Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1990, Blaðsíða 12
Jón á leið upp söðulinn á Elbrus. Fjöllin Donguz-Orun og Nakra Tau í baksýn. KAKASUS J ■ Jh Jón Viðar Sigurðsson og Karl Ingólfsson segja frá í suðvesturhluta Sovétríkjanna milli Svartahafs og Kaspíahafs rís hinn mikli Kákasusfjallgarður. Hann er myndaður við árekstur tveggja meginlandsplatna og er á vissan hátt hlekkur sem tengir Himalaya- og Alpafjöllin. í Kákas- us eru einnig eldfjöll. Þar á meðal hæsta fjall Kákasusfjalla, Elbrus, 5.642 m, sem jafnframt er hæsta fjall Evrópu. Við lögðum af stað frá íslandi í lok júní síðastliðins og til Sovét komum við kortlausir og fákunn- andi. Stofnun sérhæfð í móttöku á erlendum ijallamönnum tók á móti okkur í Moskvu, fór með okkur í sirkus, sýndi okkur Kreml og „flugvöll Mathiasar Rust“. Frá Moskvu var svo flogið til Miner- anyye Vody sem er norðanvert við Kákasusfjallgarðinn. Bæki- stöð okkar var í Baksandal sem er feikistór dalur sem gengur suð- ur í Kákasusfjöllin vestanverð. Fyrir boýni dalsins gnæfir fjallið Elbrus. Á háhrygg fjallanna sunn- an við dalinn liggja mörk Evrópu og Asíu. Dagskrá okkar var ekki full- mótuð þar sem við höfðum ekki getað aflað okkur góðra upplýs- inga um fjöllin áður en við lögðum af stað. Við vorum þó ákveðnir í að ganga á Elbrus og fjall sem heitir Ushba. Við ákváðum að byija á Elbrus. Hæðaraðlögun á því fjalli yrði góður undirbúningur fyrir næstu fjallgöngur. Elbrus- fjall á merkilega sögu. í síðari heimsstyijöldinni lá víglína Rússa og nasista um íjallið. Hart var barist um yfirráð yfir Ijailinu og lét fjöldi hermanna þar lífíð. Það er sérkennilegt að hugsa til her- mannanna með riffil í annarri hendi en ísöxi í hinni. Fyrir stuttu skilaði skriðjökull í sunnanverðu fjallinu af sér líki eins Þjóðveijans og vakti það óhug innfæddra að finna hann í ísnum „tilbúinn í slaginn" í fullum skrúða með vél- byssu í fanginu. Tilraunir okkar til að komast á tindinn gengu illa til að byija með vegna slæms veðurs en loks kom svo stóri dagurinn. „Að halda stöðugum hraða, stöðugum hraða, þessi tvö orð hljómuðu við hvem hjartslátt — 150 sinnum á mínútu. Skíðin mjökuðust taktfast upp hlíðina en yfirferðin var hæg. Broddarnir á skíðunum bitu sig inn í hjamið en brattinn jókst sífellt og snjórinn breyttist í ís. Eg hélt að klettanibbu, tók af mér skíðin og spennti á mig broddana. Draumurinn að fara alla leið upp á skíðum var orðinn að engu. Skáhallt fyrir ofan mig var Jón að puða upp á broddunum í 5.400 m hæð. Eg stóð upp og stefndi til hans.“ „Ég leit niður brekkuna og sá þá að Karl hafði tekið af sér skíðin og var að brölta upp með þau á bakinu. En til hvers var hann að taka skíðin með upp. Að mínu mati var engin leið til að skíða niður þessa brekku. Fyrir ferðina hafði ég reynt að fá Karl ofan af því að taka með sér skíði en árangurs- laust. Þegar hann kom til mín ætlaði ég að gera grín að þessu brölti hans með skíðin en hætti við. Þetta var orðið viðkvæmt mál.“ Það var búið að vera mjög kalt um nóttina en sólin var ný- komin upp og það var farið að hlýna. Sólarupprásin var einhver sú fallegasta sem við höfðum séð. Það er ekki hægt að lýsa þeirri fegurð sem blasti við þegar hæstu tindar ijallanna ljómuðu í fyrstu geislum morgunsólarinnar. Fram- undan var hátindur fjallsins. ins. í för með okkur var sovéskur fjallamaður að nafni Shasa. Þessi ferð var nokkuð sérstök þar sem Shasa talaði ekkert nema rúss- nesku og fóru því öll samskipti við hann fram með fingrabending- um. Til að byija með var gengið inn eftir Shkelda-dalnum. Heitt var í veðri og var gangan nokkuð strembin þar sem hver bar um 25 kg. Við gengum síðan upp á og inn eftir Shkelda-skriðjöklin- um. Við tjölduðum á gijóthrúgu innarlega á jöklinum. Um kvöldið tók veður að versna og gerði af- takaveður um nóttina. Okkur varð lítið svefnsamt fyrir þrumum, snjóflóðadrunum, hávaða í gijót- hruni og látlausum éljum sem hömruðu á tjaldinu. Um morgun- inn var ætlunin að snúa til baka en Shasa fékk þær fréttir um tal- stöð að tveggja manna væri sakn- að norðan við Ushba. Það varð því úr að Shasa og Karl héldu áfram upp en Jón snéri við niður dal vegna veikinda. Leiðin frá Shkelda-skriðjöklinum og upp á Ushba liggur um Ushba-ísijallið sem er brattur skriðjökull. Gang- an upp jökulinn var nokkurs kon- ar rússnesk rúlletta þar sem klif- urtækni Rússans var afar vafa- söm. Norðan við Ushba fannst tjald þeirra sem saknað var en samkvæmt Austur-Þjóðveijum sem þarna voru hafði ekkert sést til þessarra manna í þijá sólar- hringa. Það var til einskis að leita að þeim og þar sem veður kom í veg fyrir áframhaldandi klifur á Ushba var snúið til baka. Afföll eru mikil á þessum slóð- um og eru það mest illa útbúnir Rússar, oft á örvandi lyijum, sem farast. Alls fórust sjö í fjöllunum við Baksandal þann tíma sem við vorum þar. Síðustu tvo dagana sem við dvöldum í Baksandal var til okkar stríður straumur fjallamanna er buðu okkur títan-ísskrúfur í skipt- um fyrir torfenginn búnað okkar. Að endingu fór það svo að skíðin, skórnir, línan, pottarnir og jafnvel úr urðu eftir en við komum heim klyijaðir ísskrúfum og níðþungri hnappaharmoniku sem hvorugur okkar spilar á. Við renndum nær blint út í þennan leiðangur og erum ánægð- ir með útkomuna. Þrátt fyrir að slæmt veður hafi gert það að verk- um að minna varð úr fjallgöngum en til stóð var þetta vel heppnuð ferð. Við kynntumst ýmsu sem var okkur framandi og erum reynslunni ríkari. Kákasusijöllin eiga án efa eftir að fá fleiri heim- sóknir íslenskra fjallamanna áður en langt líður. Að lokum viljum við þakka Flugleiðum og SAS fyrir lipurð við ferðalanga er urðu að taka með sér mikinn farangur. Elbrus, hæsta flall Evrópu. Leið okkar lá upp á söðulinn milli, tindanna og þaðan á tindinn sem §ær er. Tveir á toppnum. Útsýni frá Elbrus, Ushba ber við himin. Leiðin á fjallið liggur um falljökulinn fyrir miðri mynd og þaðan upp eftir öxlinni á toppinn. Þangað komum við eftir um 5 tíma göngu frá náttstað sem var í um 4.100 m hæð. Klukkan níu og sól var farin að ylja frostblá nef. Veðrið var mjög fallegt. Allir erfiðleikar svo sem barátta við sovéska kerfið, vont veður og slæmur matur voru nú gleymdir. Við dvöldum. í um klukkustund á tindinum_ og virtum fyrir okkur útsýnið. í suðri var hin tignarlega norðurhlíð ijallanna Donguz-Orun og Nakra Tau og í suðaustri var það fallegasta af öllum, Ushba. Handan við háfjallgarðinn mátti sjá ijölda tinda sem eru Asíumeg- in. Það var kominn tími til að halda niður. Karl gerði sig kláran, fyrir um 2.500 m lækkun á skíðunum en Jón mundaði isöxina. ísbrekkan var byijuð að meyrna í sólinni og á þijóskunni tókst Karli að skíða niður. Við dvöldum niðri í dal í tvo daga og bjuggum okkur undir ferð á ijallið Ushba, 4.710 m. Gangan hófst við ijallamanna- grafreit við mynni Shkelda-dals- Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir fjallgöngumenn fá leyfi til íjallgöngu í Sovétríkj- unum. Það er deild í utanríkis- ráðuneytinu í Moskvu sem veitir leyfin. Vísað er í tímarit ýmissa Alpaklúbba. Flug og bíll til Bretlands - er eitt ódýrasta fríið erlendis Sennilega er ökuferð í bílaleigubíl um Bretland eitt ódýrasta sumarleyfi erlendis, sem kostur er á. „Flug og bíll“ fyrir fjögurra manna ijölskyklu, sem flýgur til Glasgow og ekur um skosku hálöndin eða sveitir Englands, kostar innan við 20.000 kr. á mann. Hver aukavika á bílnum um 3.300 kr. á mann. Fyrir fjóra fúllorðna kostar vikan - flug og bíll - innan við 29.000 kr. á mann. Friðsælar sveitir, borgir og bæir í Skotlandi og Englandi hafa upp á margt að bjóða - hótel, veitingahús og krár í rómantísk- um, gömlum húsakynnum og sag- an leynist við hvert fótmál. I Glas- gow, menningarborg Evrópu 1990, geta allir fundið uppákomur og listviðburði við sitt hæfi. Bret- ar eru líka þekktir fyrir góða „Bed and Breakfast“ gistingu, sem er nánast í hveiju þorpi. í fyrra fjölgaði Islendingum sem tóku „flug og bíl“ frá Lúxem- borg. Flugleiðir hafa náð hag- stæðum samningum við bílaleigur í Lúxemborg og þar bjóðast nú ódýrustu bílaleigur í álfunni. Fjór- ir fullorðnir í ódýrasta bíl greiða um 31.000 kr. á mann, með ótak- mörkuðum akstri og tryggingum. í öðrum ódýrasta flokknum er t.d. boðið upp á Ford Escort og Volks- wagen Golf og verðið um 32.000 kr. á mann. Þeir sem vilja lúxus- bíla og láta fara vel um sig, fá flug og BMW 520i fyrir um 41.000 kr. í vikuferð, miðað við fjóra fullorðna í bíl. Lúxemborg hentar vel fyrir þá sem eru að leggja í akstur erlend- is í fyrsta skipti. Bílaleigur eru á flugvellinum utan við borgina og umferð á hraðbrautum hófleg. Frá Lúxemborg liggja síðan greiðar leiðir til annarra Evrópulanda. Rínar- og Móseldalur innan seil- ingar. Frá Lúxemborgarflugvelli til Trier í Vestur-Þýskalandi er innan við hálftíma akstur, en Trí- er er vinsæl verslunarborg hjá íslendingum. Vínrútan í Alsace hlykkjast milli gamalla og fallegra þorpa og er stutta dagleið í burtu. Flugleiðafarþegar í öðrum Notfærið ykkur upplýsingaskrifstofur ferðamála á hverjum stað, til að ná sem mestu út úr ferðalaginu. Góð upplýsingaskrifstofa er til dæmis á Glasgow-flugvelli. áfangastöðum eiga einnig kost á bílaleigubílum á hagstæðu verði. Frankfurt er góð fyrir þá sem vilja skoða sig um í Suður-Evr- ópu. Frá Stokkhólmi er tilvalið að hefja ferð um Norðurlönd. Flugleiðir hafa um árabil boðið flug og bíl og geta því tryggt við- skiptavinum hagstæða samninga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.