Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.10.1988, Blaðsíða 14
Krossgátan „þú M 44 ismunandi leiðir eru til þess að flokka fólk í manngerðir og persónuleikapróf eru fjöl- mörg. Sem dæmi má nefna flokkun Carl Gustav Jung eftir grunneiginleikum: innhverfur — úthverfur Enginn lifir í raunveruleikanum. Við mennirnir lifum og hrærumst í hugmyndum okkar um raunveruleika. Skynjanir manna á umheiminum og sjálfum sér eru undir niðri mjög fjölbreyttar og mismunandi. Hér er á ferð ákveðin aðferð til sjálfsskoðunar, sem felst í því, að þú skoðir á skipulegan máta sjálfsímynd þína í ljósi 18 einkenna. Eftir GEIR VIÐAR VILHJÁLMSSON innsæi — skynjun hugsun — tilfinningar. Roberto Assagioli bætti síðar við pari grunneiginleika: hvatir — ímyndunarafl. MMPI-prófið, sem mikið er notað hér á landi, flokkar hinsvegar fólk eftir tilhneig- ingu til mismunandi geðsjúkdóma. Raymond B. Cattell greindi persónulýs- ingar stærðfræðilega og kom fram með 16 persónuleikaþætti sem til samans gátu lýst persónuleikablæbrigðum fólks. Próf Cattells er sennilega nákvæmasta persónugreiningartækið af spumingalista- gerð. Það hefur ekki verið staðlað fyrir ís- lenskar aðstæður, en stöðlun er nauðsynleg til þess að hægt sé að meta sérkenni ein- staklingsins með tilliti til annarra meðlima þjóðfélags eða samfélagshóps. Ekkert hindrar þó einstaklinga í því að notfæra sér persónuleikapróf eða spuminga- lista til hjálpar við það að skoða spuming- una sígildu: „Hvemig, eða hver, er ég?“ þó viðkomandi hafí ekki aðgang að stöðlunar- gögnum eða þau séu enn ekki til, svo sem á við um spumingalistann sem hér er kynnt- ur. Persónuleikinn Breytist Eftir Aðstæðum og Hlutverkum Maðurinn er mjög flölþætt vera. Hegðun einstaklingsins og framkoma í samskiptum við aðra lagar sig að aðstæðum og breytist í takt við líðan fólks og sálarástand. Aðal- vandamál persónuleikaprófa er einmitt það að fram fást augnabliksmyndir. Breytanleiki persónunnar sést illa, nema oft sé prófað. Flest persónuleikapróf miða einnig við það að fólk lýsi sér almennt, eins og það teiur sig yfírleitt vera. Hugsjónimar, óskim- ar, það hvemig fólk vildi helst vera, fæst Lýstu þér með tilliti til eftirtaldra einkenna. A: Eins og þú vildir helst vera. B: Eins og þú telur þig yfírleit vera. C: Eins og þú heldur að aðrir skynji þig. Merktu við einkennin 1,2,3,4 og 5. 1 þýðir að einkennið á lítt við þig. 5. þýðir að einkennið á mjög við þig. yfírleitt ekki fram. Né heldur hvemig fólk ímyndar sér að aðrir skynji það. Markmið þessarar spumingagrindar er ekki að leggja neitt ákveðið mat á einstakling heldur það að efla innsýn einstaklingsins i sjálfa(n) sig og samskipti sín við aðra. Hér er gert ráð fyrir að þú lýsir þér fjórum sinnum. Val persónueinkennanna sem hér liggja fyrir styðst ekki við neina eina ákveðna fyrirmynd, heldur endurspeglar persónulegt mat höfundar á því hvaða persónueiginleik- ar skipti miklu máli í samskiptum við aðra. Sjónarmiðin þijú (A.B.C.) em hinsvegar þekkt úr félagssálfræðilegum rannsóknum. AðFyllaÚt Spurningagrindina — Fylltu út hvem dálk fyrir sig (A.B.C. og Cp) í einum rykk, eftir að hafa stillt þig stutta stund inná viðkomandi sjónarhom. — Útbúðu þijá renninga úr ógegnsæjum pappír eða pappa, og leggðu yfír útfylltu dálkana jafnóðum og þú hefúr fyllt hvem þeirra út. — Við útfyllingu hvers dálks skaltu hugsa sem minnst um það hvemig þú flokk- aðir þig í fyrri umferðum. Leitastu við að hafa hvert sjónarhom sem sjálfstæðast. — Fylltu dálkana út í þeirri röð sem þeir liggja fyrir: A: Eins og þú vildir helst vera. B: Eins og þú telur þig yfírleitt vera. C: Eins og þú heldur að aðrir skynji þig yfirleitt. Cp: Eins og þú heldur að ákveðin önnur persóna, sem þú þekkir vel, skynji þig. Pc: í þennan dálk biður þú þessa sömu persónu að færa mat sitt á þér. — Best er að þú takir nokkur ljósrit af listanum áður en þú fyllir hann út og hafir þannig autt blað til þess að láta annan/aðra flokka þig á. Með þeim hætti kemur þú í veg fyrir að viðkomandi verði fyrir áhrifum af þinni eigin flokkun. — Með því að láta nokkra mikilvæga ein- staklinga í þínu samskiptaumhverfí lýsa því hvemig þeir skynja persónuieika þinn fræð- istu enn meira um skynjun annarra á þér. Sjálf framkvæmdin eflir líka og dýpkar sam- skipti þín við viðkomandi fólk. Þegar þú leitar til annarrar persónu í þessu skyni geturðu orðað beiðni þína eitthvað í þessum dúr: „Ég hef áhuga á að vita hvemig ég virka á þig.“ Þú getur farið í gegnum spumingagrind- ina frá A til Cp og lært af niðurstöðunum án þess að leita til annarra. En með því að fá fram álit frá öðmm eflir þú raunvem- leikaskyn þitt og getur hreinsað burt ímynd- anir sem standa þér fyrir þrifum í samskipt- um við annað fólk. Mjög mismunandi er hversu fólk gefur sér mikinn tima til þess að ígmnda þær upplýsingar sem spumingagrindin aflar. í þessu eins og flestu fer árangur eftir tíman- um sem til verksins er varið, einbeitingu þinni og skilningi. ÚRVINNSLA MEÐ ÖÐRUM Fáir þú annan einstakling/aðra einstakl- inga með í spilið beinist úrvinnslan að því að ræða saman um persónueinkenni þín, einkum þar sem lýsing viðkomandi (Pc) og þínar hugmyndir um álit hans/hennar (Cp) stangast á. Aðrar flokkanir þínar gagnvart sama persónueinkenni og um er rætt hverju sinni eiga líka að vera umræðuefni. — ímyndarðu þér að viðkomandi per- sóna skynji þig betur eða verr en fólk almennt? A B C Cp Pc Segja hug sinn Fyrirhyggja Taka gagnrýni Næmni á tilfinningar annarra Taka áhættu Sýna sveigjanleika Standa fyrir máli sínu Sýna hlýju Standast álag Umgangast peninga Viðurkenna eigin verðleika Halda líkamanum í formi Brydda á nýjungum Læra af mistökum Umburðarlyndi Gagmýna það sem miður fer Sjá spaugilegu hliðarnar Mynda vináttutengsl Þessi spumingalisti var saminn síðastliðið haust til notkunar á námskeiði til eflingar mannlegra samskipta. Hann er kallaður spumingagrind, því að þú fyllir hann út frá mis- munandi sjónarmiðum. Þú getur einnig notað hann til þess að kanna hvemig þú virkar á aðra. í persónumynd þeirri sem Roberto Assagioli setti fram er kjaméiginleiki mannsins sjálfs- vitundin (8) og henni beint samofínn viljinn (7). Hin sex aðalsvið sálrænnar starfsemi em mismunandi virk, bæði frá manni til manns og eftir ástandi einstaklingsins og aðstæðum. Þau em: skynjun (1), innsæi (6), hugsun (5), tilfinningar (2), hvatir (3), ímyndunarafl (4). Eins og hjá Carl G. Jung, sem Assagi- oli byggir mynd sína að nokkru á, em sviðin sex tengd þannig innbyrðis að sé ákveðið virknisvið persónunnar meira ráðandi, þá er hið gagnstæða minna ráðandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.