Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 11
að reyna að endurvinna þessi verk. Það var ekki hægt." — En nú ertu kominn með nýja sýningu. „Já, en það er nú ekki meira en svo að ég hafí fengið að vera í friði," segir Sverrir þungur á brún. „Sjáðu til. Eftir flóðið var gert samkomulag milli mín og borgaryfír- valda, þar sem mér voru tryggðar einhveij- ar bætur og því heitið að ég fengi að hafa aðstöðu hér svo lengi sem ég vildi. Nú hef- ur það verið svikið og ég á að hypja mig. Þeir vilja víst frekar nota húsnæðið sem kartöflugeymslu! Borgarverkfræðingur hef- ur lagt undarlega mikla áherslu á að losna við mig. Borgarstjórinn lyftir ekki litla- fingri. Aðfarir æðstu embættismanna borg- arinnar í þessu máli eru með öllu ósæm- andi. Eftirlitsmaður borgarinnar lagði mig í einelti á meðan ég var að undirbúa þessa sýningu, hann og skrifstofustjóri borgar- verkfræðings láta mig alls ekki í friði. Þú getur ímyndað þér hvernig það er að eiga þessa pótintáta yfír höfði sér og vera jafn- framt að búa til sýningu! Menn þurfa fyrst og fremst sálarfrið og ró undir þeim kring- umstæðum, en ég má þola stöðugt öryggis- leysi. Stundum er eins og ekkert mál sé brýnna en að losna við einn myndlistarmann úr haughúsi Thorsaranna!" Sverrir hlær kaldhæðnislega og kveikir aftur í vindlinum. „Þér fínnst náttúrlega að ég sé með þetta á heilanum, ekki satt? En það er nú einu sinni svo að þetta ber hæst um þessar mundir í lífí mínu, því er nú verr, og þetta stríð er ákaflega sálarslítandi." í þessu koma tveir kunningjar lista- mannsins í heimsókn. „Ekki fer nú Morgun- blaðið að segja frá framkomu Reylq'avíkur- borgar í þessu rnáli," segir annar þeirra efíns, um leið og hann afhendir dálítinn böggul. „Uss, höfum ekki áhyggjur af því,“ segir Sverrir. „Viljiði vodkatár, strákar?" Þegar strákamir fara inni ég Sverri aftur frétta af sýningunni. „Ég vinn verkin þann- ig að veðurbreytingar hafi áhrif á þau,“ segir hann. „Náttúran tekur þátt í sköpun- inni á vissan hátt. Rigning og sólskin ger- breyta ásýnd verkanna, mismunandi birta heftir sömuleiðis sitt að segja...“ Hann bítur f vindilinn og hugsar sig um. „Mér gekk vel að byija upp á nýtt eftir slysið, ég varð svo reiður! En reiðastur varð ég þó vegna hinna stöðugu árása sem ég mátti sæta. En ég ákvað að láta ekki lítilmenni eyðileggja fyrir mér möguleikana á að halda áfram." Aftur erum við ónáðaðir, nú er það Þorkell ljósmyndari sem bankar upp á. Sverrir stillir sér upp meðal verka sinna og glottir við myndavélunum. „Á ég kannski að vera alvarlegur? Sést ekki áreiðanlega hakakrossinn í baksýn, — hann er ágætt tákn.“ Ég nota tækifærið og spyr um áhrifa- Málaður skúlptúr. valda í listinni. „Sá sem líklega ber helst ábyrgð á því að ég fór út í myndlist var Kjarval. Ég ólst upp vestur í Stykkishólmi og þangað kom Kjarval mörg sumur og bjó hjá okkur. Hann var þá löngum að mála í Berserkjahrauni. Við krakkamir fengum oft að dandalast í kringum meistarann. Mér þykir ákaflega vænt um þessar minningar, ég á til að mynda máiverk eftir Kjarval sem ég horfði á hann mála þegar ég var bam. Seinna kynntist ég kallinum betur, þá vomm við flutt suður og hann kom oft og einatt í heimsókn." Leið Sverris lá fyrst í Kennaraskólann og um nokkurra ára skeið stundaði hann handavinnukennslu. Svo fór hann í Mynd- lista- og handíðaskólann árið 1973. „Mynd- listarmenntun er fólgin í því að upplifa hlut- ina sjálfur, og á sjálfstæðan hátt,“ segir Sverrir. „Skólinn getur fyrst og fremst kennt hvemig á að meðhöndla efni. Og nú vilja þeir setja Myndlistaskólann á háskóla- stig. Hefurðu heyrt annað eins!“ Hann hrist- ir höfuðið yfír þessari fásinnu. „Ég held að ástæðan sé sú að þeir viiji slá einhveija uppgjafahermenn til riddara gera þá að dósentum og lektomm og hvað þetta heitir nú. Þú mátt samt ekki misskilja mig, ég lærði geysilega mikið af sumum kennar- anna, — á ég að neftia nöfn? — Jón Gunnar Ámason, Bragi Ásgeirsson, Magnús Páls- son, Hörður Agústsson. Aliir miklir sóma- menn. Heiðursmenn, drengur minn. En ég held að við höfum öll lært mest af félags- skapnum, enda vom þetta galsafengnir tímar svo vægt sé til orða tekið. Innan skól- ans var gerð bylting sem leiddi til þess að nýlistadeildin var sett á laggirnar. Athyglis- verðast við þessar hræringar fannst mér sú staðreynd að það vom nemendumir sem urðu boðberar nýrra viðhorfa, en ekki kenn- aramir, sem flestir hveijir vom hreint ekki með á nótunum. En það er víst bæði gömul saga og ný ...“ /Við víkjum að fjölskylduhögum og það kemur upp úr dúmum að Sverrir er mikill bamakarl, faðir þriggja stráka og einnar stelpu á aldrinum frá sjö til nítján ára. „Já, svo er ég í ástandinu," segir Sverrir stolt- ur. „Konan mín er nefnilega amerísk. Hún heitir Rainer og hefur búið hér við þröngan kost, sult og seym í sautján ár. Og samt er hún ánægð!“ fullyrðir hann glaðlega. — Og hvemig gengur að framfleyta svona stórri fjölskyldu? „Úff, þetta er hraeðileg spuming, maður! Við vinnum náttúrlega bæði, konan mín er kennari við skóia bandaríska sendiráðsins. Ég hef verið kokkur á ýmsum döllum, bygg- ingaverkamaður, leiðsögumaður laxveiði- manna og svo framvegis. Síðustu þijú árin hef ég að fullu helgað mig listinni. Þú hef- ur kannski heyrt að fæstir eru ofsælir af því að vera myndlistarmenn á íslandi? Það er rétt.“ Sverrir er óræður á svip. „Verð- mætamat íslendinga er oft og tíðum skrítið og list litin homauga ef hún skilar ekki beinhörðum peningum í aðra hönd. Þúsund tonn af þorski em, líka áþreifanlegri verð- mæti en listaverk. En hvað ætli Hollending- ar græði mikið á ferðamönnum sem koma til að skoða málverk meistaranna þeirra?" Mér verður svarafátt. „Gríðarlegar upp- hæðir," segir Sverrir og er mikið niðri fyr- ir. „Við getum líka selt okkar list og komið henni á framfæri. Það koma fjölmargir ferðamenn hingað til lands á hveiju ári til að skoða íslenska nútímalist, enda meiri áhugi á henni en flestir halda.“ Það er komið kvöld á Korpúlfsstöðum. Sverrir fylgir mér aftur í gegnum vinnustof- una. Listaverkin bíða, sum dálítið sposk eins og listamaðurinn sjálfur, sum margræð. Öll vitna þau um sköpunargleði og frumleika, sannkallaðar perlur í þessu gamla haug- húsi. Ég spyr Sverri hvað sé framundan. „Hvað við tekur, eftir sýninguna, veit ég ekki. En það á að losna við mig héðan, svo mikið er víst. Allt er afstætt, en hins vegar hefur aldrei verið svo til mannlegt samfélag að borgarverkfræðingur í einni eða annarri mynd hafi ekki verið þar við lýði. Listin lif- ir aftur á móti alla embættismenn. ... Ég Iæt þetta strögl auðvitað ekki buga mig, — maður verður að falla fyrir verðugum and- stæðingi. Sverrir Ólafsson myndhöggvari við málaða lágmynd. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8.0KTÓBER 1988 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.