Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.01.1991, Blaðsíða 8
B I L A R • • Okuleikni og ósjálfráð viðbrög BMW íÞýskalandi hefur staðið fyrir sérstök- um námskeiðum tilað auka færnimanna og viðbrögð við óvæntum aðstæðum í umferð- inni. Væri ekkiþörf á slíku hérlendis? Segja má að ökuleikni sé mönnum mjög mikilvægur og hagnýtur hæfí- leiki í nútímaþjóðfélagi þar sem svo margt snýst um bíla og meðhöndlun þeirra. Langflest erum við meira og minna háð því að fara allra okkar ferða í bíl. Ökuleikni manna er mjög misjöfn og sjálfsagt er henni of lítill gaumur gefinn eftir að ökuprófið er einu sinni fengið. Margar stéttir bjóða upp á endurmenntun og endurhæfingu og sumar krefjast þess beinlínis að menn viðhaldi faglegri þekkingu og færni til að halda starfsréttindum. Þetta þarf í raun og veru einnig að vera fyrir hendi í akstri. Þeir sem tóku bílpróf endur fyrir löngu aka við allt aðrar aðstæður í dag en þegar þeir voru að byija og þótt þeir hafi öðlast reynslu og vaxið sem öku- menn um leið og umferðin breytist og þyng- VOLVO RÆÐUR PREST Yolvo-fýrirtækið sænska hefur ráðið prest í þjónustu sína. Hann á ekki að starfa að samsetningu bíla við færiböndin held- ur er honum falin sú venjulega and- lega þjónusta sem prestar sinna. Presturinn nýráðni heitir Gunnar Stenbáck og er brauð hans við Tors- landa-verksmiðjuna í Gautaborg. Ekki er í ráði að Stenbáck prestur sinni guðsþjónustuhaldi í fyrstunni. Honum er einkum ætlað að ræða við starfsmenn um andleg málefni og bætist hann í hóp þeirra sérfræðinga sem verksmiðjurnar hafa á sínum snærum til að sinna sálgæslu meðal starfsmanna og félagslegri hjálp. Gera forráðamenn fyrirtækisins ráð fyrir að starfsmenn sæki til hans hvers kyns hjálp og aðstoð sem gera megi ráð fyrir að komi upp á fjöl- mennum vinnustað. Gunnar Stenbáck færði það í tal við stjórnendur Volvo fyrir um tveim- ur árum hvort ekki væri rétt að þeir réðu prest í þjónustu sína og tók það ekki langan tíma að samþykkja það. Kirkjuyfirvöld í prófastsdæmi Gauta- borgar þurftu hins vegar nokkur misseri til að ákveða sig enda greiða þau kostnað við starfið. jt ist er ljóst að ekki væri verra að gefa þeim kost á því að hressa við ökuleiknina. BMW-fyrirtækið þýska hefur um skeið boðið sérstök námskeið sem miða að því að gera menn að betri bílstjórum. Lögð er áhersla á að æfa viðbrögð við óvæntum uppákomum og koma kennarar á þessum námskeiðum úr röðum kappakstursmanna. Þeir búa yfir margháttaðri reynslu eftir fjöl- breytt aksturslag. Fóturinn fastur Við þekkjum sjálfsagt að skyndiviðbrögð okkar eru næsta ósjálfráð til dæmis þegar eitthvað óvænt ber að höndum. Það á einn- ig við í akstri. Spretti upp skyndileg hindrun Danskur bíleigandi þarf að greiða um 3 kr. danskar eða nærri 30 kr. íslenskar að meðaltali fyrir hvern ekinn km á bíl sínum. Gert er ráð fyrir 15 þúsund km akstri á ári og að menn eigi sma bílinn í 5 ár. Þetta fer auð- vitað líka eftir verði bílsins en kostnaður á ekinn kílómetra er frá 1,85 d. kr. og upp í 5,95 eða milli 18 og 58 ísl. kr. Við þessa útreikninga er kostnaði við akstur skipt í þrennt. Breytilegur kostnað- ur er bensín, olíur, hjólbarðar og annað viðhald, fastur kostnaður eru tryggingar og skattur og síðan koma vextir og af- skriftir. Meðalverð á bensíni í Danmörku er kringum 65 ísl. kr. Rekstur bíls sem kostar um 750.000 ísl. kr. er nærri 380.000 kr. á ári eftir þessum dönsku útreikningum. Það þýðir um 25 kr. á kílómetrann. Ef bíllinn kostar frá einni milljón til 1.250 þúsund (ísl. kr.) er kostnað- ur tæpar 400 þúsund krónur eða um 26 kr. á km en það kostar nærri 60 kr. að reka bíl sem hefur kostað 3 til 3,7 millj. kr. Þar af eru vextir og afskriftir stærsti þátturinn eða 48% en sá liður er 27-34% hjá ódýrari bílunum. á veginum framundan eru fyrstu viðbrögðin þau að nauðhemla. Það eina rétta væri ef til vill bara að sveigja örlítið til hliðar og aka framhjá hættunni. En fyrstu viðbrögðin eru að hemla. Um leið sjáum við að þörf er á að beygja, við snúum stýrinu en ekkert gerist af því fóturinn er fastur á hemlunum. Námskeiðin sem BMW býður standa í tvo daga og felast aðallega í akstri en nokkrir tímar fara í fyrirlestra og umræður. Þau fara fram nálægt Köln og kosta nærri 80 þúsund krónur með gistingu og fæði. Námskeið sem þessi eru án efa gagnleg og væri þörf á að bjóða upp á slíkt hérlend- is. Annað mál er hins vegar hvort menn viidu vilja sækja þau og greiða uppsett verð. í framhaldi af þessu er kannski ágætt að íslenskir bíleigendur reikni út hvað rekstur fjölskyldubílsins eða bílanna kost- ar. Væri ekki upplagt að leggja nú saman allar bensínnótumar, smurningskostnað og viðgerðir, tryggingar og skatta og athuga hversu mikið dæmið kostar. Bæta við þetta einhveijum vöxtum fyrir verðmæti bílsins og ef einhveijum finnst hann ekki enn borga nógu mikið fyrir bílareksturinn er ekki úr vegi að bæta við afskriftum. Þær eru hluti kostnaðarins þó að við viljum kannski ekki alltaf viðurkenna það. Að þessu öllu loknu má finna út hvað kostað hefur að aka hvern kílómetra. Hver skyldi útkoman vera? Fimmtíu, hundrað þúsund eða kannski tvö hundruð þúsund. Ætli útkoman verði ekki svipuð og hjá Dönum. Það kostar ótrúlega margar krón- ur að eiga bíl og enn fleiri að reka hann. Það er vitanlega ekki rétt að nefna það hér en spyija má hversu margar leigubíla- ferðir er hægt að fara fyrir þessa upphæð og hversu lengi má aka í strætó. En það er. líklega best að vera ekki með þessa útreikninga, gleyma bókhaldinu og halda áfram að aka fjölskyldubílnum. Og enn er spurning hvaða aðili ætti að gangast fyrir þessum námskeiðum. Nefna mætti Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Öku- kennarafélagið, Bifreiðaskoðun eða Bind- indisfélag ökumanna sem reyndar hefur haldið uppi hálfgerðum námskeiðum, þ.e. keppni sinni í ökuleikni. Þessar hugmyndir eru varla nýjar og kannski má vænta auglýsinga um slík nám- skeið á næstunni. Og ef aðsókn er dræm mætti kannski semja við tryggingafélög um afslátt fyrir þá sem sækja slík námskeið og standast próf að þeim loknum? En hér er líklega komið út á hálan ís og best að staðnæmast. Væri ekki annars rétt að fara að end- umýja? Of mörg Banaslys í Danskri Umferð í fyrra létust 626 manns í bílslysum í Danmörku og er það 44 færri en árið 1989. Fyrir rúmum áratug létust allt upp í 1.200 manns á dönskum vegum þegar verst lét og hefur banaslysum því fækkað mjög þrátt fyrir aukna umferð og álag á vega- kerfið. Þrátt fyrir fækkun banaslysa hafa Dan- ir áhuggjur af þeim og segja að þau séu enn fleiri en til dæmis í Noregi og Svíþjóð. Aðeins 500 manns ættu að farast í bílslys- um ef tölur eru bornar saman við þær þjóð- ir. Fulltrúar tryggingafélaga eru sannfærð- ir um að ný lög um ljósatíma allan sólar- hringinn og um notkun bílbelta í aftursæt- um muni draga úr banaslysum. En þeir segja einnig að auka verði mjög eftirlit með ölvunarakstri til dæmis við sumardval- arstaði ef takst eigi að fækka banaslysum. Ölvun kemur við sögu í þriðja hveiju bana- sfysi. j.t. Kostar rekstur flölskyldubíls- ins 25-50 kr. á kílómetrann? Toyota mest seldi bíllinn í Danmörku Innflutningur nýrra bíla til Danmerkur jókst um 3% á síðasta ári sem er mun minna en ráðgert var en mjög dró úr bílasölu í desember. Sömu sögu er að segja í Svíþjóð en þar dróst bílasalan saman um 25%, 229.000 bílar seldust þar. Heildarsalan í Danmörku 1990 var 80.913 bflar en 78.435 árið 1989. Fyrr á árinu leit út fyrir 5-6% aukningu en hún varð sem sagt ekki og virtist sem menn héldu að sér höndum varðandi bflakaup síðasta hluta ársins. Þá seldust 6.348 vöru- bílar í fyrra, sem er 26% samdráttur, en árið 1986 seldust 12.700 vörubílar. Mest seldi bíllinn í Danmörku er Toyota með 10.975 en fast á eftir fylgja bílar frá GM með 10.460 selda bíla. { desember seldust 229 Opel Kadett bflar, 225 Nissan Primera, 197 Escort, 166 Opel Vectra og 125 Toyota. Auk þessa seldust yfir 100 stykki af gerðunum Citroen BX, Peucgt 405, Mazda 626 og Volkswagen Golf. jt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.