Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 10
Úr heimi sagna. Tréskurðarmynd, hluti úr stærra verki. Lesbók/Bjarni Eiríksson •rritnv rvf-nrl rt'i •rrrfiR •rrrri ntp'ro fís nnron't 'nlilo Vonandi er að það eigi eftir að opnast meiri samskipti við útlönd, sem brjóti niður þenn- an hallærislega nesjamennsku-hugsunar- hátt, sem Listasafn íslands er m.a. boðberi fyrir.“ „Hugrekki Og Auðmýkt Hvaða eiginleika þarf svo góður myndlist- armaður að hafa til brunns að bera? „í fyrsta lagi og það gildir fyrir alla listamenn held ég, er að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Listamaðurinn þarf að sýna auðmýkt gagnvart umhverfinu og öllu því sem hann umgengst. Hann þarf að sýna lotningu gagnvart því sem hann er að gera og virðingu fyrir því sem hann lætur frá sér. Þá er mjög mikilvægt til þess að þróa og hrinda í framkvæmd sínum hlutum og ryðja nýjar brautir, að hafa hugrekki, því þetta er spuming um líf og dauða, það er eins og að standa á bjargbrún, annað- hvort detturðu fram af eða ekki. „Hún byggir á allt öðmvísi hugsun, sem er miklu nátengdari trúarbrögðunum. Ég fann þama miklu meiri tengsl við það sem ég hafði séð á Indlandi, en nokkum tímann við evrópska menningu, nema þá vissa kirkjulist. í íkonamálverkum Rublev fmnur maður þennan streng. Þama er mikil virðing fyrir öndunum og í þessu tilviki hafa þeir marga guði og kringum guðina eru sögur. Þeir búa til sína myndlist, sem myndasögur segja goðfræðisögur og dæmisögur í mynd- um. Að því leyti er ég heillaður af þessari myndlist að þetta er mikil frásagnamynd- list, eins og mín myndlist, ég er að segja sögur með undirmeðvitundinni. Þessi ferð hafði mjög sterk áhrif á mig. Ég teiknaði aðallega í dagbækur, en notaði tímann til að ferðast, kynnast menningunni og fólkinu í landinu. Síðar varð þessi ferð algjör gullnáma fyrir mig, að efni og anda, sem ég var í mörg ár að vinna úr og bý kannski ennþá að. Táknfánar á Úlfarsfelli Heimkominn með eins og hálfs mánaðar viðkomu í New York, varð ég einhvern veg- inn að gefa frá mér strax hluta af þessari reynslu sem ég varð fyrir í Mexíkó, í formi einhvers konar myndlistarsýnirigar. Ég gat ekki hugsað mér að vinna verkin hefð- bundin og fara inn í eitthvert gallerí eða sal og sýna. Ég hafði í New York málað á lak stemmningar úr dagbókinni. Ég fór nú að hugsa um lak, lak í vindi, fáni, auðvitað myndfánar blaktandi í vindi, sem gætu and- að áleiðis til Mexíkó. Ég málaði 12 tákn- myndir úr dagbókinni, bæði stemmningar beint teiknaðar af því sem ég sá og eins hluta úr mínu myndmáli sem ég teiknaði ómeðvitað, stækkaði upp og setti í lit. Ég festi fánana upp á 6 metra háar bambus- stangir og fór með þá upp á tind Úlfarsfells. Þar blöktu þeir með Reykjavíkurborg, þetta nútímafyrirbæri í baksýn, þessir myndfánar bergmál af annarri menningu og ég sjálfur, sem milliliður í þessu öllu saman. Mér fannst alltaf eins og fánamir, sem stóðu í hvössum haustvindinum, með þennan skemmtilega bakgrunn, ættu að fljúga aftur til Mexíkó. Kannski hafa þeir gert það, því ég skildi þá eftir og vindurinn afmáði smám saman öll verksummerki. Þegar ég stóð þama uppi á Úlfarsfelli skildi ég allt í einu, hvers vegna ég setti upp þessa fána. í huga minn kom sýn sem ég hafði séð þegar ég var eitt sinn rammvilltur og nærri orðinn úti í fjöllunum í Nepal. Ég var rammvilltur í skógi og varð að finna eitthvert þorp fyrir myrkur, og allt í einu kom ég upp á hæð, þar sem var alt- ari, trúarlegur staður með táknfánum festum á bambusstangir, þama lagðist ég á hné og þakkaði Búdda samfylgdina." Áður fyrr leitaði stór hluti íslenskra myndlistarmanna til náms í París, en á seinni árum hafa færri Islendingar verið þar við listnám. Hvernig er að stunda myndlist- arnám í París í dag? „Ég fór þama í skóla sem heitir Vincenn- es-háskóli og var stofnaður upp úr ’68- óeirðunum. Það var einn afrakstur stúdenta af þessari vinstri bylgju, að þarna var stofn- aður skóli, sem var nálægt þeirra hugsunum. Þetta var eins konar vinstra anarkí. Þama voru listadeildir, kvikmyndir, tónlist, mynd- list, leiklist og síðan öll húmanísk fög. Mikið af kennumnum vom menn sem höfðu haft góðar stöður, en komu þama til að kenna, af því að þeir vildu ljá hugsjóninni lið. Það athyglisverða við þennan skóla var að þama var fólk alls staðar að úr heiminum, mikið um fólk frá Afríku og Suður-Ameríku og eins það, að þetta var eini háskólinn þar sem verkamenn gátu fengið menntun sína. Þarna var þetta alþjóðlega andrúmsloft, sem ég var að leita að. Námsefnið var mjög athyglisvert, þama valdi maður sér sitt eig- ið prógramm á haustin. Ég var t.d. mikið í kvikmyndun til að byija með, en síðan stundaði ég veggmyndagerð og gerði þessi ár eina þijá stóra veggi þama í skólanum undir handleiðslu rúmensks myndlistar- manns, sem hvatti mig óspart til að halda áfram á þessari braut. Annar aðalkennari minn var Jack Bratam sem er hálfur Rúm- eni og hálfur Frakki. Hann var áður for- stöðumaður nútímalistasafnsins í Búkarest en flutti til Frakklands fyrir 25 áram. Hann er mjög virkur listgagnrýnandi og það er skemmtileg tilviljun, að fyrir 6 áram þegar viðamikil sýning á verkum Errós gekk um öll Norðurlöndin var hann fenginn til að skrifa formálann að sýningarskránni. Hann kenndi þama semiologiu, táknfræði, sem ég hef alltaf verið ákaflega heillaður af. Það er myndlist í víðasta skilningi allt frá því sem þú sérð úti á götu einhvers konar neðanmálslist eða t.d. umferðarskilti til þess að lesa úr hámenningarlist þjóða heimsins. Tími minn í þessum skóla hafði mjög góð áhrif á mig. Þarna fékk ég þetta frelsi til þess að leita sjálfur, fínna minn eigin farveg meðan ég var að móta mig. Eins er það París sjálf, sem er ekki síðri skóli. Borgin, með öllum sínum listasöfnum, listasögu og hræringum í nútímamyndlist, var mér sem eins konar upplýsingamiðstöð, fyrir nú utan alla aðra menningu á háu stigi sem þar hrærist. Ég held að það sé mjög hollt fyrir hvern þann sem er að stíga sín fyrstu skref í sköpun að geta drakkið í sig þessi menning- aráhrif en þurfa ekki að sjá þetta gegnum þröngt kýrauga við bækur lokaður inni á einhverri akademíu. Menningarviðburður í Noregi Svo virðist í seinni tíð, að nýir straumar í myndlist fari að einhveiju leyti um Island til hinna Norðurlandanna. Haustið 1981 fór Halldór Ásgeirsson í sýningarferð til Noregs ásamt 4 öðrum íslendingum, Níelsi Haf- stein, Rúrí og þeim bræðram Ólafi og Hannesi Lárassonum. „Okkur var boðið að taka þátt í sýningu á listahátíð í Þrándheimi og sýna þar á Listasafninu, þar sem hver og einn hafði sal út af fyrir sig, og var það mikið pláss. Við voram öll með gjörninga og voram sérstaklega valin af því að við voram listamenn sem unnum með þann miðil, en Norðmenn vora nokkuð ókunnugir þessu listformi. Ástæðan fyrir því að ég var valinn var aðallega sú, að ég hafði verið þá um veturinn með Suðurgötu 7 hópnum í Bergen og sýnt gjöming, sem vakti gífur- lega athygli í Noregi. Ég man það að í stærsta dagblaði þeirra stóð stóram stöfum „Historisk performans í Bergen í gár“. Þá var þetta eiginlega fyrsti gjömingurinn, sem var fluttur í Noregi. Hann var tekinn upp á myndband og Norðmenn hafa seinna meir hampað honum mikið og sýnt hann á ýmsum ráðstefnum. FVá listahátíðinni í Þrándheimi var okkur boðið áfram til Berg- en þar sem við fluttum gjöminga og fyrir- lestra við háskólann og í listasafninu og síðan til Sonju Heine-safnsins þar sem við fluttum öll gjöminga. Þessi ferð var mjög árangursrík og vakti mikla athygli og mynd- listamemendur frá Þrándheimi og Bergen gerðu sér sérstaka ferð til Osló til að fylgj- ast með þessu. Ég er viss um að ferðin hefur skilið eftir sig vissan ávöxt og líka það að þama sáu Norðmenn að Islendingar vora á margan hátt feti framar en þeir sjálf- ir.“ Heimsmenning Og SVEITAMENNSKA „Við eram heppnir, íslendingar, hvað varðar okkar myndlistarmenntun, sérstak- lega minnar kynslóðar. Við höfum haft tækifæri til að fara víða um heim, það eru hópar sem hafa verið í Hollandi og á öðram stöðum, en nú upp á síðkastið hafa menn farið mikið til náms til New York og Berlín- ar. Ég var jú í París og var þann tíma meira eða minna eini íslenski myndlistar- maðurinn í námi þar, en sú var tíðin upp úr 1950 að flestir íslensku abstraktmálar- amir vora í París, en þetta hefur breyst,. Ekki er hægt að tala um neina eina þunga- miðju nútímalistar eins og áður var. Á þessari upplýsingaöld era samskipti milli þjóða miklu meiri og upplýsingin kemst hraðar á milli þannig að það skiptir ekki máli hvar þú ert að vinna hlutina því það er miklu meiri samgangur milli myndlistar- manna. Að vísu fínnst mér að hér á íslandi hafí orðið svolítill afturkippur síðustu árin, en það er kannski bara tímabundin lægð. * Fánarnir á Úlfarsfelii. Sjá nánar í texta. LENGSTA Málverk Á ÍSLANDI Og hvað er svo framundan? „Það er fyrst til að taka að ég er nú með stóra einkasýn- ingu í Nýlistasafni íslands. Þá kemur að einu stærsta verkefni sem ég hef unnið að til þessa, en það er að myndskreyta verslun- armiðstöðina Miklagarð, sem er í eigu Sambandsins. Það er nú kannski aðallega að þakka velvild Erlends Einarssonar, sem tók mér ákaflega vel þegar ég bar þetta upp við hann. Hann hvatti mig til þess að gera skissu af þessu, sem síðan var sam- þykkt og verður þetta að veraleika núna í vor. Þetta verður kannski lengsta eða stærsta málverk á íslandi, 140 metrar að lengd og hlakka ég mikið til að takast á við þetta verkefni. Þá hefur mér verið boð- ið að sýna í nýrri listamiðstöð, sem opnaði í byijun þessa árs í Óðinsvéum í Dan- mörku, en þetta er í fyrrverandi fataverk- smiðju Brants klædefabrik og er þar gífurlegt rými. Þar sýni ég í tveimur stóram sölum og var auk þess beðinn að velja mér 3 aðra listamenn til þess að sýna í öðram sölum í húsinu samtímis mér. Það verða tveir listamenn frá Hollandi og síðan Hann- es Lárasson. Hannes er einn af okkar fremstu gjörningalistamönnum, eins hefur hann unnið mikið með innsetningar og hef- ur skapað sér eigið rými og mjög sérstakt myndmál. Hann er kannski einn af utan- garðsmönnum í myndlistinni eins og ég, og kannski höfum við þess vegna átt samleið. Þessi sýning verður opnuð í ágúst og verð- ur mín stærsta einkasýning hingað til og kannski sú mikilvægasta. Einkasýningar 1981 Gallerí Suðurgata 7, Reykjavík. 1982 Nýlistasafnið, Reykjavík. 1982 Rauða húsið, Akureyri. 1985 Nýlistasafnið, Reykjavík. 1986 Gallerí Slunkaríki, Isafirði. Samsýningar 1979 Gallerí Zona, Flórens, Ítalíu. 1980 Gallerí Suðurgata 7, Reykjavík. 1980 Gallerí Kanal 2, Kaupmannahöfn, Danmörku. 1981 Bergens Kunstforening, Bergen, Noregi. 1981 Gallerí Akumalatory, Poznan, Póllandi. 1981 Trondhjems Kunstforening, Þrándheimi, Noregi. 1983 Kjarvalsstaðir, Reykjavík. 1985 Nordiskt Kcnstcentrum, Helsinki, Finnlandi. 1985 Centre Nationale des Arts Plastiques, París, Frakklandi. 1985 Biennale des Friedens, Hamborg, V-Þýskalandi. 1986 Gallerí Lövenadler, Stokkhólmi, Svíþjóð. 1986 Maire De Trouville-Sur-Mer, Trouville, Frakk- landi. Innsetningar (Installation) 1982 Gallery, New York, USA. 1983 Úlfarsfell austan við Reykjavík. 1983 Oeys etalage, Amsterdam, Holland. Gjörningar (Performance) 1981 Nýlistasafnið, Reykjavík. 1981 Bergens Kunstforening, Bergen, Noregi. 1981 Trondhjems Kunstforening, Þrándheimi, Noregi. 1981 Heine-Onstad Kunstcenter, Osló, Noregi. 1982 Nýlistasafnið, Reykjavík (í maí, slðan í október). 1983 Gallery, New York, USA. 1984 Kulturhaus Plazzo, Liestal, Sviss, 1985 Nordiskt Konstcentrum, Helsinki, Finnlandi. 1986 Maire de Trouville-Sur-Mer, Frakklandi. Kvikmyndir 1978 „Svört gríma", París-Reykjavík. (Super 8. 35 mín.) Útgáfa 1986 SIKSl (samnorrænt myndlistarrit), Helsinki, Finnlandi. 1987 Dagbókarbrot (bók með teikningum), Reykjavík. Veggmyndir í París og á íslandi. Halldór Ásgeirsson er fæddur 1956. Hann lauk stúdentsprófi frá MT 1976. Nám í myndlist við Parísarháskóla 8, 1977—80 og síðar 1983—86, og lauk þá mastersgráðu. Dvöl í Austurlöndum fjær veturinn 1976—77. Dvöl f Mexíkó veturinn 1982—83. Hefur stundað kennslu f myndlist við MS auk annarra starfa svo sem sjómennsku og leiðsögn fyrir erlenda ferðamenn. Halldór er nú búsettur í Reykjavík. Á þessu ári eru ráðgerðar einkasýningar f Amsterdam, Óðinsvéum og París, samsýning og gerð veggmyndar í Reykjavík. Höfundur viðtalsins er fornleifafræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.