Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 3
I.ECTáW Oi @ g| \ö\ [u] Ln] |b1 [l] | a| [pl ® iu ® m Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Vigfús Sigurgeirsson ljósmyndari var farinn að taka ljós- myndir fyrir norðan á þriðja áratugnum og hélt því áfram til dauðadags 1984. Nú hefur staðið í Jónshúsi í Kaupmannahöfn sýning á nokkrum ís-' landsmyndumn Vigfúsar og eru nokkrar þeirra birtar hér. Forsíðan Myndin er í tilefni veiðidags fjölskyldunnar á morg- un, 24. júní. Hér er séð yfir Litla Fossvatn í Veiði- vötnum. Sjá nánar grein og myndir á bls/6-7. Ljósm.:Rafn Hafnfjörð Ferðablaðið Lesbókin segir frá þjónustu Ferðaskrifstofunnar Nonna á Akureyri og spjallar við stofnanda henn- ar Helenu Dejak. Hún býður m.a. uppá siglingár um Eyjafjörð um miðnæturskeið, Grímseyjarferðir og gönguferðir um Þorvaldsdal. STEINN STEINARR Kommúnistaflokkur Islands In memoriam Sic transit gloria mundi, mætti segja, svo mjög er breytt frá því, sem áður var. Og einu sinni var hér frægur flokkur, sem fólksins merki hreint og tigið bar. Svo hættulegt var ekkert auð né valdi og yfírdrottnan sérhvers glæframanns. Svo dó hann hljóðalaust og allt í einu, og enginn vissi banameinið hans. En minning hans mun lifa ár og aldir, þótt allt hans starf sé löngu fyrir bí. Á gröf hins látna blikar benzíntunna frá British Petroleum Company. Sólskinsblettir og djúpar lægðir Aþessum vordögum lýkur einskonar vertíð í listum, sem hefst á haustmán- uðum með því að mynd- listin vaknar úr sum- ardvala, leikhúsin eru opnuð, hljómleikar hefj- ast og síðan skellur bókaflóðið á þjóðinni þegar skammdegið er svartast. Á vetrar- og útmánuðum heldur þetta áfram með sífellt vaxandi framboði og náði nú í vor hámarki með þeirri miklu veizlu, sem Listahátíð er. Góð aðsókn sýnir þó, að þjóðin hafði ekki fengið sig fullsadda í þessu mikla ofáti og það er út af fyrir sig merkilegt. Þegar talað er um þjóðina í þessu sam- bandi, erum við að ræða um tiltölulega fá- mennan hóp ákafra listunnenda og listneyt- enda hér á mölinni. Ég hef á tilfinning- unni, að fólk annarsstaðar en í Reykjavík og nágrenni telji þetta listaflóð sér óviðkom- andi og að öll þessi umfjöllun fjölmiðlanna hafi ekki orðið til þess að auka áhugann þar til muna. Hvaða ályktanir er til dæmis hægt að draga af því, þegar aðeins 50 manns koma á hljómleika Sinfóníunnar í síðustu Akureyrarferð hennar, og er þó varla hægt að segja, að þesskonar tónleikar séu hvunndagslegur viðburður þar í bæ. Listahátíðin heppnaðist vel og sumt af henni verður eftirminnilegt. Við tökum er- lendum listamönnum með þakklátu lófa- taki; ekki sízt þegar afburðafólk kemur eins og píanóleikarinn Gavrilov og Fiamma hin unga frá Ítalíu sem syngur eins og lævirki. Fögnuðurinn yfir ballettinum frá San Frans- isco var að hluta yfir því, hvað okkar mað- ur, Helgi Tómasson, hefur gert það gott í útlandinu. En stundum fáum við menn með nýju fötin keisarans eins og Richard Serra, sem að vísu er kunnur erlendis, en aðallega fyrir skakkar járnplötur, sem hann hefur fengið að múra niður í torg, vegfarendum og íbúum til ama og leiðinda. Umhverfís- verk hans svokallað í Viðey sýnir einungis, að maðurinn getur ekki unnið úr óska-efni- viði, sem stuðabergið austan úr Hreppum hlýtur að vera. í stað þess að búa til magnað- an skúlptúr með listrænni meðferð á þessu efni, drepur hann fegurð þess og áhrifa- mætti á dreif með því að hola stuðlunum niður út um hvippinn og hvappinn. Hér eru umhverfisspjöll en ekki umhverfislist. Sízt af öllu þarf á því að halda á svo fögrum stað sem Viðey er. Því fyrr sem þetta er tekið niður, því betra. í ljósi þess sem sést og heyrist á Lista- hátíð er freistandi að rýna í okkar eigin list- framleiðslu. Hvernig standa íslenzkar listir sig gagnvart því sem gert er úti í hinum stóra heimi? Þeirri spurningu er ekki hægt að svara af nákvæmni vegna þess að í fyrsta lagi vantar okkur fjarlægð á það sem orðið hef- ur til undir merki lista á undanförnum árum, bæði hér og annarstaðar. í annan stað erum við svo á kafi í allskonar lista-lággróðri og meðalmennsku, að við sjáum kannski ekki það sem eftir mun standa og lifa. Allt mat á þessum samanburði er byggt á tilfinningu og ágizkun. Það er vitaskuld eðlilegasti hlutur í heimi, að við stöndum okkur bezt í bókmenntum af einstökum listgreinum, enda tel ég hafíð yfír vafa að svo sé. Blómatími skáldsögunn- ar er þó liðinn í bili með röð afburða höf- unda á fyrri helmingi aldarinnar; höfunda sem einnig voru stílsnillingar. Næstu arftak- ar þeirra hafa haldið merkinu uppi, en með- al yngri höfunda hefur almennt séð orðið afturför í stfl. Meðalmennska sem minnir á blaðatexta, hefur tekið við með hvunn- dagslegu og stundum flatneskjulegu orð- færi. Raunar er margt mun betur skrifað í blöðum en sumt af því sem út er gefið og á að heita skáldskapur. Að mínu mati eigum við hinsvegar núlifandi ljóðskáld, sem eru kannski það eina í íslenzkri list, sem þolir stóran mælikvarða og ber langar leiðir af öllum þessum Meðal-Svensonum á Norður- löndum, sem sífellt er verið að snobba fyrir. Þegar sólskinsblettum ljóðlistarinar sleppir, taka við misjafnlega djúpar lægðir annarra listgreina. Myndlistin er rótslitin frá umhverfi sínu; geld alþjóðahyggja ræður þar ferðinni fyrir tilstilli fræðinga með allt- of mikil völd. Hún er samt ekki til muna verri hér en annarsstaðar; almennt ríkir kreppa í myndlistarheiminum um þessar mundir. Gömlu kallarnir í Listasafninu, frumherj- ar okkar í myndlist, bera ennþá langt af öllu sem mið- og ungkynslóðin hefur lagt til málanna; ekki þarf annað en að kíkja inn í sali Listasafnsins til að sjá það. Að sögn forstöðumanns Kjarvalsstaða verða erlendir safnamenn alltaf dolfallnir yfir tvennu í íslenzkri myndlist: Málverkum Kjarvals og höggmyndum Einars Jónssonar. I því er kannski einhver huggun, en við getum ekki endalaust lifað á arfinum; ekki endalaust haldið temasýningar, þar sem alveg verður að byggja á þeim gömlu eins og á sýningu Listasafnsins, Maður og haf. Þessi lægð er orðin bæði löng og djúp. Að sumu leyti er örðugra að leggja mat á'leiklist, sem er list augnabliksins, byggð á hughrifum stundarinnar. Aðeins það sem fest er á kvikmyndafilmu er hægt að meta löngu síðar. Minnið er svikult; ég játa það. Samt finnst mér eindregið, að fyrir svo sem aldarfjórðungi hafi verið betur leikið en nú, - og þá á ég fyrst og fremst við Iðnó. Frá þessu eru sem betur fer markverðar undan- tekningar. Ég hef kynnst nútíma tónsmíðum okkar manna á hljómleikum Sinfóníunnar um ára- bil og ekki hefur það dugað til að fylla mann bjartsýni eða von um stórsigra á því sviði. Hljóðfæraleikara eigum við þó betri og fleiri en nokkru sinni áður og kemur þar til starf tónlistarskólanna, en einnig vax- andi samkeppni og sú harða ögun, sem allt- af er í menntun tónlistarfólks, ekki. sízt ein- leikara. Stundum heyrist í hrifningarköstum, þessi eða hinn sé „á heimsmælikvarða". Miklar efasemdir hef ég ævinlega um þá einkunn. Égtrúi þó, að þegar litið er sérstak- lega á afrakstur þessarar aldar, megi bregða þeirri mælistiku á það bezta í bókmenntum okkar og myndlist. Getur þessi ör-þjóð búizt við meiru af forsjóninni? Ugglaust væri það til of mikils mælst. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JÚNÍ 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.