Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 4
Goðoghetjur síðastliðnu ári kom út bókin Goð og heljur í heiðnum sið eftir danska rúnafræðinginn Anders Bæksted. Á kápusíðu stendur að þetta sé alþýðlegt fræðirit um goða- og hetjusögur og er það mikið sannmæli. í þessu riti má Nokkur orð um bók danska rúnafræðingsins Anders Bæksted, sem út er komin á íslenzku og gerir grein fyrir germ- önskum þjóðum, goðum og ragnarökum og ekki sízt hetjusögum, sem löngum hafa verið brunnur handa lista- mönnum til að ausa af lesa um meginið af því söguefni sem land- námsmenn fluttu með sér til íslands. Það var burðarás í trúarbrögðum þeirra þar til kristni var lögtekin og fjörgjafi þeirrar bók- menningar sem lifað hefir með þjóðinni frá kynslóð til kynslóðar allt fram á þessa öld. í Færeyjum er þessi menningararfur enn almenningseign í formi þjóðdansa sem geyma gömul sagnaminni og hafa orðið skáldum þeirra yrkisefni þar sem kveðið er samkvæmt hinni aldagömlu kvæðahefð. Sá sem þetta ritar átti þess kost í æsku að heyra sagðar allnokkrar þeirra sagna sem hér eru nú skráðar — betur og fróðlegar — en áður. Bók Bæksteds er skrifuð af íþrótt hins dæmigerða sagnameistara og hún hef- ir verið endurgerð og bætt frá einni útgáfu til annarrar. Enginn þarf að draga í efa að hún stendur á traustum fræðilegum grunni þó að yfirbragðið sé alþýðlegt. Hér fer sam- an sagnaskemmtan og fræðimennskan eins og best verður á kosið án þess að frásögnin fái yfír sig þokuhjúp vísinda sem því miður hefír fælt margan frá því að lesa þessi fræði sem bókmenntir. Við lestur þessarar bókar má mörgum verða ljósara en áður hvílíkan sagnaauð íslenska þjóðin hlaut í tannfé frá þeim sem byggðu Norðurlönd og víkinga- byggðimar í Vestur-Evrópu, en mölur og ryð gleymskunnar eyddu þessum menning- arfjársjóðum alls staðar nema á Ísíandi. Bókin skiptist í þijá meginþætti. Sá fyrsti greinir frá germönskum þjóðum sem skópu þau söguefni sem bókin fjallar um. Næsti þáttur ber heitið Sagnir um goðin og er þar gerð grein fyrir hinum heiðnu goðum og ragnarökum. Síðasti hlutinn er um hetju- sögurnar og þykir mér mest til hans koma og lærdómsríkastur. Þannig verður efríi bókarinnar því magnaðra og áhrifameira sem nær dregur bókarlokum. Þrátt fyrir að hetjumar væru gæddar ofurmannlegri hreysti og hetjuskap skyggir það ekki á hið mannlega eðli sem kemur ótvírætt fram í ljósi og skuggum mannlýs- inga svo að mörg samskipti verða nútíma- legri og gætu verið gripin úr lífínu eins og það er í dag, enda hafa hetjusögur löngum verið sá urðarbrunnur sem skáld og lista- menn hafa ausið úr og myndimar sem bókina prýða bera því glöggt vitni svo að ekki sé talað um þann aragrúa bókmennta- verka sem sækja þangað efnivið og hann virðist óþijótandi. Söguefnið sem bókin fjallar um hefír lengstum verið snar þáttur í bókmenningu okkar. Heiti og kenningar hins foma skálda- máls em sóttar í ijársjóði þessara sagna. Eddur og fomaldarsögur eru skráðar vegna Freyja, tréskurðarmynd eftir Finn Hjorteskov Jensen í„Nordens Guder“ eftirAdam Oehlenschlkger, útg. 1976. þess hvað þetta efni heillaði og enda þótt sagnritunin rynni sitt skeið á enda birtist þetta söguefni í nýjum búningi rímna og dansa vítt um Norðurlönd og í sambandi við hið flókna kenningamál rímnanna varð- veittist goðsagna- og hetjusagnaefnið frá einni kynslóð til annarrar. Eitt af því elsta sem geymst hefur í bundnu máli eftir séra Matthías Jochumsson er vísa sem sýnir glöggt hvað drengurinn kunni vel söguna um það þegar Hervör sótti sverðið Tyrfíng í haug Angantýs og þá þeg- ar hefír hann nokkra leikni í því að bregða fyrir sig hinu forna skáldamáli. Þessari þekkingu hefír þjóðin glatað þrátt fyrir langa skólavist bama og unglinga og bóka- útgáfan hefír heldur ekki getað haldið þessu lifandi hjá alþjóð og hér er einmitt komið að hinu einstæða menningargildi þessarar bókar. Ef hún væri lesin á hveiju heimili í landinu gæti hún e.t.v. byggt brú yfír til hinnar horfnu þekkingar á hinni heiðnu menningararfleifð okkar sem hefír ekki ein- vörðungu staðið vörð um tunguna heldur og búið okkur virðingarsess í hópi menning- arþjóða heimsins. Bókin er fyrir margra hluta sakir hin eigulegasta. Hún er mikið myndskreytt, prentuð á góðan pappír og stílhrein f öllu útliti. Ef eitthvað mætti fínna að svo metn- aðarfullu og vel unnu verki væri það helst að prentvillur leynast víða, einkum stafa- brengl, og era það leiðindalýti á svo góðu verki. Eysteinn Þorvaldsson hefir þreytt þá eldraun að þýða bókina. Varla er hægt að hugsa sér erfíðara viðfangsefni. Víða er texti fomsagnanna birtur nær óbreyttur og hann er í raun uppistaðan, en vandinn hefst fyrst þegar honum sleppir og texti Bæksteds tekur við. Eysteinn freistar þess ekki — góðu heilli — að snúa máli hans á íslenskt fommál. Samt hattar furðulítið fyrir þegar sú frásögn hefst og málið er næsta sam- fellt þrátt fyrir tvennan uppruna og það segir okkur þau gleðitíðindi að tilgerðar- laust alþýðumál geymir enn í dag furðumikið af Fáfnisarfí fommálsins. Það era Öm og Örlygur sem standa að útgáfunni. A.K. Heimsmynd norrænnar goðafræði eins oghún birtist 1847 í bókinni Northem Antiquities, enskriþýðingu & Snorra Eddu. Talið er að hinir germönsku íbúar Norðurevr- ópu, austan Rínar og norðan Alpafjalla, eigi upphaf sitt í lok yngri steinaldar þegar að- komnir hirðingjaflokkar með indóevrópska menningu og tungumál settust þar að og Germanskir íbúar Norður- Evrópu Kafli úr bók Ánders Bæksted um goð og hetjur í heiðnum sið blönduðust íbúunum sem þar vora fyrir. Við vitum lítið um það hvemig þessir tveir þjóðahópar litu út hvor um sig, hinir inn- fæddu og innflytjendumir. En gera má ráð fyrir að samrani þeirra hafí alið af sér þegna, norðurevrópskan eða germanskan kynþátt, sem hefur haft ámóta margvíslegt útlit og Skandínavar og Norðurþjóðveijar hafa á okkar dögum, þ.e. harla sundurleitan söfnuð fólks, ýmist hávaxið eða lágvaxið, grannvaxið eða gildvaxið, dökkt eða bjart yfírlitum. En þar hefur verið mun meira af háum og ljóshærðum einstaklingum með blá eða grá augu og beint nef en sjást í norðurevrópu nú á dögum. Augljóslega leið nokkuð langur tími þang- að til germanskir hópar eða kynflokkar á ákveðnum svæðum tóku að greinast í mis- munandi þjóðemi. Ekki hafa fundist neinar minjar um landamæri þjóða frá árþúsundi bronsaldar sem á Norðurlöndum var frá því um 1500 til 500 fyrir Krist. Og svo virðist að síðustu aldimar fyrir upphaf tímatals okkar hafí germanir enn verið laustengd heild að því er varðar tungumál og almennt menningarástand. Sé þetta rétt ályktað hafa þeir að líkindum á þessum tíma haft nokkum veginn sams konar trúarhugmjmd- ir á öllu svæðinu. Plinius, Tacitus Og Cæsar Það er á þessu skeiði sem germanir taka að láta svo að sér kveða að farið er að geta þeirra í klassískum grískum og róm- verskum bókmenntum eins og lengi hafði tíðkast um aðrar ósiðmenntaðar þjóðir. Þar eru þeir ekki alltaf skýrt aðgreindir frá nágrönnum sínum í suðri og vestri, þ.e. keltum sem einnig voru margir hveijir há- vaxnir og ljóshærðir eða rauðhærðir. Um það bil hundrað áram eftir upphaf tímatals okkar var Tacitusi kleift að skrifa bókakver sitt Germaníu. Vegna hemaðar og verslun- arviðskipta höfðu Rómveijar þá öðlast margþætta þekkingu á þessum norðan- mönnum sem samkvæmt grísk-rómverskum skilningi vora hálfvillt náttúrafólk. Germ- anía er þjóðfræðilegt rit og mikils metið vegna þess að það er eina veigamikla heim- ildin sem miðlar þekkingu á menningu germana á þessum tíma. Tacitus byggir mjög á 50 ára gömlum frásögnum náttúru- fræðingsins Pliniusar. Rit Tacitusar er einnig meginheimildin um germanska trúarbragðasögu og þar með að nokkra leyti um goðafræðina á hinu elsta skeiði. En við lestur Germaníu er varasamt að álykta um heildina út frá einstökum til- vikum og hið sama gildir um germönsku kaflana í frásögnum Cæsars af Gallastríðun- um frá því um 50 fyrir Krist og aðrar upplýsingar á vfð og dreif hjá grískum og rómverskum höfundum. Þótt gera megi ráð fyrir að germanir hafi haft sameiginlegt tungumál og samskonar menningu allt fram á daga Pliniusar og Cæsars, þá getur verið að það hafi einungis átt við í helstu meginat- riðum; mjög staðbundin sérkenni hljóta þá að vera farin að festast mjög í sessi. Germ- anía Tacitusar er byggð á kynnum af vesturgermönsku ástandi og ekki er víst að það hafí verið með hliðstæðum hætti í aust- ur- og norðurhluta hins germanska land- svæðis. Þeir germanir, sem Cæsar hafði kynnst, áttu þar að auki í styrjöld og hafði hann því varla tækifæri til að kynna sér daglega háttu þeirra og siði enda var það raunar ekki heldur hlutverk hans. Frumgermanskar Rúnaristur Um þetta leyti, sennilega skömmu eftir upphaf tímatals okkar eða í seinasta lagi á fyrstu öldum eftir Krist, byijuðu germanir sjálfír að rita. Bókstafína höfðu þeir lært af Rómveijum en löguðu þá og einnig roð stafrófsins, að eigin smekk og mynduðu ný

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.