Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 11
< FFRfMRUfí LESBÓKAR Helena Dejak á landsbyggðalínunni: Nýir tímar í ferða- þjónustu á Akureyri aarjúNf 1990 Siglingar um Eyjaflörð og til Grímseyjar - ódýrt beint flug frá Akureyri til Zurich Nýr tími er runninn upp í ferðaþjónustu á Akureyri. Aður var Akureyri að mestu við- komustaður ferðamanna, sem flestir voru á leið í Mývatns- sveit — lítið við að vera í höfuð- borg Norðurlands, nema heim- sækja söfn eða sundlaug, rölta um miðbæinn eða setjast inn á veitingahús. Nú eru síðdegis- siglingar á sunnudögum um Eyjafjörð og miðnætursigling með bergmáli nikkunnar i Qöll- unum, skálað i kampavini og borðaðar snittur á meðan sólin sígur á bak við Kaldbak. — Og Akureyringar þurfa ekki leng-, ur að fara í gegnum höfúðborg- ina til að fljúga út í lönd. Yfir hásumarið er beint flug til Ziirich, svo ódýrt, að kannski fara Reykvíkingar að koma til Akureyrar til að fljúga þaðan til meginlandsins! Það er Nonni, nýja ferðaskrif- stofan á Akureyri, sem stendur fyrir þessu. Við spjöllum við stofn- anda hennar Helenu Dejak, júgó- slavnesku konuna, sem kom til íslands fyrir 16 árum — tók ást- fóstri við landið — horfir á íslenska ferðaþjónustu með allt öðrum augum en við. — Helena, segðu okkur aðeins frá þeirri lífsspeki, sem Nonni byggist á. „Mér finnst nýr tími vera að renna upp, um leið og gamli tíminn er að vitja okkar aftur. Lífsgæðakapphlaupið er að hægja á sér. Við hugsum meira um, hvað við getum gert hvert fyrir annað. — Erum við ekki öll Sæfari sýnist smár í mynni Eyjafjarðar, en er 300 tonna skip með svefiipláss íyrir 10 manns. að leita að heimi, þar sem gaman er að lifa? Ég er hamingjusöm að eiga þess kost að gefa af sjálfri mér til ferðamannsins. — Hvers virði er ást, auðæfi og þekking, ef við gefum okkur ekki tíma til að njóta þess í næði? Heimurinn er fullur af náttúru- undrum — en það er aðeins eitt ísland á þessarri jörð — einn Eyja- Qörður, sem ég þekki best. Hvers vegna ekki að gefa sér tíma til að njóta sérstæðra töfra íslenskr- ar náttúru? Kannski horfi ég öðruvísi á ísland en þið, sem haf- ið alist hér upp. Og mig langar til að gefa ferðamanninum hlut- deild í þeirri hamingju, sem íslensk náttúra hefur gefið mér — matbúa fyrir hann það fæði, sem honum er fyrir bestu.“ — Hvernig ferðamenn sækja þig heim í Þelamörk og Péturs- borg? „Útiverufólk sem leitar að friðsæld. Sundlaugin í Þelamörk er vinsæl og núna er kominn nýr sólpallur, heitur pottur og nátt- úrulegt gufubað. Gestir mínir fá margt heimatilbúið, eins og Hel- enu-brauð og Helenu-ís,“ segir Helena hlæjandi. Ég er með hálfs dags gönguferðir upp að Hrauns- vatni, þægilegar fyrir alla fjöl- skylduna. Fólk kemur með nesti með sér og snæðir í fallegu um- hverfí við vatnið, þar sem allir mega renna færi. — En gönguferð eftir Þorvalds- dal tekur 10 tíma og er meira fyrir vant göngufólk. Gengið er upp í dalinn frá Árskógsströnd og komið út nálægt Möðruvöllum. Þorvaldsdalur er gróðursæll, með fallegri fjallasýn. í göngunni skoðum við jurtir, fugla og fjöll og svölum okkur í Þorvaldsá, sem Áð í gönguferð með Helenu, sem situr lengst til hægri. rennur eftir miðjum dal. Að göngu lokinni býð ég kaffi og meðlæti. — Nonni er umboðsaðili fyrir nýja bátinn Sæfara, sem er 300 tonna bátur með kojur fyrir 10 manns. Húsfreyja er um borð til að annast um farþega. Boðið er upp á salatbar með ávöxtum, grænmeti og ávaxtasafa, en ekki pylsur eða hamborgara. Erlendir ferðamenn eru ekki hrifnir af svo- kölluðum „sjoppumat“ og segja að sjoppumenningin fari illa með íslendinga! — í miðnætursiglingu um Eyja- fjörð er kampavín og snjttur í boði og harmoníkuball. í miðnæt- ursól er þetta rómantísk ferð. Siglt er í kringum Hrísey og til baka. Sæfari siglir sömu leið á sunnudagseftirmiðdögum kl. 14. Báðar þessar siglingar þarf að panta fyrirfram. Helena er hótel- stýra í Þelamörk.. Þar er gisting með morgunmat fyrir 48, svefnpokapláss og tjaldsvæði með eldunaraðstöðu, útisundlaug, að- staða fyrir ráð- stefiiur, helgartil- boð fyrir hópa, hesta- og reið- hjólaleiga, skipu- lagðar gönguferð- ir. Sæfari siglir til Grímseyjar mánudaga og föstudaga frá Dalvík. Farþegar sem mæta í * ^ Dalvík, ættu áður að tryggja sér farmiða hjá Nonna. Rúta fer frá okkur kl. 8 að morgni, en Sæfari leggur af stað kl. 9.30 og er kom- inn til Grímseyjar kl. 13.30. Þriggja tíma viðdvöl er í Grímsey, en þaðan er farið kl. 4.30. — Því miður verður að segjast eins og er, að engin ferðaþjónusta er í Grímsey — ekkert veitingahús, engin snyrtiaðstaða og erfítt að fá gistingu. Ef Grímseyingar vilja fá peninga frá ferðamönnum verða þeir að gera eitthvað fyrir þá gætu til dæmis haft félags- heimilið opið. — En Grímseyjarferðir eru vin- sælar. Mörgum finnst eftirsóknar- "“[4* vert að fá skjal, sem sýnir að þeir hafi komist yfír heimsskauts- baug. Og hópar frá fyrirtækjum tjalda gjarnan í Grímsey yfir helgi, eru þá með útigrill og slá jafnvel upp balli! — Og ekki má gleyma nýja millilandafluginu okkar. Frá 4. júlí til 13. ágúst er vikulegt, fjög- urra tíma flug frá Akureyri til Zurich, 7 brottfarir. Saga Reisen í Sviss annast leiguflugið og er með DC 9, 150 manna þotu. Um 700 erlendir ferðamenn eru vænt- anlegir til Akureyrar í sumar og Nonni skipuleggur ferðir um Norðurland fyrir þá. Og Norðlend- ingar geta nýtt sér ferðirnar — flogið beint frá Akureyri, í stað þess að eyða tíma og peningum í að ferðast um Reykjavík. Ég skipulegg líka Júgóslavíuferðir með lest (15 tímar til Ljubljana) eða bílaleigubíl (9 tíma akstur til Portoroz). Júgóslavía er ódýrt ferðaland fyrir íslendinga og það- an er stutt til Ítalíu. Oddný Sv. Björgvins Flug til og frá Zurick kostar 22.500 kr., aðeins dýrara með bílaleigubíl. Farmiði til og frá ‘ Grímsey 3.650 kr., með rútu- ferð frá Akureyri 4.450 kr. Sunnudagssigling 1.000 kr. Miðnætursigling 2.750 kr. Þófvaldsdalsganga 2.500 kr. ! Ganga að Hraunsvatni 2.000 kr. Gisting og morgunverður 2.050 kr. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 23. JÚNI' 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.