Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1987, Blaðsíða 11
U R GLATK I STUNN I SAGAN AF EIRÍKI LOETSSYNI NUM EINRÆNA v g var snemma hneigður fyrir hesta, og nú hafði ég keypt góðan hest af bónda þeim er Árni hét og bjó á bæ þeim sem ég nefni G; ég hafði byggt fyrir hann stofu og skála, hvort tveggja vönduð hús. Bær hans var á kirkju- leið minni, var hún bæði löng og enda hættuleg, en fyrir kunningsskap gisti ég oft hjá Árna þegar að ég kom frá kirkju, ásamt fleiri mönnum úr þeim „Ég vakti Svein ogsagði honum vera mál að klæðast, og hefurþér orðið vært ídögunardúrnum hjá rekkjunautþínum. Geta má nærri, hvernig Signýju muni hafa fallið að sjá mig standa þarna uppiyfir sér... “ Mynd: Sigrún Eldjárn. hluta sóknarinnar; á þennan bæ hefði ég farið, hefði ekki húsbóndi minn beðið mig að hafa ekki vistaskipti, enda sá hann að hann komst létt út af því sem ég smíðaði fyrir hann. Árni bóndi átti dóttur þá sem Signý hét, hana vildi hann gefa mér, og vissi ég ekki betur en hugir okkar lægju saman. En þetta dró ég vegna þess að ég þóttist enn þá of efnalítill til að reisa bú. Sveinn hét vinnumaður Árna bónda, hann var ættaður af Hornströndum, og mér nokk- uð eldri, félaus var hann, og í mörgu kallaður misindismaður, og enda kenndur við óþverramál í sinni sveit. En kornst þó úr því með kænsku sinni, og hafði þá enn heila húðina. Hann lagði hug á bóndadóttur, en ærinn óhug- á mig, hann var ofláti mestur í þeirri sveit, og eitthvert hið mesta nett- Eftirfarandi kafli er tekinn úr óbirtri skáld- sögu frá 19. ötd, berhún heitið„Sagan af Eiríki Loftssyni hinum einræna ogJóni Geir- mundssvni skipasmið", skáldsagan varsamin eftir frumriti Níelsar Skálda Jónssonar frá vetr- inum 1856— '57; það gerði Skúli Bergþórsson frá Kálfárdal og lauk því verki 1886, jók Skúli svo mjög frumrit Níelsar, sem hafði beðið hann að hreinrita söguna, að heita má að Skúli hafi endursamið hana, endasagan, eftir meðhöndlun Skúla, fimm sinnum stærri en frumrit Níelsar. Er engin ástæða til annars en cigna Skúla Bergþórssyni bókina enda margar íslenskar skáldsögur síðan hann varádögum vaxnaraf samskonar rótum ogþykirekki tiltökumál. Predikunartónn Níelsar er úr sögunni og í mynd Skúla erþetta frambærilegt verk, all- skemmtilegt og vel skrifað. Sérstaklega eru lýsingar á híbýlaháttum ogsamtöl lífleg. Greint erfrá æviþeirra tveggja manna sem nefndir eru ítitlinum; íslenskra sveitamanna. Málfar sögunnar er af rómantískum toga en engrar slíkrar upphafningargætir íatburða- og mannlífslýsingum hennarenda vettvangur sög- unnar of nærstæður riturunum tilþess að slíkt síðari tíma einkenni sveitarlífssagna nái að setja svip á þessa skáldsögu. Þátturinn sem hér fer á eftir er nærri miðju bókar. Jón segirEiriki, aðalpersónu sögunnar, af æviferli sínum; þeir eru smiðir báðir og enn íblóma lífsins. Jón hefur snemma þótt manns- efni, einkum vegna lagtækis síns. Hann segir frá: Eftir Skúla Bergþórsson og Níels Jónsson skálda Kynning eftir Þorstein Antonsson menni í eftirhermum, og sparaði hann mér það ekki heldur en öðrum. Höfðu margir gaman og enda hlógu dátt að því á heimil- inu, en Signý hafði raunar andstyggð á mörgum hans háttum en leiddist þó með straumnum út í mörg kersknimál og fékk ég ímugust á breytni hennar í því að gefa gaum slíkum athöfnum, ei að síður hrak- yrti hún hann stundum. Eitt sinn bar svo til að ég kom þar frá kirkju dálítið kenndur af víni. Svaf ég þar jafnan í stofu og svo skyldi líka nú vera. Þjónaði Signý mér til sængur, en af því að ég var breyttur frá því vanalega, sagði ég við hana bæði í gamni og alvöru: Nú held ég að mér gangi hægt að sofna, en mundir þú ekki vilja gjöra mér það til ánægju að koma hingað til mín aftur til að stytta mér stundir, þegar önnum þínum er lokið. Hún brosti að þessu og sagði: Það held ég sé hægt og er þetta hið fyrsta orð af þínum vörum sem nefna mætti tvírætt, og hafði hún líka rétt í því. Síðan lagði hún hönd sína á bijóstið á mér og bauð mér góða nótt með kossi og gekk í burt. Þessi bón mín fannst mér hneisulítil fyrir okkur hvernig svo sem farið hefði, því þá var helst í ráði að við mundum giftast á næsta hausti. Nokkru síðar heyrði ég hreyf- ingar í dyralofti og vott um glaðværð því að ég fór að heyra þaðan hlátra, nú kom að mér forvitni að vita hvað um væri að vera, fór ég þá ofan og fram í stofugöngin og heyrði þaðan öll orðaskil, var þá Sveinn þar og tvær vinnustúlkur og Signý, heyrði ég þá að Sveinn var að herma eftir mér og var að biðja Signýju að koma til sín í rúm, sjálfsagt undir mínu nafni. Af þessu fok- reiddist ég og var nærri komið að mér að stökkva upp í loftið og lúskra Sveini, en stillti mig þó sem ég gat, og sneri aftur til rúms míns, en hafði nú fengið nóg um- hugsunarefni til að geta síður sofnað. Ég veit ekki enn í dag hvort heldur Sveinn eða önnur hvor stúlknanna hafi staðið á hleri og heyrt orð mín við Signýju eða hún sjálf opinberað þau þessum félagsystkinum sínum, en nokkuð var það: að ekki kom hún inn til mín alla þá nótt, og eins hló hún mikið og hinar stúlkumar. Alla þá nótt kom mér ekki dúr á auga mitt og þegar hér um bil að dagsbrún var komin heyrði ég að lokið var upp stofuhurð- inni heldur hljóðlega. Spurði ég þá hver þar færi, var mér þá svarað í kvenlegum róm: Það er ekki Signý, en þó einhver sem getur gengið þér í hennar stað að vinna þau verk sem ekki þarf birtu til að framkvæma. Ég svaraði þá: Ekki skalt þú annast um að vinna mér eða fyrir mig nein verk að þessu sinni en sjáðu sem best um að hún fái verkamann í víngarð sinn. Hún fleygði þá skóm og fóta- plöggum af mér við rúmstokk minn, og hljóp svo hlæjandi burtu. Nú þóttist ég fullsann- færður um að orð mín við Signýju væru komin fullkomlega í hámæli, og var ég nú sárreiður yfir öllu þessu; þó hún kæmi ekki til mín, það þótti mér ekkert, en að hleypa í hávaða þessum orðum mínum, það þótti mér óþolandi. Og hugsaði með mér að slíkt skyldi verða til þess að slá botninn í öll okkar viðskipti, því svo sem hún hafði á þennan hátt snúið orðum mínum, hugsaði ég að hún að því skapi mundi rækja sóma sinn í framtíðinni, spratt ég þá sem hraðast en hljóðlegast á fætur, fór út og tók hest minn og var allur í burtu fyrr en að nokk- urn varði. Tvisvar eftir þetta fór ég þar hjá, en kom ekki heim, það hafði komið Árna illa og undarlega fyrir, og hafði sagt: að nú væru ekki menn sem verið hefðu, ef ég yrði því ekki feginn að gista þar áður en þessi vetur væri liðinn. Og eftir þetta reið ég í allgóðu veðri til kirkju og þegar ég fór til baka var farið að dimma töluvert af nótt, reið ég fyrir ofan túngarð hjá Áma bónda, og þeg- ar ég var kominn skammt um fram bæinn, þá dimmdi svo snögglega meira en að öllum líkindum að ég hugði það ekki sjálfrátt, og von bráðara var kominn óstæður kafalds- bylur með bitru frosti á móti mér, komu mér þá í hug orð Árna, og vildi ég fyrir hvem mun komast að næsta bæ, en svo varð veðrið mikið að ég mátti sleppa því áformi, og vildi hvorki leggja mig eða hest- inn í slíka hættu, sneri því nauðugur aftur til Ijárhúsanna hjá Árna, þar vissi ég af hesthúsi, og spretti ég af hestinum, teymdi hann þar inn, og lét reiðtýgin í hestastall- inn, og settist þar á. En að vörmu spori kom Árni þar, og sagði mér væri betra skjól að ganga heim til bæjarins með sér, heldur en að norpa hér allur snjóugur og votur, og sá ég að ekki var annars kostur en að taka boði hans. Hann gaf hesti mínum nóg og gott fóður, gekk ég síðan heim á eftir hús- bónda og skóf upp snjóklæði mín. Síðan var mér veittur beini og þar á eftir vísað til rúms undir baðstofulofti, þar í afþiljuðu húsi skrárlæstu. Þá skrá hafði ég sjálfur smíðað, og var skrúflykill að innan sem að með lagi mátti ná út og varð þá ekki kom- ist út úr húsinu ef hurðin var læst. En á það lag hafði ég engum vísað þar af heimil- ismönnum. Ekki bar Signýju mér fyrir augu, og var sagt að hún væri mjög lasin og héldi við rúm. Þá ég nú háttaði gat ég með engu móti sofnað, svo að ég fór aftur í klæði mín. Heyrði ég þá að hljóðlega var gengið eftir loftinu þar uppi sem ég var neðanundir og var það úr lofthúsi því sem að hjónin og Signý dóttir þeirra sváfu í, þetta hreif mig strax illa, því að ég vænti mér þar einskis góðs, og jafnvel að mér yrði þar máské ráðinn bani með einhvetjum hætti sem að mér kynni verða óvæntastur, og í flughasti lagði ég rúmklæðin sem líkast því að maður lægi þar, en brá mér á hurðarbak og náði skrúflyklinum úr skránni og nokkrum augnablikum síðar heyrði ég að hurðinni var hljóðlega lokið upp og einhver gekk inn að rúminu, brá ég þá við sem snarast og stökk út úr húsinu og læsti á eftir mér í sama vetfangi, og varð þá ekki lokið upp að innan. Ekki vissi ég þá með neinni vissu hver inn gekk, en jafnt þótti mér ills von af öllum, Signýju hafði ég fastlega grunaða um ótryggð, sem ég áleit nú vaxa í fullkom- ið hatur fyrir það að ég hafði afrækt fundi hennar, og áleit að þau öll þijú, Ámi, Signý og Sveinn, kynnu snúa sér að einu ráði til að gjöra mér einhveijar skráveifur. Ég lét skrúflykilinn á skúrfjöl sem var yfir dyrun- um, fór fram í anddyrið greip í hasti reiðklæði mín, opnaði lágt og liðlega bæjar- hurðina og hallaði henni síðan aftur á eftir mér, og hljóp það ég gat til hesthússins, lagði í flughasti á hest minn, og hefi ég verið það hræddastur á æfi minni fyrir því að Árni og Sveinn mundu veita mér eftir- för, en ég verjulaus, en það varð þó ekki. Þegar ég komst á bak hesti mínum þá þótt- ist ég hólpinn, því hann var bæði traustur og fljótur. Var þá allgott veður, mikið heið- ur í lofti og stjörnuljós, og nokkurt frost. Ekki gaf ég mér tíma til að fara í reiðföt mín og reiddi þau alla leið undir mér heim til mín, og var þá enn ekki kominn dagur ... Eftir þetta sagði smalapiltur Árna mér að samkomulag Sveins og Signýjar hefði tekið harla mikla breytingu til hins lakara, mundi hún hafa bæði gramist léttúð sinni að gefa sig við kerskilátum Sveins og jafn- framt umsátrum hans við sig, og hatur þess er hann lagði á mig, og mundi hún einungis fyrir hans aðgjörðir hafa misst mig. En um það bil sem ég heyrði til Sveins í loftinu og stúlkna þeirra sem hjá honum voru þá áleit pilturinn að hann mundi hafa verið búinn að ná á henni töluverðu bráða- birgðar tangarhaldi. En hún þá skilið af þeim orðum sem ég mælti við stúlku þá sem kom til mín í stofuna með plögg mín, um dægramótin, að ég mundi hafa heyrt eitt- hvað af ræðum þeirra í loftinu, og alls þessa vegna bæði orðið hrygg og reið sér og Sveini. Mun honum þá hafa þótt útséð um alla velvild Signýjar til sín, og vistaði sig því á burt frá Árna, og fór um vorið sem vinnumaður til sóknarprests okkar. Þetta hið næsta vor hætti faðir minn búskap fyrir hjúaleysi og lasleika sinn, og um haustið skömmu fyrir vetur dó hann snögglega. Gjörði ég sem eini erfingi hans útförina þokkalega, fékk ég töluverðar eign- ir eftir hann, bæði í peningum og öðru, enda var móðurarfur minn allur inni hjá honum, þeim ijármunum öllum varði ég til peninga því að mér var enginn hugur á búskap né giftingu, þegar svona fór millum okkar Signýjar. Þennan vetur eftir að faðir minn dó, linnti LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. FEBRÚAR 1987 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.