Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 11
FEREMBMÐ lesbókar Flogið til og frá Möltu um Heathrow- flugvöll - fyrir stríð - og í upphafi stríðs Jörðin okkar er alltaf að minnka. Fjarlæg lönd færast óðfluga nær á fjölmiðlaöld og stríð í arabaheimi sem áður sýndist fjarlæg- ur er nú við bæjardyrnar. Stríðsótti breiðir sig út um allan heim og grípur um sig jafnvel hér á íslandi. - Aldrei hefur verið meiri þörf á að ólíkar þjóðir kynnist og skilji hvor aðra, en sjaldan hefur ótti vegna hótana um hryðjuverk legið eins yfir alþjóðaflug- völlum og þéttsetnum ferðamannastöðum sem nú. Á Heathrow-flugvelli 10. og 12.janúar Heathrow-flugvöllur var eins og friðsamasti staður í heimi þeg- ar ég gekk þar um 10. janúar. Fáir á ferli og varla sást varðmað- ur. Voru allir hættir að ferðast? En 12. janúar á leið til Möltu fann ég fyrir nálægð stríðsógna. Á leið út á flugvöll prófar leigubílstjór- inn neyðarbúnað og aðalstöð svar- ar: „Hljóðmerki munu berast frá þér löngu eftir að þú hættir að heyra í okkur." Kaldur hrollur hríslast um mig og ósjálfrátt fer ég að horfa á hjólastólabúnað bílsins. - Hvað skyldu margir þurfa á „þeim“ að halda ef tii stríðs kemur? Brottfararsalur er þéttsetinn af flugfarþegum og biðröð að brottfararhliði ótrúlega löng. Það er ekki nýtt að sjá vopnaða lög- reglu á Heathrow en þær voru Yfirheyrsla í biðröð að innritunar- borði„Pökkuðuð þið sjálf? - Hvaða rafmagnstæki eruð þið með? - Hvernig rafhlöður eru í rakvél- inni?“ Töskur eru ekki settar á beltin heldur teknar til hliðar í gegnumlýsingu. Yfirheyrsla við vegabréfsskoðun. Handfarangur rækilega skoðaður. En við megum þakka fyrir allar þessar öryggis- ráðstafanir, sem eru jú gerðar fyrir okkur sem erum að ganga hér í gegn. Á Möltu þegar klukkan tifar nær Hvert sæti í Airbus-flugvél Air Malta er setið. Um 75% farþega sýnast Möltubúar að koma úr inn- kaupaferð af janúarútsölum í London. Hinir eru viðskiptamenn, eitthvað um fjölmiðlafólk en fáir að fara í hvfldarferð til Möltu á þessum árstíma. Þjónusta um borð er til fyrirmyndar, enda fékk flugfélagið verðlaun fyrir bestu flugþjónustuna ’90 frá Thomson Holidays - einni stærstu ferða- skrifstofu í heimi. Á Möltu eru húsmæður farnar að búa sig undir stríðsátök og búðir tæmast óðum af nauðsynja- vöru. Enda var hart barist um þessa litlu eyju og mikilvægu flotastöð í seinni heimsstyijöld. En nú heyrast raddir eins og: „Hvers vegna ætti einhver að ráð- ast á okkur? Við erum svo litlir, vinir allra og framleiðum ekkert" - eða „guði sé lof að við tökum ekki þátt í hernaðarsamstarfi ann- ars væru hafnir hér fullar af her- skipum.“ Og óttinn þrengir sér enn frek- ar inn yfir eyjabúa. Bandaríska sendiráðið var að biðja um at- hvarf fyrir eiginkonur og fjöl- skyldur hermannanna, sem vilja vera nálægar. Eigendur lítt set- inna hótela eru fljótir að sam- þykkja, en á einni nóttu streyma yfir þá hótanir með bréfum og símhringingum. - Ef þið hýsið bandarískar fjölskyldur verða hót- el ykkar sprengd í loft upp! Og saklaus hótelpöntun verður heitt ríkisstjórnarmál, sem trúlega verður ekki samþykkt. Og dag- blöðin fyllast af greinum - með og á móti. Og úrslitadagurinn færist nær. Morgunflug 17.janúartil London Einkennilegt að vakna klukkan '5 að morgni og heyra stríð sé hafið handan við sundið. Þjónninn sem færir okkur morgunmat, seg- ir aðeins: „Þáð er byijað." Og það er eins og bílstjórinn okkar sem áður var svo glaðvær, hafi sigið saman í sætinu. Útvarpið á fullu. Óhugur í öllum. Það rignir á Möltu og hunangsgulu sand- steinahúsin eru dökk í morgun- skímunni. Mæting kl. 6 út á flug- völl. Brottför kl. 8. Langar biðraðir, blikkandi ljósaskilti og tilkynningar með 5 mínútna fresti. Það á ekki að fara framhjá okkur - að rafmagnstæki eru ekki leyfileg í farangri. Hver einasti smáhlutur er tekinn upp úr töskum og grandskoðaður. Rakvélin er mjög grunsamleg sem áður og hárúðunarbrúsi með óvanalegu merki er tekinn til hlið- ar. - Skyldi myndbands-upptöku- véljn mín verða tekin'af mér? Öryggiseftirlitið ber farþegana í gegnum öll hlið - maður tekur við af manni og ég hætti að hugsa sjálfstætt. Síðasta hindrun og ég er komin í gegn eða hvað? En maður kemur hlaupandi á eftir mér. Meiri skoðun á myndbands- vél. Og skyndilega er kallað ímig:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.