Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 4
Frá alda öðli hefur karlmaðurinn litið svo á, að konan ætti að vera honum hlýðin og undirgefin, ogskorti eitthvað á auðsveipni hennar, þá taldi hann sig vera ífullum rétti að refsa henni að vild, jafnvel svipta hana lífi. Myndin er úr „Codex Urbinata“. Ofbeldið . og uppeldið Ofbeldi í margskonar myndum hefur verið fylgifisk- ur mannkindarinnar frá örófi alda og virðist lítt vera í rénun um heimsbyggðina, þó vissulega hafi margt áunnist á síðustu áratugum og orðið hafi vitundarvakning sem gefur fyrirheit um Kenning Alice Miller er sú, að nálega allt ofbeldi í heiminum megi rekja til rangra uppeldisaðferða, þarsem agi og ofbeldi hafí verið látin sitja í fyrirrúmi fyrir ást, umhyggju, skilningi ogumburðarlyndi. Hafí þessar uppeldisaðferðir skapað einskonar vítahring, þareð barn sem verði fyrir ofbeldi á ungum aldri endurtaki hegðunarmynstur foreldranna þegar það vaxi úr grasi og fari að ala upp eigin börn. Eftir SIGURÐ A. MAGNÚSSON skárra ástand. Margar þjóðir búa við ógn- vænlegar aðstæður varðandi mannhelgi og almenn mannréttindi, og hér á Vesturlönd- um má segja að ískyggilegt tímanna tákn sé vaxandi dýrkun á skefjalausu ofbeldi, sem meðal annars birtist í bandarískum kvik- myndum og öðru sjónvarpsefni. Sjónvarpið er tvímælalaust áhrifamesti fjölmiðill sam- tímans, og áhrif þeirrar purkunarlausu of- beldisdýrkunar sem þar kemur fram dag eftir dag eiga vafalaust eftir að segja til sín í vaxandi glæpum á næstu áratugum, og eru raunar þegar farin að segja til sín hér- Iendis. Það hlýtur að vera hugsandi mönnum áhyggjuefni, því ofbeldi getur orðið að far- aldri sem tærir samfélagið innanfrá einsog Ijósast kemur fram í bandarísku þjóðlífi. Samskipti Kynjanna Enski heimspekingurinn Bertrand Russell segir frá því í einni af bókum sínum, að hann hafi einhveiju sinni orðið vitni að hegðun hrafnahjóna í dýragarði. Umsjónarmaðurinn færði þeim stórt stykki af hráu kjöti sem þau áttu að deila með sér. Krummi lagði strax til atlögu við kjötstykkið, en goggaði grimmi- lega í hrefnu sína hvenær sem hún sýndi minnstu tilburði til að krækja sér í bita. Sjálf- ur át hann einsog magamál hans leyfði, og hrefnan komst ekki að ætinu fyrren hann var fullsaddur. En þá voru vitanlega allir bestu og safaríkustu bitamir byijaðir að meltast í maganum á krumma. Aþekk samskipti kynjanna kveður Russell vera algeng hjá mörgum dýrategundum og þau hafi einkennt samlíf karla og kvenna frammá þessa öld. Ein afdrífaríkasta bylting þessarar aldar sé einmitt breytingin sem orð- ið hafi á stöðu kvenna víða um heimsbyggð- ina, þó því fari víðsfjarri að jafnrétti og jafn- ræði kynjanna sé komið í höfn. Til skamms tíma var líkamleg refsing talin vera sjálfsagður og ómissandi þáttur húsagans. Jafnt gerandi sem þolandi litu á hana sem einskonar nátt- úrulögmál. Allir lömdu alla: húsbóndinn lamdi konu sína, húsmóðirin vinnukon- una, bóndinn vinnumanninn, baróninn bóndann, presturinn þrælinn, og allir lömdu börnin. Frammá þessa öld var andleg og líkamleg valdbeiting allsráðandi í samskiptum kynj- anna og byggðist á því að karlmaðurinn var að jafnaði meiri að líkamsburðum og gat í krafti þeirra krafist hlýðni og undirgefni hins veikara kyns. Trúarbrögðin áttu sinn ósmáa þátt í að ýta undir ofbeldishneigð karlkynsins og viðhalda þeim ójöfnuði sem nú er orðinn frægur að endemum. Frammá þessa öld má segja að félagsleg samvinna hafí nær eingöngu byggst á vald- beitingu. Allt frá tímum Trójustríðs við upp- haf skráðrar sögu frammá síðustu öld var það til dæmis viðtekin venja að herteknar ko'tur væru gerðar að frillum eða ambáttum sigurvegara í styijöldum, og höfðu ekkert um það mál að segja sjálfar. Samskipti foreldra Og Barna Samskipti foreldra og barna einkenndust sömuleiðis af valdbeitingu sterkari aðilans gagnvart þeim veikari, og hefur svissneski sálfræðingurinn Alice Miller samið margar bækur um þau efni, þarsem lýst er uppeldisað- ferðum í Evrópu frammá þessa öld. Hefur hún meðal annars gert rækilega könnun á barnsésku Adolfs Hitlers og ýmissa annarra frægðarmanna og komist að hrollvekjandi niðurstöðum. Kenning hennar er sú, að ná- lega allt ofbeldi í heiminum megi rekja til rangra uppeldisaðferða, þarsem agi og of- beldi hafi verið látin sitja í fyrirrúmi fyrir ást, umhyggju, skilningi og umburðarlyndi. Hafi þessar uppeldisaðferðir skapað einskonar vítahring, þareð barn sem verði fyrir ofbeldi á ungum aldri endurtaki hegðunarmynstur foreldranna (sem það elskar og virðir) þegar það vaxi úr grasi og fari að ala upp eigin börn. Þetta brýna vandamál heimsbyggðar- innar sé ákaflega torleyst fyrir þá sök, að börn elski að jafnaði foreldra sína, hvernig sem þeir hafi komið fram við þau, og bæli með sér vitneskjuna um ofbeldi í bernsku. Hún verði því oftast ómeðvituð þegar frammí sækir, en fái á fullorðinsárum gjarna útrás í hamslausum reiðiköstum, þegar eitthvað beri út af í ij'ölskyldulífinu, eða þá í fálæti, þung- lyndi og stundum geðtruííunum. Hættulegast af öllu sé hið bælda hatur sem á fullorðinsá- rum geti fengið útrás í ólýsanlegum ódæðis- verkum. Einsog fyrr segir, er frásögn höfund- ar af barnæsku Hitlers ógnvekjandi og renn- ir styrkum stoðum undir þær ályktanir sem dregnar eru — ásamt ótal öðrum dæmum sem nefnd eru til sögunnar. Bæði heimspeki Konfúsíusar og fjórða boð- orð Biblíunnar, sem mótað hafa fjölskyldulíf í árþúsundir, leggja ríka áherslu á auðmýkt og undirgefni bama gagnvart foreldrum. Yfir- burðir foreldra áttu vitaskuld rætur sínar í líkamskröftum, en fengu snemma löghelgun trúarbragðanna með þeim afleiðingum, að beita mátti valdboði til að viðhalda yfirburðun- um þegar foreldrar höfðu ekki lengur burði til að beita líkamlegu ofbeldi. Einsog augljóst má vera, er ekki fremur ástæða til að börn heiðri foreldra sína en að foreldrar heiðri börn sín — nema sú ein að meðan bömin eru ung og ósjálfbjarga eru foreldrarnir sterkari. Eg get ekki stillt mig um að tilfæra hér íslenskt dæmi sem segir mikla sögu í fáum orðum. Það er tekið úr bókinni Frá liðnum árum sem út kom árið 1941. Eru það endur- minningar Jóns Eiríkssonar frá Högnastöð- um, skráðar af Elínborgu Lárusdóttur. Jón lifði frammá seinni stríðsárin og er hér að rifja upp bernskuminningar. Hann segir: Mér er margt í minni frá æskuárunum. En þó er mér ekkert eins eftirminnilegt og fiengingarnar og kjaptshöggin. En þetta hvort tveggja voru aðalöryggismeðulin til þess að kenna börnum hlýðni strax í æsku. Ég tel hæpið, að þetta hafi komið að tilætluðum notum eða reynzt heppilegt meðal, að minnsta kosti ekki öllum. Geri ég ráð fyrir, að fleiri en ég hafi minnst þess lengi og sviðið undan alla ævi. Minni ég á sögu séra Jónasar frá Hrafnagili, „Angalangur", — sem sýnir, að þetta hefur verið aldavenja. Á hverju því heimili, þar sem börn voru, þótti sjálfsagt að til væri vöndur. Virtist hann engu síður nauð- synlegur en askarnir, maturinn, kirkjugöng- urnar og guðsorðið. Geymdur var hann vendi- iega og ætíð á vissum stað, þar sem fljótleg- ast var að ná til hans, ef út af bar. Það þurfti sannarlega ekki miklar né stórfelldar yfirsjónir til þess að vöndurinn væri gripinn og sýndur, og það var meir en að sýna eða látast og hóta. Það virtist ríða á öllu að láta okkur finna sem mest til og að refsingin yrði sem eftirminnilegust þeim, sem brotlegur reyndist. Sárast af öllu þótti mér að verða sjálfur að hysja niður um mig, til þess að úttaka refsinguna, og að henni lokinni að kyssa á vöndinn. Það var okkur stranglega skipað, því að fyrr var refsingin ekki full- komnuð. En ef við neituðum því, hlutum við aðra flengingu, enn sárari en hina fyrri. í samskiptum kynjanna var þetta sama lögmál alrátt. Það var skylda konunnar að beygja sig undir vilja eiginmannsins — en alls ekki öfugt. Einasta skynsamleg orsök þessa lögmáls var sú, að fengjust konur til að fallast á það, þá sparaði það eiginmannin- um margs konar umstang og erfiðleika. Páll postuli segir í fyrra bréfi sínu til Korintu- manna: „Því ekki er maðurinn af konunni kominn, heldur konan af manninum, og ekki var heldur maðurinn skapaður vegna konunn- ar, heldur konan vegna mannsins." Þessi umdeildi ritningarstaður á vitanlega ekki stoð í öðru en líkamsburðum karlmannsins og svo auðvitað sköpunarsögu Gamla testamentisins, enda virðist postulinn vera í hálfgerðum vand- ræðum með staðhæfingu sína, því hann bæt- ir við: „Þó er hvorki konan óháð manninum né maðurinn konunni í samfélaginu við Drott- in, því að einsog konan er komin af mannin- um, svo er og maðurinn fæddur af konunni, en allt er frá Guði.“ Uppruni Valdastétta Það mynstur, sem ríkjandi var í afstöðu barna til foreldra og kvenna til karla, hefur í aldanna rás verið endurtekið í margskonar myndum í félagslegum samskiptum. Þegar herskár minnihlutahópur vinnur á friðsömum meirihlutahópi, einsog þráfaldlega hefur átt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.