Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 6
Við búum í veiði- paradís Vorið og sólin kalla okkur úr húsi, sumarið er framundan, unaðstími okkar íslendinga flestra. Tími til að njóta náttúru landsins, hreins lofts, vinda, regns og sólar, ilms og lita. Hjá mér vekja þessir vordagar ljúfar minningar um Við Hlíðarvatn. Andri Björn Gunnars- son er ánægður með aílann sinn. A morgun, sunnudaginn 24. júní er VEIÐIDAGUR FJÖLSKYLDUNNAR svo sem verið hefur á undanförnum árum og Landssamband stangaveiðifélaga stendur fyrir. Grein: GRETTIR GUNNLAUGSSON. Ljósmyndir: RAFN HAFNFJÖRÐ ferðir norður „í sveitina" flest vor æsku minnar, um nýfædd lömb og kálfa, bjart- ar nætur, gróandi tún og blómgaðar brekkur — og síðast en ekki síst, veiðiferð- ir með foreldrum og vinum. Við Meðalfellsvatn, Haukadalsá og víðar var tendraður sá neisti „veiðidellunn- ar“, sem í mér hefur snarkað síðan, og veitt hefur mér svo margar gleðistundir. Slíka sögu geta margir veiðimenn sagt, og því viljum við reyna að gefa sem flest- um kost á að upplifa eitthvað ámóta. Og besta aðferðin er að læra að njóta stanga- veiðinnar með fjölskyldu og vinum — já, ekki síst með eldri kynslóðinni, afa og ömmu, og fyrir þau að upplifa hinn óbil- andi áhuga og trú barna og barnabarna. Á veiðidegi íjölskyldunnar, sem Lands- samband stangaveiðifélaga hefur staðið fyrir fáein undanfarin ár, hefur fólki ver- ið gefinn kostur á að renna fyrir fisk, án endurgjalds, í nokkrum vötnum, víðs veg- ar um land. Um veiðidaginn hefur verið hið ágætasta samstarf við land- og veiði- réttareigendur. Slíkur dagur, veiðidagur fjölskyldunnar, verður á morgun, sunnudaginn 24. júní, og fiskar vaka og bíða ykkar í vötnunum. Það eru félög stangaveiðimanna, sem hvert á sínu svæði og í samstarfi við lan- deigendur sem fyrr, bjóða fjölskyldum að reyna sig við veiðiskap. Þar eru allir jafn velkomnir, ungir sem aldnir, reyndir sem óreyndir veiðimenn, og er þetta tilvalið tækifæri til að fá smá tilsögn í meðferð veiðitækja — og glímu við fisk og frá- gangi afla ef heppnin er með. Til samstarfs við LS um veiðidaginn, hafa komið í ár Ferðamálaráð, Ferðaþjón- usta bænda og Upplýsingaþjónusta land- búnaðarins, og vonum við að okkur takist að vekja áhuga enn fleira fólks, með því að tengja þannig veiðiskapinn ýmsu öðru er lýtur að ferðamennsku, útivist og kynn- um við landið. í könnunum hefur það komið fram, að sem næst áttatíu þúsund íslendingar stundi stangaveiði í einhveijum mæli, sér til yndis og heilsubótar. Þeir eru því ekki fáir hér á landi, sem kunna nokkuð fyrir sér í þeirri list að lokka lónbúann að agni, fá hann til að taka, þreyta hann og landa. Þó hefur sú trú lengi verið útbreidd að stangaveiði væri einungis á færi fárra, efnaðra einstaklinga sem stæðu með fok- dýr veiðitæki sín við enn dýrari laxveið- iár. Jú, vissulega verður að viðurkenna að kaup á veiðidÖgum í ýmsar hinna gjöf- ulli laxveiðiáa eru ekki á allra færi, því miður, þannig að í raun er það ekki mjög stór hópur fólks, sem slíkt gerir í ein- hveiju magni. Mestur fjöldi veiðimanna stundar þessa íþrótt okkar hins vegar með nokkuð öðrum hætti, og öllu átakaminni fyrir budduna, Kristín Jóhannsdóttir við veiðar í Stóru-Laxá í Hreppum. Veiðivötn, Litla-Skálavatn. Snjóalda í baksýn. Kon, því á íslandi eru ótal önnur tækifæri til veiða, í minna þekktum, og minna auglýst- um, lax- og silungsám, og í hundruðum stöðuvatna, stórra og smárra, í öllum landshlutum. Það eru því næg tækifæri til að renna fyrir fisk á ferðum okkar um landið, okk- ur skortir kannski bara á stundum vitn- eskju um hver vötnin eru og hvar, og hvar nálgast má veiðileyfi. Um þetta má fá upplýsingar hjá stangaveiðifélögunum og hjá ferðaþjónustu bænda, og reyndar hefur afgreiðslufólk á bensínstöðvum, í verslunum og veitingaskálum víða um landið reynst mér hinn ágætasti visku- brunnur í þessum efnum. Ýmis blöð og bæklingar hafa líka inni að halda upplýsingar um veiði og veiði- staði, svo sem Vötn og veiði, Veiðiflakkar- inn og ýmis sportveiðiblöð. Við þurfum rétt aðeins að bera okkur eftir unaðssemdunum, því við búum í veiði- paradísinni miðri, jafnvel svo leitun mun að öðru eins í heimi hér. Við skulum þó vera minnug þess, að við berum ábyrgð á þessari gersemi, verndun hennar og við- gangi — svo umgöngumst því náttúruna með allri þeirri virðingu og aðgæslu, sem henni ber og svo mikils virði er, en kostar okkur þó svo lítið hvem dag. Á veiðidegi fjölskyldunnar við Þingvallavatn. 6 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.