Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 8
Modeme tider, myndasöguhefti „fyrir fullorðna “, eittaf mörgum sem útkoma í Danmörku. oft velt því fyrir mér frá hverju hann hefði að segja ef hann fengi málið einn góðan veðurdag. Svo virðist þó vera, að lesendur verði að láta sér stöku upphrópunar- og spumingamerki nægja. Og nú kunna menn að spyrja, hvað er svona leyndardómsfullt við Ferdinand? Ég játa að þessu er ekki auðsvarað því þetta er meira tilfinning mín, en rökstuddur grunur. I fljótu bragði virðist hann vera ákaflega venjulegur meðalmaður. Heimili hans er dæmigert fyrir neðri mörk borgarastéttar- innar; Kjartanshús, bifreið í lítilli innkeyrslu, helstu rafmagnsvélar, ráðrík eiginkona, stöku gæludýr og einkasonur. Ekki er þó allt sem sýnist. Hvaða meðalmaður úr borg- arastétt fengist til að fara út úr húsi með hattinn hans? Og Ferdinand virðist háður pottlokinu. Ég fæ ekki annað ráðið úr skelf- ingarsvipnum þegar vindhviða feykir hattin- um af höfði hans. En það sem gerir mig verulega forvitinn er ístöðuleysi hans varð- andi atvinnu. Hvað ætli sé búið að reka hann oft úr vinnu og hversu oft hefur hann sjálfur sagt upp. A.m.k. er hann ótrúlega laus í rásinni og bera margvísleg störf sem hann hefur unnið þess merki. Ljónatemjari, læknir, lögga, skrifstofumaður, verkamað- ur, málarameistari, strætisvagnastjóri og margt fleira. Hvað um það, trúlega næði viðtalsbók um Ferdinand metsölu hérlendis, í gósenlandi ævisagna. Dagur Blómsturberg - Flestir Kannast Þar Við Sjálfan Sig Hversdaglegar hetjur finnast víða. Hetjur sem beijast á launamarkaði, beijast við vísi- tölulán, tekjuskatt, skapvonda atvinnurek- endur, vekjaraklukkuna og vanþakklátt heimilisfólk. Utlu ómissandi tannhljólin í lífsverkinu. Að mínu viti er Dagur Blómstur- berg einhver viðkunnanlegasti fulltrúi þessa hóps. Það þarf heldur ekki að koma mönnum á óvart að hann er með vinsælustu teikni- myndahetjum samtímans. Við fylgjumst með Degi kljást við ýmis gamalkunn vanda- mál, svo sem að komast á réttum tíma í vinnuna og að endurheimta garðáhöld frá nágrannanum og í raun má segja að höfund- urinn Jim Raymond geri mismunandi viðbrögð í stöðluðum uppákomum að yrkis- Höfundurinn bandarískur, en efnið þýtt og útgefið á dönsku: Erotica, þar sem ekki dugar minna en hafa alla Vetrarbrautina undir. í*WWesx«Ti©< föRSl:, 5drt. B-ÍLlS€ai5áA$2R. Cé (ffí9tOB€R:- lS,. LliSB m fíX 5P(S£,„ JB& «u»»5£. mfkÉ. uofvr/wSí mm o& <3úiEtiSSMpyíhSr"'"*" GI5SUR fej,GULLRA55 Búin að vera lengi við lýði í Vikunni: Gissur gullrass og Rasmína kona hans ásamt Andrési önd og fleiri félögum. ANDRÉS öm Zenaide ermeð talsvert erótísku ívafi eins og fleiri teiknimyndasögur frá hendiDana. efni. Þetta heitir víst á fáguðu máli, tilbrigði við stef. Þannig kannast flestir við sjálfa sig þegar Dagur stendur frammi fyrir þeim gamla vanda að manna sig upp í að segja nei við sölumenn og að fara fram á kaup- hækkun. Syrpan er teiknuð á yfirlætislausan hálfraunsæjan hátt og í sumum tilvikum verða persónur kannski helst til meinlausar. Ljóska er gott dæmi um þetta, en hún er snoppufríð, grannvaxinn kona á besta aldri, en algerlega sneydd erótískri útgeislun, jafnvel þegar hún stígur upp úr baðkerinu. Júlíus forstjóri á hinn bóginn sem svipar til ónefnds ráðherra að vaxtarlagi (og tottar að auki til frekari áherslu sígar mikinn), er groddalegur í fasi og verður lifandi og minnisstæð persóna fyrir vikið. Sömu sögu er að segja um eiturbrasarann húðflúraða og nágrannann laushenta. Með öðrum orðum; þegar höfundur gefur sér aðeins lausarí tauminn verður atburða- rásin groddalegri, óvæntari og fyndnari. En þetta er að sjálfsögðu smekksatriði. Þegar Bunuel lét ungan mann sparka í gamla konu í einni mynda sinna urðu marg- ir reiðir og hneykslaðir. Aðrir eiga bágt með að kæfa kvikindishlátur þegar þeir verða vitni að því að virðulegur eldri maður missir fótanna á svellbungu. Persónulega finnst mér Dagur fyndnastur þegar hann rekur kjaftfora sölumenn á dyr með vel útilátnu sparki í afturendann, nú eða í hlut- verki þolandans á skrifstofunni. Samt vildi ég ekki lenda í því að fá ritvél í hausinn. SMÁFÓLK - LÍKLEGA Sú Vinsælasta Sennilega er Smáfólk frægasta og vinsæl- asta teiknimyndasyrpa allra tíma, en höfundur hennar er Bandaríkjamaðurinn Charles M. Schulz. Syrpan hóf göngu sína árið 1950 og birtist þá daglega í banda- rískum blöðum. Upphaflega snerist söguþráðurinn aðal- lega um Charlie Brown, hundinn hans Snoopy og nágrannastúlkuna geðprúðu Lucy, en með árunum hafa alltaf verið að bætast við nýjar persónur sem leikið hafa misstór hlutverk. Þeir sem fylgst hafa grannt með syrpunni frá upphafí kannast við hina hægu en markvissu þroskasögu persónanna efnislega og útlitslega, en hætt er við því að yngri lesendur ættu bágt með að þekkja persónurnar eins og þær litu út í upphafi. Það sem að mínu mati aðskilur Charles M. Sc.hulz frá flestum öðrum myndasyrpuhöfundum, er hin geysilega sterka persónusköpun hans. Þannig lúta persónumar í Smáfólki lögmálum syrpunnar og hafa fyrir löngu öðlast sjálfstætt líf, eins og gerist í vönduðum skáldsögum. Schulz viðurkennir þetta og segir sjálfur að honum hafi stundum orðið á mistök einmitt vegna þessa og hafi sumar persónur orðið að hverfa af sjónarsviðinu vegna þess að þær röskuðu jafnvægi spyrpunnar. (Kötturinn hennar Fríðu, Pig-pen (sóðinn), stúlkan með taglið o.fl.). Flestir þeir sem á annað borð renna yfir myndasyrpuna á morgnana eiga sér eitt- hvert uppáhald. Oftast Snoopy eða Lucy (sjálfur hef ég alltaf verið hrifinn af litlu systur Charlie Browns). Charles M. Schulz gerir ekki upp á milli persóna, en viðurkenn- ir að Charlie Brown er að mörgu leyti sjálfsvæisögulegur. Hann hefur þó sagt að skemmtilegast sé að teikna Linus þegar hárin rísa á höfði hans, auðveldast sé að teikna Snoopy, og lang erfíðast sé að teikna Charlie Brown. Charles M. Schulz nálgast nú sjötugsald- urinn og veit ég ekki hvort hann skrifar spyrpuna einn síns liðs ennþá. En mér finnst Smáfólk hafa breyst mikið á undanfömum tveimur árum, því miður til hins verra. Freknótta stúlkan Peppermint Patty hefur tröllriðið syrpunni á þessum tíma og fínnst mér hún ekki standa undir því, þó að hjálpar- kokkur hennar Marcie aðstoði hana eftir bestu getu. Og einhvem tíma hefði hinn dæmalaust misheppnaði bróðir Snoopys, eyðimerkurhundurinn, endað daga sína í ruslakörfunni. Schulz heldur þó enn teikni- pennanum styrkri hendi, teikningamar hafa aldrei verið fágaðri en nú. Eftirmáli Svona mætti lengi gjamma um einstakar syrpur og höfunda þeirra. Því er svipað farið með þá og aðra rithöfunda að þeir eru eins misjafnir og þeir em margir. En list- form þeirra hefur stundum verið gagnrýnt á þeim forsendum að textinn ásamt mynd- unum skilji ekkert eftir handa hugmynda- fluginu. Þetta tel ég alrangt og vona að mér hafi tekist að sannfæra einhverja um hið gagnstæða, með því að leggja í þetta ferðalag um afþreyingarsíðu Moggans og skýra frá persónulegum skilningi mínum á hverri teikniseríu. Höfundurinn hefur stundað nám í þjóðhagsfræði í Berlin, en er nú við nám í heimspeki við Háskóla (slands. 4 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.