir við Sverre Sturlung á herbergi sínu. Hann kom til þeirra, en það var stutt heimsókn, að því er Jóhann man. Hann segir að Sturlung hafi aðeins staldrað við í hálftíma. Sverre Sturlung, verkfræðingur, segir að Stefán hafi sent boð eftir sér frá trú- boðshótelinu. Þar bjó hann ásamt vini sin- um, mjög viðfeldnum manni, sem virtist vera veikur. Stefán var sjálfur svo illa á sig kominn, að hann lá í rúminu; hann var með rauða hitaflekki í kinnum, og hráka- glas. Félagi hans sat við hlið hans, og Sturlung segist hafa kennt í brjóst um þá báða. Jóhann skýrir þetta svo, að Stefán hafi legið og hvílt sig eftir ferðina, sjálfur var hann syfjaður þar sem hann hafði unnið daginn áður og ekki getað sofið á skipinu. — Hann man að Sturlung spurði Stefán, hvern hann teldi efnilegastan þeirra ungu íslendinga, sem fengjust við ritstörf um þessar mundir. Stefán sagði frá, að enginn vafi léki á því, að það væri Guðmundur Kamban. Stefán fékk meiri peningahjálp heldur en hann hafði búist við, segir Jóhann. Hann fékk einnig peninga fyrir bókum og loforð um meiri hjálp. Sturlung spurði Stefán, hve mikið hann þyrfti í vasapen- inga, og Stefán nefndi upphæð. Sturlung bætti við og gaf honum meira. Hann sagði, að Stefán þyrfti að kaupa sér góða bók. — Sverre Sturlung var regiumaður og lifði óbrotnu lífi, segir Jóhann. Hann ætlaði að senda Stefáni aftur vasapeninga eftir ákveðinn tíma. Það var ætlunin, að Stefán hefði samband við Sturlung, sem ætlaði að senda honum peninga eftir þörfum. Sturlung bað Jóhann að sjá um, að Stef- án kæmist með bátnum til Lyster. Hann átti að fara sama kvöld með einu af strandferðaskipunum í Sogni og Fjörðun- um. Sturlung sagði, að Stefán yrði að hafa tvö ullarteppi og sendi þau til hans á hót- elið. Síðdegis gengu Jóhann og Stefán út og keyptu nokkrar góðar bækur, sem Stef- án vildi eignast. Jóhann Skagfjörð segir, að þeir hafi all- ir verið trúaðir á, að Stefán mundi ná sér, þegar hann kæmi til Lyster. — Þangað fór hann svo einn frá Bergen, og það hefur sennilega verið kvöldið 9. júní 1915. ríkisfangi heldur hún enn. Nafn hennar samkvæmt leikreglum íslenzka ríkisins er María Jósefsdóttir, en þegar hún hringdi í undirritaðan á dögunum, mælti á íslenzku og kynnti sig sem Maríu Jósefsdóttur, þá var Lesbókarskrifarinn ekki alveg með á nótunum í fyrstu. Þetta íslenzka nafn not- ar Miriam svona eins og þegar konur setja upp hatt við hátíðleg tækifæri. En lista- mannsnafn hennar er að sjálfsögðu Bat Yosef, — og Miriam sagði ekki skilið við listina, þótt þau færu sína leiðina hvort Guðmundur og hún. Þau halda samt kynn- um og góðu sambandi segir hún, enda eiga þau uppkomna dóttur, sem ætlar að leggja fyrir sig læknisfræði. Hún heitir Tura og býr í París. Þegar Erró flutti úr vinnu- stofu sinni á 4. hæð við Rue Bucci, þá tók Miriam við henni og þar vinnur hún nú. París er sá staður, sem örvar hana mest; þar vill hún búa. En Miriam á ekki rætur sínar þar, heldur víða annars staðar líkt og margir Gyðingar. Hún er fædd í Þýzka- landi, fluttist fjögurra ára til ísraels og ári síðar drápu Arabar föður hennar. Síðar, þegar hún kynntist íslandi, fannst henni, að þetta norðlæga land væri sjálft tákn frjálsræðisins: Engin landamæri og óvina- þjóðir í kring, allir frjálsir að fara ferða sinna. Miriam ákvað samt að flytja aftur til ísraels að 6 daga stríðinu afloknu. Það gerði hún 1969; hélt að Jerúsalem yrði al- þjóöleg borg og opin á sama hátt og hún er borg margra trúarbragða. Þá hafði hún búið í París í 17 ár. En margt reynist öðru- visi en ætlað er. Árin í Jerúsalem urðu 11, — að því búnu hélt hún aftur til Parísar og hefur verið þar óslitið síðan 1980. Miriam hefur oft haldið sýningar á ís- landi. Og nú er hún komin eina ferðina enn og sýning hennar hefst í dag á Kjarvals- stöðum. Hún hefur tileinkað sér ákveðinn stíl; náö persónulegum svip, sem telst mik- ilsverður. Sá stíll segir hún að sé nefndur á frönsku Fantastic symbolism, — fantasia meö táknrænu ívafi. En symbólismi eða táknmyndastefna hefur víst aldrei átt LESBOK MORGUNBLAÐSINS 15. JONÍ 1985 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.